Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 2
218 L£SBÓ£ M0BGUNBLAÐSIN8 samviskusamlega. — En þeir höf- undar, sem við lásum framar öll- um öðrum, voru Kuneberg og Tegnér. Kit þeirra lásum við hátt aftur og aftur, svo að árlega að kalla komumst við yfir alt eftir þá endanna á rnilli. Enn í dag kann jeg alla „Friðþjófs sögu'1 utan bókar, sem jeg lærði þá. Við lásum með ánægju rit Atter- boms og Etagneliusar, enda þótt við læsum þá ekki jafn innilega og Tegnér og Runeberg. Okkur þótti mikið til koma höfundarins Karls Augusts Nieander. Kvæðið um síðasta Hobenstaufann: „Kon- ung Enzio“, var okkur mjög að skapi. Það varð okkur bjartfólg- ið. Við glöddumgt yfirleitt yfir öllu, sem út kom eftir bann, og var með ítölskum þræði, s. s. „Kapucinermunken“ og „Den siste Foscari“. Ekki beldur skal jeg gleyma því, að bók hans: „Syner ocb röster frán det för- dolda“ vakti í okkur þægilegan broll. Hins vegar leið langt um, uns við á Márbacka böfðum nokkurt gagn af að lesa rit eftir Alm- quist. Fyrst lengi áttum við nú ekkert annað eftir bann en „Herr- arna pá Ekolsund11. Bókin sú þótti okkur vera fráleit, enda verður ekki annað sagt en að búu sje mjög leiðinleg. Við lásum seinna þjóðlífslýsingarnar, og böfðum við miklu meiri ánœgju af þeim. Og þegar jeg bafði les- ið: „Det gár an“, þótti mjer það vera ágætis bók. Hið sama finst mjer um þá bók enn í dag. Á Márbacka þótti hún vera besta bók Almquist’s. ★ Yður mun vera kunnugt, að seinna fór jeg að lesa bækur Car- lyle’s. Þá bafði jeg lesið rit margra böfunda, sem skrifuðu ó- bundið mál, s. s. Dickens og Thackerey, Daudet og Flaubert, Ibsen og Björnson, Lie og Kiel- land, Turgenjev og Tolstoj, And- ersen og Jakobsen. En það var dagsatt, að Carlyle hafði á mig greinilegust ábrif þeirra allra. Jeg studdist við Carlyle við lýs- ingarnar á leysingunum og á múg- æsingunni og með fyrirsögnina: „Guds storm“ í fyrstu sögunni minni. En það væru ýkjur einar að segja, að við áhrifin frá Car- lyle hafi jeg fengið hugrekki til þess að skrifa alla söguna eins og upplag mitt sagði til. Þá væri sanni nær að segja, að það, sem G. Brandes skrifaði um róman tíkina í „Hovedströmninger“, bafi stappað í mig stálinu að segja þessar rómantísku sögur. Þegar jeg samdi „Gústafs sögu Berlings“ vissi jeg ekki, að nokkur sænsk skáld önnur höfðu hallast að alda- íuótastefnunni, — eins og nú er kallað. Þau skáld bafa engin áhrif haft á bókina. Nýja stefnan sveimaði í rauninni orðið yfir vötnunum. Jeg átti ekki mikið ó- skrifað af bókinni, er vinir komu til mín og sögðu: „Hefurðu tekið eftir stefnuskrá Heidenstams 1 Hjerna er hún!“ — Þeir vildu færa mjer beim sanninn um það, að jeg væri ekki gjörsamlega bjá- róma við tímann. Eftir þessa skyndiferð um ríki bókmentanna, sem sýnir hin sterku tengsl Selmu Lagerlöf við sígildar, sænskar bókmentir og sænskar bókmentir yfirleitt, beindi jeg annari spumingu að henni; Hvern af jafnöldrum yðar í sænska skáldahópnum hafið þjer metið mest? ★ Skáldkonan bugsar sig um and- artak. Síðan svarar hún: „Það er víst Heidenstam. Það er kannske af því, að hann skrifar óbundið mál, — eða ötlu heldur, — af því ao hann segir frá! Kvæði bans les jeg jafnvel gjarna líka. En einnig i þeim er oftast frásögn. Þessi orð ber ekki að skilja svo, að jeg van- meti aðra jafnaldra mína, þó að engum þeirra telji jeg mig eiga jafnmikið að þakka sem honum“. Og hver er skoðun yðar á yngstu, sænsku skáldakynslóðinni ? „Þeirri spurningu er af ýmsum ástæðum ekki auðvelt að svara“, ansar hún. „Það er nú svo, að þegar maður er orðinn gamall, þá fjarlægist maður frekara fagrar bókmentir. Jeg sný mjer nú helst að sögu, listsögu og bókmenta- sögu. Auk þess er því sem næst ómögulegt að lýsa samstæðilegum heildaráhrifum manns frá yngri höfundum. Þeir eru of sundurleit- ir til þess. Enga samstæða skoðun er hægt að hafa á þeim. En jeg hefi þó ekki mist alveg sjónar af þeim. Jeg varð fyrir sterkum á- hrifum aí Fer Lagerkvist, er sýnr var eftir hann leikritið: „Den osynlige“. Hugmyndin var falleg. Hann virðist vera alvörumaður, og hafa eitthvað merkilegt að flytja. — Jeg hefi auðvitað fylgst af áhuga með stjettarsystrum mín- um, Marika Stjernstedt og Elin Wágner, en þær teljast nú tæp- lega lengur til yngri kynslóðar- innar. Jeg les gjarna bækur jnargra ungu, finsku skáldanna, til dæmis að taka Jarls Hemmers. En yfirleitt er jeg of lítið að mjer í nýjustu bókmentunum til þess að hætta á að kveða upp á þeim nokkurn heildardóm“. ★ Á salarborðinu milli okkar eru eigi að síður feikna hlaðar af skáidsögum, eldri og yngri; marg- ar þeirra eru á sænsku, en flestar þeirra eru þó á erlendum málum. Þessar bækur benda ekki beinlín- is til þess, að skáldkonan hafi slit- ið tengslin við fagrar bókmentir. Mjer veittist ekki heldur erfitt að fá hana til að játa, að ýmsir ensk- ir, þýskir, frakkneskir, amerískir og Norðurlanda-höfundar hefðu um langan aldur eða nýlega vakið áhuga hennar. Til þess nægir að nefna þó ekki sje nema: Bennett, Estaunie, Fleg (hann er Gyðing- ur „og Gyðingar eru svo einkenni lega skemtilegir!“ segir Selma Lagerlöf), Huch og Undset. „En eigi maður yfirleitt að nefna þá útlendinga, er drotna nú yfir áhuga landa vorra, þá eru það sjálfsagt Vestmenn“, segir skáldkonan. „Sjálf hefi jeg lifað þrennar áhugabylgjur fyrir skáldskap einnar sjerstakrai- þjóð ar hjer í Svíþjóð. Það voru fyrst Norðmenn, síðan Rússar, og nú er komið að Vestmönninn. Jeg hefi sjálf haft óneitanlega mikið gagn af að lesa bækur þeirra. Jeg les iðulega nokkra kafia í úrvals- safni Edgars Lee Master’s, og jeg hefi þótst græða mikið á hinum fádæma samanreknu lýsingum hans á örlögum manna. Jeg man að „Arrowsmith“ eftir Sinclair Lewis auðjgaði mig talsvert. Má

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.