Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 3
LESBÖK MOTHGUNBLAÐSINS 219 vera a8 mjer hafi ekki fundist neitt sjerstaklega til um aðal- persónuna, heldur öllu fremur um Terry, sem ekkert andartak hugs- aíSi um ytri gæði, en helgaði sig óskiftan vísindunum með þrot- lausri iðni“. Þessi dómur skáldkonunnar lýsti — að líkindum óafvitandi — ýmsu í viðhorfi hennar hæði við lífinu og skáldlistinni. Að fórna öllu vegna einhvers málefnis, — það er einmitt það, sem hún sjálf lætus flestar persónur sínar gera. * Frá nýrri bókmentunum berst talið að æskulýðnum alment, og skáldkonan segir: „Jeg þekki æskulýðinn aðallega af bókum, sem skrifaðar eru um hann. Og þessvegna get jeg ekki beinlínis felt um hann neinn á- kveðinn dóm. En jeg verð að játa, að jeg er ekkert sjerstaklega kvíðin hans vegna. Hann virðist a m. k. hafa góðan eiginleika: hann er algerlega hreinskilinn. En mikill munur er á því, hvernig frjálsræðið lýsir sjer nú eða á æskuárum mínum. Á þeim árum hafði frjálsa stúlkan alt öðru vísi stefnu. Hún varð að vera mjög vör um sig. Það reið á því fyrir oss að sýna, að raunverulega væri eitthvað í oss spunnið. Það var í nafni dugnaðar vors, að vjer heimtuðum' kvenfrelsið. Frjálsræðið var þá: að fá að vinna, og að eiga rjett á því að vinna. Það mætti nú að vísu segja, að vjer hefðum á pappírnum feng- ið rjett í öllu því, er vjer heimt- uðum l>á. Enn konan á enn afar langt í land, miklu lengra en ung- ar stúlkur nú hugsa kannske út i. Vjer konur höfum ekki enn feng ið traust á oss sjálfum. Jeg tók eftir því hjerna um daginn, að engin kona hafði náð kosningu i norsku kosningunum, enda þótt þær væru meiri hluti kjósendanna. Þetta er ekki óskiljanlegt með öllu. Konurnar þurfa tíma til þess að kynnast skyldunum, sem frjáls- ræðinu fylgja, starfssviðunum öll- um, sem þeim hafa opnast. En þessu miðar hægt og hægt. Kon- ur hafa á ýmsan hátt byrjað að láta allmyndarlega til sín taka, e. s. x sveitarstjórnarmálum. En það eru líka ýmis önnur störf í þágu ríkisins, þar sem aðstoð og áhrif kvenna væru bæði eðlileg og æskileg". — „Einmitt núna“, hjelt hún á- fram, „er eins og æskulýðurinn sje með hálfgerðu. írafári í öllu frjálsræðinu og fari yfir strikið- Lífsafstaða æskumanna snýst of mikið um ástamál og drykkju- skap. En maður verður að vona, að afturkastið komi senn, hafi ekki þegar bólað á því. Og hvað Svía snertir, held jeg maður megi altaf búast við nokkrum rudda- skap og taumleysi í æskunni. Jeg geri mjer þær hugmvndir, að Sví- ar verði sjaldan alls kostar þýð- ir og þægilegir fyrr en þeir eru orðnir uppkomnir og giftir. Hið kvíðvænlegasta um æskulýðinn er kannske drykk,juskapurinn“. ★ Síðan talaði jeg um stund við skáldkonuna um viðhorf hennar við bannmálinu, um skoðun henn- ar á trúarástandinu í Svíþjóð, við brugðum okkur líka yfir í sveitarstjórnarmál, í „Antikrists Mirakler", jafnaðarstefnuna, mondismann enska, sem haft hefir áhrif í Svíþjóð o. fl. Síðan barst talið aftur að bókmentunum — xxm Gautaborg. „Vjer sáum yður oft í Gauta- borg hjer fyr meir“. „Já, það er engin sænsk borg, sem jeg hefi ferðast, jafnoft til sem Gautaborg. Á árunum 1894 —1921 fór jeg stöðugt þangað til að hitta og vera samvistum við Sophie Elkan, éinkavinkonu mína og ferðafjelaga. Hiin var fjörug og ágæt manneskja. Kynnin við hana voru mjer mikils virði, þó afdrei nema vinnuaðferðir okkar væru ólíkar. Hún gerði sjer ákaf- lega mikið far xim að sanna stað- reyndir, svo að við lá, að hún yrði sjerfræðingur í efnum þeim. sem hún var að fást við, en slíkt hefir mi aldrei verið hvorki veik- leiki minn nje styrkur“.‘ Frá Gautaborg varð í samtal- inu útúrdúr að Gungálv. Ættar- bönd jafnframt ást á þessu sögu- lega óskalandi kom skládkonunni oft til þess að ferðast þangað. „Það er dálítið skrítið, að Bohus skuli ekki hafa orðið meiri píla- grímsstaður en raun er á“, segi jeg- „Ekki svo mjög, kannske“, svarar hún skjótt. „Bohus er svo sagnasnautt. Fólk ferðast ekki til borga til að dást að múrum kring um þær, heldur til þess að skoða, hvar hetjur staðarins lifðu æfin- týri sín. Mig furðar á, að ekk- ert góðskáldið skuli hafa látið sögu gerast í Bohus, því að ekki þarf að efa, að það hefði orðið vel metið. Nei, sagna þarf Bohus með“, sagði skáldkonan — hún, sem hefir gert strendur vatnsins Fryken að pílagrímsvegum — og hló. Nú hætti, jeg á að inna Selmu Lagerlöf eftir viðhorfi skálds til persónu sinnar. „Já, það er mjög skrítið", seg- ir hún. „f byrjun er maður herra persónunnar og ætlast fyrir um það, hvað hún skuli segja og að- hafast yfirleitt. En er maður hef- ir mótað hana um tíma, verður maður þess var einn góðan veður- dag, að hún lifir sjálfstæðu lífi. Hxin hefir fengið skapferli sitt og einhvern veginn losað umi sig, svo að maður ræður ekki fyrir henni lengur. Svona var það með Karl- Arthur Ekenstedt í einni seinustu bók minni. Það var ýmislegt, sem jeg vildi láta hann segja, en haain fjekst ekki til þess! Og þá varð að sleppa því^ „Er „Anna Svárd“ seinasta bók in um Löwensköld-ættina ?“ spurði jeg. „Maður hjelt annars, að sagnabálkurinn yrði langur. „Já, Chariotte Lövensköld var gull af manni, og mjer þótti mjög vænt um hana“, sagði skáldkon- an, rjett eins og hún talaði um mann, er væri í lifanda lífi. „En sagnabálkurinn endar altaf á „Anna Svárd". Hins vegar er vinnufriðurinn ekki á marga fiska, enda þótt jeg hafist við uppi í Vermalandi. Á Márbacka er ómögulegt að kalla að vinna að sumarlagi. Hjer er sífeldur gesta- gangur, gestir koma og gestir fara, og jeg vil altaf gjama heilsa upp á marga þeirra, m. a. til þess að þeir geti gert sjer sem bestar hugmyndir um Svíþjóð. Alt Framh. á bls. 224.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.