Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 Fi’mmburasysturnar leika sjer með hljóðfæri. Forvitnin dvínar og systurnar fimm mnnu hverfa úr tölu „sýn- ingargripa“. Þær fara' hver sína leið og taka sitt sæti í lífinu inn- au um annað fólk. ★ Nákvæmar athuganir hafa leitt í ljós, að allar systurnar, hver og ein, eru prýðiiega vel gefnar. Vits- munir þeirra eru fyrir ofan með- allag. Og þó að þær sjeu ekki nema 6 ára gamlar, er farið að koma í ljós, að þær eru þó nokk- uð ólíkar að skapferli. Emilie er galgopinn. Hún finn- ur altaf upp á einhverju. Einu sinni fengu þær allár gúmmístíg- vjel og var sagt að þær ættu að nota þau þar sem blautt væri. Þá heimtaði Emilie að vera með þau í baðkerinu. Hún setur sig út að finna upp á svona hlutum. Hún skilur mjög vei nauðsyn aga og hefir alt í röð og reglu. Hún gæti orðið góð hjúkrunarkona eða rit- ari. Marie var minst og veikust fyr- ir þegar þær fæddust og átti fult í fangi með að ná hinum systrun- nip í þroska. Emilie var líka svip- u5 henni í þessu. Þær komust upp á lag með að láta hinar systurnar kenna í brjósti um sig og hjálpa sjer. En Marie er mjÖg athugul og spyr um alt mögulegt, t. d. hvað dýr og plöntur heiti og ann- að það, sem umhverfis hana er. Hún hefir ekki við hinum þar sem á líkamlega krafta reynir, t. d. á hjóli, en hún vinnur það upp jmeð því að nota hÖfuðið. Hún gæti vel orðið kemiari. Yvonne og Annette eru stjóm- samastar. Þær vilja altaf koma fram sem nokkurskonar verndar- ar og gæslumenn hinna. Yvonne er atkvæðameiri. Hún kynnist fljótast gestum, rennir hýrustu auga til manna og sýnir fult traust í athöfnum. Hún mun kom- ast í stjórnir skólafjelaga og gæti með tíð og tíma orðið kaupsýslu- kona með góðum árangri. — Annette hefir fjörugt ímyndunar- afl, vill ekki viðurkenna að henni hafi yfirsjest og finnur altaf skýringar til afsökunar, ef eitt- hvað hefir mistekist. Cecilie er laglegust, ber sig best og framkoma hennar er kurteis- legust. Hún hugsar líka mest um að vera vel til fara. Hún er veru- lega sönghneigð. Hún syngur oft einsöngva og fer alt í einu að dansa þegar hún hlustar á útvarp eða hljóðfæri. Það er vel hægt að hugsa sjer að Cecilie yrði söng- kona, dansmær eða jafnvel leik- ari. Skólaganga fimmburanna er nú að koinast í fast horf. Þær fá sjer- staka fræðslu í kristnum fræðum og lesa bænir sínar reglulega. Sóknarpresturinn hittir þær oft. Hvað sem lífið kann að færa þeim þá er það víst, að reynt er að búa þær undir það eftir frek- ustu getu. Breskur þingmaður var á göngu gegnum byggingu upplýsingaráðu neytisins breska. Alt í einu sá hann myndastyttu, sem kom hon- u’m ókunnuglega fyrir sjónir. Hann sneri sjer að eftirlitsmanni og sagði: — Jeg hefi ekki tekið eftir þess ari myndastyttu hjer fyr. — Það er ekki von, sagði eftir- litsmaðurinn. Þetta er ekki mynda stytta, heldur blaðamaður, sem er að bíða eftir frjettum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.