Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 6
222 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvað er um fimmburana frægu? Nokkrar athuganir eftir einn úr uppeldisnefndinni ann 28. maí síðastliðinn urðu fimmburarnir frægu 6 ára að aldri. Þessar 5 telpur eru einu fimmburar, sem menn vita til að lifað hafi, og nú fara að hefjast þau ár þeirra, sem leiða í ljós sjerkenni þeirra og einstaklings- eðli. Það er því gaman að sjá og athuga nú, hvert greinamar sýn- ast beygjast og hvaða áhrif þessi sjerkennilega tilvera þeirra hefir á þroskun einstaklingseðlis þeirra, hverrar um sig. Margt hefir verið skrifað um fimmburana og flest af mönnum, semi þekkja ekki neitt til þeirra sjálfra, en blaðamenn hafa á hinn bóginn reynt að vekja upp alls- konar sögur um misklíðir milli foreldra barnanna og nefndar þeirrar, sem hefir haft mál þeirra með höndum. Sannleikurinn e~ sá, að foreldrarnir geta verið hjá þeim eins mikið og þau óska. Telpunum þykir vænt um þau og þær fá að leika sjer við önnur börn í Dionne. Og nú læra þær skólanámsgreinar með systkinurn sínum öðrum. Þær tala ennþá ein- göngu frönsku eins og svo afar- mörg börn í Austur-Canada, því að þar er franskt ætterni algeng- ast. En þegar fræðslulögin heimta verða þær að læra ensku eins og önnur börn. Hvað ætlum við að gera úi* fimmburunum? Við ætlum ekkert sjerstakt að gera úr þeim annað en 5 vel mentaðar stúlkur. Þær hafa allar gaman af söng- list og við látum þær fá kenslu við þeirra hæfi í henni. En eng- um dettur í hug að fara að gera þær að „undrabörnum“ í hljóð- færaslætti. Þær fá líka fræðslu eða hjálp í öðru, sem þær hafa gaman af eða áhuga á. Og það er eingöngu vegna þess, að við álítum að öll börn eigi að fá það, sem hægt ‘ er að veita þeim af slíku. Sumir halda líka, að fimmbur- arnir þurfi ekki að búa sig á neinn hátt undir lífið, vegna þess að þær sjeu svo vellauðugar orðn- ar, að þær hafi nóg fyrir sig að leggja. En bæði eru þessi auðæfi stórum ýkt, og óvissa um öll auð- æfi í þessari veröld, og svo verð- ur, án tillits til efnahags, að gera líf þeirra semi auðugast, og það gerir vinnan best. Litlu stúlkum- ar eru duglegar við heiniilisstörf- in, sem þeim eru ætluð, rjett, eins og aðrar litlar stiilkur, sem hjálpa mömmu sinni. ★ Er nokkur leið að láta fimm- burana njóta sín eins og önnur börn? Verður ekki líf þeirra alt mótað af þessu sjerstaka um- hverfi og aðstæðum? Læknirinn, sem mest gætir þeirra og nppeld- isnefndin er þeirrar skoðunar, að unt verði að sigla fyrir þetta sker. Alt, sem unt er, er gert til þess að beina athygli þeirra í þá átt, sem stúlkur hjer yfirleitt fara. Sumar gerast kennarar, aðrar hjúkrunarkonur og þess háttar. En jafnframt er lögð áhersla á það, að þær geti orðið hæfar og góðar mæður og húsmæður. En frá hinu er stefnt, sem annars gæti virst Hggja næst, að fimm- burarnir 'verði að nokkurskonar sýningarnúmeri og vinni sjer þannig inn pennga. Halda sumTr, að fimmburarnir hafi hingað til verið sýndir mjög mikið og fje tekið fyrir. En þetta er ekki. Að vísu vilja margir sjá systurnar. En flestir verða alveg undrandi þegar þeir heyra, að ekkert er tekið fyrir það. Hefir því verið svo til hagað, að á sumrin eru fimmbijrarnir „til sýnis“ hálfa stund tvisvar á dag og á vetrin eina hálfa stund. Milli þeirra og áhorfendanna er veggur úr gleri, sem ekki sjest gegnum nema á annan veg, og systurnar verða því ekkert varar við áhorfend- urna. Þá hafa verið teknar af þeim kvikmyndir og þúsundir almeifftra ljósmynda fyrir blöð o. s. fi*v. En myndirnar eru teknar þannig, að einn ljósmyndari fær að vera með þeim um stund, að morgninum, og hann gerir myndatökuna að nokkurskonar Ieik fyrir börnin. Kvikmyndir hafa ekki verið tekn- ar af þeim annarsstaðar en í leik- herbergi þeirra. Yfirleitt virðast myndatökurnar ekki hafa haft nokkur áhrif á telpurnar fram að þessu. Af þessu má sjá, að varlega er í allar sakir farið. Stjórn sýn- ingarinnar í New York bauð mikla fjárhæð fyrir að hafa fimmburana þar til sýnis, og þar sem þetta kom í blöðum, hafa ýmsir haldið, að gengið hefði ver ið að þessu boði. En þetta er fjarri sanni. Þetta var alls ekki tekið í mál og svo var það búið. Ekki hefir vaptað tilboð um fje fyrir sýningar og myndir og annað það, s?m gróðavænlegt hefir verið við fimmburana. En þessu hefir verið hafnað og það jafnvel þegar erfitt hefir verið ,að annast uppeldi þeirra vegna fjárskorts. Á hinn bóginn er for- vitni fólks ekki alveg ástæðulaus og ekki nema eðlilegt, að eitthvað sje gert til þess að svala henni. Hefir því verið valið úr þessum tilboðum það, sem aðgengilegast hefir verið og með því fengist fjo til uppeldis þeirra. Sumir örðugleikarnir munu vaxa með aldri fimmburanna. En flestir ,munu minka eða hverfa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.