Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 Kirkjustræti um 1877. Myndin tekin úr austurenda götunnar. Fremst til vinstri dómkrikjan, þá mjög úr sjer gengin að utan, en mikil viðgerð fór fram á henni skömmu síðar, næst hús Halldórs Friðrikssonar yfirkennara, sem stendur enn (í garðstæðinu austan við húsið var Alþingishúsið reist 1880 —1881), þá svokallað Þerneyjarhús og næst því þáverandi sjúkrahús bæj- arins, sem bæði fyrir og eftir var gildaskáli og síðast aðalstöð Hjálpræðis- hersins. Til hægri apótekið og fyrir enda götunnar hús Magnúsar Árnasonar. Bak við það sjest hús Lárusar Sveinbjörnssonar háyfirdómara. að það geti verið sjáanlegt. Svo álítur nefndin það og rétt að lýsa því yfir, að þeir sem byggja tómthús eða önnur in'is á Hlíðarhúsalóðinni ekki geti vænst að fá aðrar götur eða vegi byggða á bæjarsjóðsins kostnað, fyrr en að reglu- legar kaupstaðarbyggingar almennt sjeu byggðar á þessu svæði. Nefndin álítur, að eftirfylgjandi regl- ur eigi að gilda um byggingar meðfram Hlírjarhúsaveginum: 1. A eystri parti vegarins iná ei byggja nema timburhús og skal byrja bygg- ingarnar sem austast og halda áfram vestur eftir. 2. A vestri parti vegarins má byggja bæði moldarhús og timburhús eftir því sem byggjandinn. sjálfur óskar, og byrja byggingar sem vestast og halda áfram austur eftir. 3. Engum verða útvísaðar meira en 30 ál. út til vegsins, nema hann með sérlegum ástæðum sanni, að hniin þurfi meira lóðar út til vegsins. Til þess að náð verði reglulegum byggingum, álítur nefndin, að báðu- meginn vegarins eigi að vera til taks svæði, hæfilegt fyrir húsastæði, og sting- ur því upp á, að lóðarstrengur 36 ál. breiður meðfram veginum verði áskil- inn við leigumálann til byggingar. Þar eð nú ekki er þörf á svo miklu svæði nú sem stendur til bygginga, vill bygg- ingarnefndin fela bæjarstjórninni sér- stakri ákvörðun í því efni, að því við- bættu, að byggingarsvæðisins næst bænum muni þurfa mjög bráðlega, en þar á móti síðar uni sjálft miðbik veg- arins, sem einnig kemur mjög vel heini þar eð bæjarsjóðurvnn með því getur haft lengur not af bezta graslendinu. .Nefndin stingur upp á því, að mýrin fyrir neðan veginn sé skoriu fram og þurkuð upp og síðar smátt og smátt útvísuð til tómthúsa eða annara bygg- inga og þykist nefndin sjá fram á það, að með því móti muni geta smátt og smátt áunnist að koma allinörgum bygg- iugum saman í heild, sem ekki sé kost- bær með tilliti til gatna, vatnsbóla o. s. frv. og á hinn bóginn líka veiti inn- byggjurunum hagsmuni, svo sem grend við kaupstaðinn, aðgang að uppsátri, sérlega góðu til brúkunar um vorvertíð m. m. Nefndin álítur ekki gjörlegt að gera neina uppástungu um almennt upp- sátursstæði á Hlíðarhúsalóðinni að svo komnu, og á sama hátt álitur nefndin, að hún ekki þurfi að athuga neitt við það, hvernig túnvellir verði leigðir burtu, ef að bæjarstjórnm gengur inn á uppástungur nefndarinnar að því leyti allt verulegt áhrærir, og er þeim hér með skotið til atkvæða bæjarstjórnar- innar. Bygginganiefndiii vill þessutan sérí- lagi leiða athuga bæjarstjóniarinnar að því að það virðist vera mjög nauðsyn- legt að Hlíðarhúsavegurinn verði lengd- ur sem fyrst um 561 ál. því að það, að vegurinn sé lagður nú þegar, muni geta orðið affaradrjúgt í mörgu tilliti og stutt að því, að margar ráðstafanir sem gjöra þarf að öðrum kosti, komist á af sjálfu sér, með því að menn ganga að veginum sem vísum, en ekki sem vonarkéfli, og þetta er sá eini vegur, með hverjum smátt og smátt má veita fiskimönnum athvarf í stað þeirra þrengzla, sem á sjálfri kaupstaðarlóð- inni leiða af rramförum kaupstaðarins. Tillögur þessar voru samþyktai' óbreyttar á fundi bæjarstjórnar- innar 14. desember s. á. Þegar tek- ið er tillit til þess, hve Reykjavík var þá lítill bær,. er hjer um að ræða all-stórt byggingarsvæði, seni skipulagt var í einu lagi. Götur þær, sem með þessu voru ákveðn- ar eru: Vesturgata frá því á móts við húsið nr. 26, vestur að Pram- nesvegi og í raun og veru er einn- ig Framnesvegur ákveðinn um leið Þvergöturnar eru Bakkastígur og Ægisgata. Nokkrum árum síðar (1869), er stefna Ægisgötu nánar ákveðin og er þá gert ráð fyrir, að hún gangi suður yfir Vestur- götu, upp brekkuna, en eins og kunnugt er, komst það fyrst i framkvæmd fyrir fáum árum. * Þótt þetta sje orðið fullmikið mál fyrir Lesbókina, vil jeg samt, áður lýkur, minnast á eitt atriði, sem sýnir, að byggingarnefndin var á þessum árum vel á verði um veigamikla staði í byggingu bæj- arins. Er hjer átt við afskifti nefndarinnar af Lækjargötu, þeirri götu, sem er eitt mesta prýði bæjarins og á vonandi eftir að njóta sín enn betur en nti. Læk.i argata bygðist fyrst að austan- verðu og var húsaröðin talin í Ing- ólfsbrekku. Hafði sú húsaröð að miklu leyti orðið til fyrir daga byggingarnefndarinnar. Menta- skólinn er þó bygður eftir að nefndin tók til starfa (skólinn bygður 1845—46) og sömuleiðis bókasafn skólans, íþaka (1866). Það virðist þegar frá upphafi hafa vakað fyrir byggingarnefnd- inni. að hið óbygða belti milli lækjarins og húsaraðarinnar í Ing ólfsbrekku ætti að haldast órofið alla leið suður að tjörn. 1868 er sókt um hússtæði á horni Utnorð- urvallar. svo var þá kallaður tún- blettur sá, er var fyrir neðan Lauf - ásveg og nú er orðinn að trjá- garði. Byggingarnefndin synjaði. svo að segja í einu hljóði, um þessa útmælingu. Færir nefndin þá ástæðu fyrir synjuninni. t,að það sje álit nefndarinnar að fram halda eigi, eftir föngum, húsaröð- inni í Ingólfsbrekku, án þess að aðrar byggingar sjeu á milli henn- ar og tjarnarinnar". — Nefndin heldur fast við þessa ályktuu Frh. á bls. 239.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.