Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 2
234 LESBÓK M0RGUNBLAÐ9INS skipulagsmálum bæjarins. 'Kemur það í ljós eigi aðeins í embættis- verkum hans, heldur einnig í fram- kvæmdum lians sjálfs til þess að prýða og eudurbæta bæinn. Þegar Krieger kemur lijer hef- ir íbúatala bæjarins verið á 6. hundraðinu og Reykjavík þá verið þorp á stærð við Eyrarbakka nú. M>á segja að bærinn þá væri að- eins tvær götur, Strandgatan (Ilafnarstræti) og Klubbgatan (Aðalstræti). Utan þessara gatna voru aðeins hús á stangli og t. d. var Austurstræti, sem þá var kallað Lange-Fortiug, einskonar bakgata við Strandgötuna. Ann- ars var bygðin drei-fð í brekkun- um beggja megin miðbæjarins og voru þar eingöngu torfbæir. Það var frumbvlingsbragur á bænum ♦ og var ekki við öðru að búast, en það sem lakara var og hættu- legra fyrir framtíð bæjarins var það, að lítil fyrirhyggja var um byggingu bæjarins, um það hversu götur mynduðust og hversu hús voru sett við götur. Leist mörg um bærinn óásjálegur og að 6- efnilega horfði um, að úr honum yrði skipulegur bær. T. d. fellir Tómas Sæmundsson mjög harðan dóm yfir Reykjavík í þessu efni í brjefi, sem- birtist í 1. ár. Fjölnis. Glögt er gests augað og má því búast við að Krieger hafi fund- sit svipað til um Revkjavík og Tómasi. Tók hann þegar að láta til sín taka um þessi mál, en fram til þess tíma virðist bæjarfógetinn, eftirlitslaust eða eftirlitslítið, hafa mælt út lóðir til byggingar og valt því á honum hvaða skapnað- ur varð úr bænum. Gekk Kriegir nú eftir því, að allar útmælingar væru lagðar undir samþykki amts- ins og hann friðaði algjört tvö svæði í bænum, er hann lagði bann við að bygt væri á Austurvelli og Lækjartorgi. Að vísu var þeSs- um svæðum ekki þar með að fullu borgið, en þau eiga þó fyrst og fremst Krieger, líf si(t að þakka. Áhugi hans fyrir því að prýða og bæta Reykjavík lýsti sjer einnig í því, að hann ljet endurreisa Skólavörðuna og gera veg upp að henni og kostnaðinn við hvort- tveggja bar hann sjálfur; var Bkólavarðau því um tíma kölluð Kriegersjvlinde. Þá mun hann einnig á eigin kostnað hafa látið gera veg suður með lækuum og er það upphaf Lækjargötu. Krieger stiptamtmanni var það frá byrjun ljóst, að breyta þyrfti um fyrirkomulag byggingarmála Reykjavíkur. Misjafnir menn, að áhuga og þekkingu á þessum mál- um, völdust í embættin, er með þau fóru, bæjarfógeta og amt- mannsstörfin, og þar sem þar við bættist, að sú var reynslan, að mannaskifti voru alltíð á þessum embættum, þá var lítil eða öllu heldur engin von um, að skapast gæti samræmi og samhengi í álykt- anir um byggingarmáliu. Krieger hafði því snemma hug á að koma byggingarmálunum á öruggai'i grundvöll með því að fela þau fastri nefnd, sem eingöngu hefði þeim málum að sinna. 21. janúar 1833 ritar hann svo stjórninni brjef, þar sem hann leggur til, að skipuð verði bvggingarnefnd í Reykjavík og gildi um hana svip- uð ákvæði og um nýskipaðar byggingarnefndir fyrir bæi tvo i Danmörku, Korsör og Sorey. — Brjefið er ítarlegt og tillögur hans vel rökstuddar. Yegna frábrugðna staðhátta ber hann fram ýms ný- mæli og tillögur um breytingar frá fyrirkomulagi tjeðra nefnda. En seint gekk afgreiðsla stjórn- arinnar á málinu, hvort sem það var seinlæti stjórnarinnar að kenna eða, að til þess hafi legið aðarar orsakir. Vel má vera að Krieger sjálfur hafi átt sök á því; hann var erlendis frá hausti 1834 til vors 1836, og sat þá á sátta- þingi Dana fyrir íslands hönd og sat enfremur í nefnd, er hafði til rannsóknar verslunarlöggjöf landsins. Er jafnvel líklegt, að * liann hafði ekki kært sig um að málið kæmist í framkvæmd með- an hann var fjarverandi og m. a. hafði hann viljað ráða um skipun nefndarinnar. Þegar hann er kominn hingað aftur, vekur hann málið upp. Ber hann þá til- lögurnar undir bæjarfulltrúana og veittu þeir málinu fullan stuðning og voru það aðeins lítil- fjörlegar breytingar, sem þeir vildu gera á tillögum stiptamt- manns. Dráttur s>á, er enn varð, kann að stafa af því, að Krieger ljet af embætti næsta ár og hafi því málinu ekki verið fylgt svo eftir, sem annars hefði verið. Það liðu þannig rúm sex ár frá því Kriger hóf máls á þessu við stjórn- ina þangað til framkvæmda kom. Helstu atriði hins opna brjefs frá 29. maí 1839 eru þessi: „í Reykjavík skal stofnast ein bygg- ingarnefnd, í hverri vera skulu býfógetinn, eldvarnar-forstjórinn (þ. e. slökkviliðsstjóri), tveir af staðarins fulltrúum, sem skikkast af amtmanninum eftir allra liinna kjörnu borgara (þ. e. bjæarfull- trúa) uppástungu og eftir að bý- fógetans álit þar yfir hefir verið útyegað, svo og tveir aðrir menn, hverja amtmaðurinn kynni að álíta hæfilega þar til; og hvar til hann sjerílagi >á að nefna menn, er skyn- bragð bera >á húsasmíði, þegar slíkir til eru“. Um hlutverk nefnd- inarnar segir þar m. a.: „Eftir- leiðis verður það skylda þessarar nefndar, að tilskildu amtsins ná- kvæmara samþykki, að ávísa hið nauðsynlega pláz til sjerhverrar nýrrar byggingar og líka til nauð- synlegra garðrúms og jurtagarða, •em þar eftir útmœlait hlutaðeig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.