Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 8
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flak af þýskri flugvjel, sem sk otin var niður í Bretla'ndi. llllllllltlllllllllHMIIIIimilllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIII •••llllllltltlMMI IIIIIIIIIIIIMIIII Skemtn honum, sem glaðst ei gat. Gefðu húsaskjól þeim, er sat úti með hroll og ekka. Gœddu svöngtim á góðum mat. Gefðu þyrstum að drekka. Víst eru margir þeir, sem þrá og þurfa einhverja gjöf að fá og illa sín örlög skilja. Sóaðu engu því í þá, sem þurfa hvorki nje vilja. Sintu harmkvælamanninum mest, og mundu að þar verður upp- skeran be3l og auðgast allavega. En viðtökuhæfileik vantar flest, sem vökvaðist aldrei af trega. Ef elskarðu lífið, þá orktu ljóð, sem eru fögur og ljúf og góð, ef sbáld ertu og viljirðu skrifa. Helgaðu mönnunum hvem þinn óð. Hjálpaðu þeim að lifa. Dýrkaðu ekki dauðlegt hold, en doggvaðu það á hverri fold, sem allir aðrir gleyma, — sem gægist auðmjúkt upp úr mold og er um ljós að dreyma. Smælki. Stefán, souur HjörJeifs sterka. sem kendur var við Höfn. flutti sig úr Borgarfirði eystra að Star mýri í Álftafirði. Þegar hann flutti sig með skyldulið sitt, kom hann að Ketilstöðum á Völlum. með flutning sinn á mörgum hestum og hafði hrept ófærö mikla. — Fjallvegurinn, sem hann fór frá Borgarfirði upp til Hjer- aðs heitir Sandaskörð. Höfðu þau verið ill yfirferðar og furðaði menn á að hann skyldi hafa komið hestum yfir þau með þung- an áburð í slíkri ófærð og spurði einhver 4 Ketilstöðum hann að, hvernig hann hefði getað komið lestinni yfir fjallið. Stefán svar- aði: „Jeg fór á undan og braut fönnina fyrir lestina“. Fyrir mörgum árum bjó bóndi á Kleifum í Gilsfiiði, sem þótti í kirkjugarði ef kýstu tÖf, komdu með hina bestu gjÖf: Hugsa með kærleik hreinum til hans, sem hvílir í gleymdri gröf og grátinn var ekki af neinum. dntar Filla. fremur grunnhygginn og fljót- fær. Þegar móðir hans dó, vildi hann gera Útför hennar svo veglegfl sem efnin leyfðu. Þegar líkið var borið út úr bænum, vildi hann láta svngja eitthvað hjartnæmt. Einhver spurði hvað syngj:: skytdi. „Og sjálfsagt eitthvað úr Passíusákmunum'‘, svaraði bóndi. Einhver rjetti sálmana að bónda og biður hann að velja versið. „Jeg held að það sje nú hreinn óþarfi að velja úr þeim siálmum. Þeir eru allir jafngóðir, hvar sem í þá er gripið“. Að svo mæltu opnar hann bók- ina og byrjar þegar á fyrsta vers- inu, er hann kom auga 4 og allir tóku undir. Það var 5. vers í 16. sálminum: „Sjá hjer hve illan enda ótrygð og svikin fá“ o. s. frv. ★ Prestur nokkur sagði kunningja sínum frá því, að þegar hann átti einu sinni að minnast konu á stólnum, hefði alt í einu dottið úr sjer botninnr og gat hann aldrei skilið hvað til kom. „Hvað heldurðu að jeg hafi tekið til bragðs?" Hinn gat ekki giskað á það. „Jeg sagði amenl'*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.