Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 1
JFftðrðunMaðsíns 3. tölublað. Sunnudaginn 26. janúar 1941. XVI árgangur. Frd starfscmi hins fimtuga Versl- unarmannafjelags Reykjavíkur Samtal við formann fjelagsins Friðþjóf Ó. Johnson _ •'*\27. janúar fyrir 50 árum komu rúmlega 30 menn úr verslunarstjett hjer í bæ saman á fund til þess að stofna Versl- unarmannafjolag Reykjavíkur. í dag er þetta fjelag meðal fjöl- mennustu fjelagssamtaka höfuð- staðarins. Þessa hálfa öld, sem Verslun- armannafjelag Reykjavíkur hefir starfað, hefir bærinn tífaldast að mannfjölda. Vöxtur bæjarins hefir farið fram að heita má jafnt og þjett. En verksvið þessa fimtuga fje- lags og gengi þess hefir verið nokkrum sveiflum undirorpið. Fyrstu árin var fjelagsstarfsem- in fjölbreytt og með miklu fjöri. En þegar stofnendurnir fóru að eldast og þreytast, eða týna töl- unni, hnignaði fjelagsstarfseminni um skeið. Samtakamáttur og áhugi verslunarmanna til fjelags- legrar samvinnu þvarr um stund. Á tímabili voru horfur á, að fje- lagssamtök verslunarstjettarinn- ar myndi skiftast í tvent, í at- vinnurekenda- og launþegafjelög. En svo mikil gifta fylgdi fjelags- skap verslunarmanna, að þessu varð afstýrt í tæka tíð. Verslun- armannafjelag Reykjavíkur er eitt af þeim fáu fjelögum, þar sem vinnuveitendur og starfsmenn þeirra vinna hlið við hlið að vel- ferðarmálum stjettarinnar, Hefir Fríðþjófur Ó. Johnson. fjelag þetta með því sýnt öðrum stjettarfjelagsskap í landinu eft- irtektarvert og eftirbreytnisverr fordæmi. Fyrir tveim árum hóf V. R. út- gáfu mánaðarritsins „Frjáls versl- un“. Er janúarhefti þessa rits að sjálfsögðu helgað þessu fjelags- afmæli. Eru þar margar greinar um starfsemi fjelagsins frá fyrstu tíð og alt fram á þenna dag. Ef hjer ætti að rita eins ítarlega um fjelagið og sögu þess, yrði það of langt mál í Lesbók. Fyrir nokkrum árum síðan tók Friðþjófur Ó. Johnson við for- mensku í V. R. Hefir starfsemi fjelagsins eflst mikið á þessnm ár- um, og fjelagsmönnum fjölgað um helming. Jeg átti hjer á dögun- um tal við Friðþjóf um fjelagið í tilefni af fimtugsafmælinu, og spurði hann um starfsemi þess, eins og hún er nú, og helstu framtíðarfyrirætlanir, sem fyrir stjórnendum þess vaka. — Hve margt fjelagsmanna er uú í V. R. ? spurði jeg Friðþjóf. — Þeir eru á 8. hundrað, og fer ört fjölgandi. Enda eru það mikið fieiri karlar og konur hjer í bæn- um, sem hafa rjettindi til þess að ganga í fjelagið. Jeg gæti trúað, að þeir væru mikið á 2. þúsund. Rjettindi til að gerast meðlimir í V. R. hafa þeir, sem starfað hafa 2 ár að verslun, eru 18 ára að aldri og aðhyllast frjálsa verslun- arstefnu. í fjelaginu er hávaðinn af öll- • um kaupmönnum bæjarins. En þó eru starfsmenn verslana eða laun- þegar þar í miklum meirihluta. Hafa þeir líka mest áhrif á stjórn fjelagsins og hefir svo verið jafn- aðarlegast alt frá byrjun. — Hvernig hefir samvinnan ver ið milli vinnuveitenda og starfs- manna innan fjelagsins? — Hún hefir altaf verið góð, og get jeg ekki'annað sagt en að hún hafi hin síðustu ár verið hin ákjósanlegasta. Lengi vel voru afskifti fjelags- ins af launamálum eða öðmm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.