Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 6
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — „Skáldið er tilfinning heims- ins, og það er 1 skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“ (bls. 48 — fyrra vísuorðið í tilvitnuninni í sálminn, sem kemur þarna á eft- ir, er afbakað). — „Það var eng- inn minni maður (ingen mindre Mand) en P. P. framkvæmdar- stjóri sjálfur" (bls. 59). — „Börn eiga að . . . ganga með krækling út úr öðru munnvikinu og marfló út úr hinu í staðinn fyrir brjóst.- sykur“ (bls. 72). — „Hún . . . hjelt á einum ýsubeinsfugli, tákni mannlífsins“ (bls. 78). — „Hann . . . sá í andliti hennar líf heillar konu með spennandi æfintvrum og skálkapörum utan enda“ (d.: uden Ende, setningin er því lík- ust sem höf. hefði þýtt hana úr dönsku, en bara misskilið ögn a einum stað: þýtt „et helt Kvinde- liv“ með „líf heillar konu“, bls. 79). — „Enn fann hann þetta heita sterka handtak gera inn“ (bls. 81). — Hjer er ein af hin- um snjöllu kvenlýsingum höf.: „Andlit hennar var sterkt eins og skipshúfar, krúnumyndað enni, breitt munnstæði með þykkri neðri vör, hin björtu opnu augu sátu (d. sad) undir loðnum brún- um“ (bls. 84). — Á bls. 92 er talað um „fyrirheit utan enda" (Forjættelser uden Ende), og á bls. 93 um „andlit upphafningar- innar". — „Þótt hann bæri þung- an niðri gat ekkert fengið hann til (kunde intet faa ham til“) að mæla særandi orð við grátþrungið mannsbarn og guð þess“ (bls. 97). — „Hvers vegna láta hana gjalda þess að rödd hennar skuli ekki hafa unga munuðfulla spenn- ingu, mál hennar ekki saman- standa af viðfeldnu upplýstu orðavali? Yar hann . . . aðillinn til að refsa henni — fyrir ávant- anir sem hún átti ekki sök áí . . . Hún var fulltrúi þess mannkyns, sem hann var sjálfur óaðskiljan- lega samkolka, ástríðum hlaðið“ o. s. fr. (bls. 114). — Á bls. 115 er talað um „þessa flatkollóttu, óblektu, klígjandi lífstrú sem er inntak hverrar nýrrar trúlofun- ar“ — málsgreinin öll bersýnilesra hugsuð á dönsku og síðari snúið á slæma ísl. — m. a. er „klígj- andi“ notað í skakkri merkingu. „Einn dag . . . hitti skáldið sjálf- an sig á brautinni í beittri frost- hríð“ (bls. 136). — „Örn Úlfan hvesti augun á vin sinn endur- nýjuðu viðbragði og svaraði á öðru registri en fyr“ (bls. 159. — „Það . . . safnaðist fis í pundum á nefið á prestinum" (bls. 167). — „Sigurður Fáfnisbani . . . hafði nú næsta bústinn bjúga‘‘ (bls. 174 — hvað „bjúgi“ þýðir veit hof. líklega, en tæpast margir lesend- ur). — „Einstöku maður leit í dálítið bjálfalegri forundrun á þetta hljóðandi jesúdýr'1 (bls. 183). — „Ólafur Kárason var einnig í uppnumdu sálarástandi' ‘ (bls. 191). — „Hann . . . streðaði áfram eins og gamall jálkur án sálarlífs“ (bls. 223). — „Það færðist í grát hennar uppnuminn krampakenndur fögnuður“ (bls. 232).-------„Svo mörg eru þessi orð“ og yrðu miklu fleiri þó, ef öllu væri haldið til haga. V. Fjórða og síðasta bók þessa mikla skáldrits er Fegurð himinsins. Úr henni hefir Kr. E. A. sjálf- ur lesið nokkur blóm, eins og fyr er getið, og knýtt úr þeim sveiga í dýrðarkórónu H. K. L. Þótt sumum kunni að þykja það vera að bera í bakkafullan lækinn að fást við meiri blómalestur þarna, þá langar mig samt til, vegna þess að af svo miklu er að taka, að bæta við fáeinum dæmum, úr þessari bók líka, um hið „við- feldna og upplýsta orðaval, sem mál H. K. L. samanstendur af“. „Hún . . . hjelt áfram að . . . fara með sama viðlagið, sömu hrynjandina án lags og inntaks" (uden Rythme og Indhold — bls. 50—51). „Jasoni var það metnað- armál að gegna þessu lögreerlu^ embætti af fullkominni skyldu- rækni, þó ekki án þess að (dog ikke uden at) tempra rjettlætið við miskunina" (bls. 88). — „Skáldið fór ofan í vasa sinn eft- ir brauðsneiðunum án þess að hætta (uden at ophöre) að tví- stíga og berja saman fótunum“ (bls. 88). — „Göngulagið er blakurkent án sáttmála við hinn fasta grundvöll“ (bls. 195). — „Lokkarnir hrundu . . . án flíru- skapar um háls og vanga“ (bls. 203) . — „Hún . . . horfði á hann undrandi og ekki án þess að (ikke uden at) finnast fátt um þetta fyrirvaralausa ávarp“ (bls. 204) . — „Brosið . . . var æskau sjálf, ópersónuleg og án skugga“ (bls. 210). — „Hún horfði á hann sínum bláu djúpu augum, þess- um vorhimni án teikna, sem býr yfir endalau,sum fyrirheitum“ (þetta er framför: í „Húsinu“ var talað um „fyrirheit utan enda“), „án þess að tjá neitt, sem verður bundið í orð“ (bls. 218). —- „Hún talaði stutt og æðrulaust án löngunar til að tjá sig“ (bls. 219). — „Hún brosti við honum . . . án skilorðs" (bls. 227). — „Skáldið hjelt áfram að virða fyrir sjer vanga hennar þar sem hún hallaði sjer ífram yfir borð- stokkinn og hgrfði mót ókunnum fjöllum“ (bls. 219). — „Hún horfði þögul mót hinum ókunnu leiðum“ (bls. 227). — „Hann lyfti andlitinu mót upphafinni kyrð jökulsins" (bls. 260). — „Allir báru þungan niðri fyrir framtíð- inni“ (bls. 76). — „Fjölskylda hússins bar þungan niðri fyrir skáldi sínu“ (bls. 192). — „Dótt- irin var tiltölulega (forholdsvis) einföld á svipinn" (bls. 8). — „Lífið gerist í tveim skautum og er upp á móti sjálfu sjer og það er þessvegna sem það er líf“ (bls. 15 — þetta er ein af mörgum „heimspekilegum niðurstöðum" höf.). — „Gimbillinn og rakkinn höfðu einnig reist höfuðin strang- lega“ (bls. 16). — „Á síðasta Færeyingaballi var nefið bitið af tveimur og slitið eyra af þeim þriðja og kvenfólki haldið uppi á fótunum í miðjum danssalnum og gert ýmislegt fleira til blóra“ (við hvern? — bls. 22). — „Hlaupa-Halla [þessi, sem átti börn með karlmönnum, sbr. Höll sumarlandsins] eignaðist níu börn í tólf sveitum" (bls. 22 — hún hefir þá a. m. k. þrisvar alið fram- eða afturpart af barni í annari sveitinni og afganginn í hinni). — „Það kom fram (í augu prests- ins) svipur af þeirri mjög svo sjaldgæfu alnálægð hins eilíft mannlega, sem á ef til vill hvergi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.