Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89 jafn óvefengjanlega heima og í augum gamals svíns“ (bls. 24). — „Það var eitt af þeim sjaldgæfu föllum (et af de sjældne Fald) í lífinu sem það ber árangur að skrifa brjef“ (bls. 40). — „Svo eru fimm ár liðin með þessum lymskufulla hætti sem tíminn stelst frá hjartanu" (bls. 43). — „Hún virtist eiga uppruna sinn í efnafræðinni" (bls. 47). — „Hann sagði . . . hvernig drottinn var.... fæddur af -konu að óbrugðnum lið“ (bls. 52). — „Hún var lág vexti og útblásin, andlitið með stórum gljáandi kinnunum minnti á smeltan leir, augun eins og sár- ið í brotnu járni“ (bls. 119 — þetta er enn eitt dæmi um hinar snjöllu kvenlýsingar og skáldlegu samlíkingar höf.!). — „Hún var játsi þess“ (bls. 119). — „Hún mælti enn í þessum gamalkunna rómi tveggja eiginleika" (bls. 161). — „í stað dómkyrkjuprests- ins kom langt og leiðinlegt kapi- lán“ (bls. 186). — „Sýnir þess lands sem rís skáhallt við veru- leikann vildu ekki birtast hon- um“ (bls. 188). — „Jafnvel morð- inginn kom til þess að þegja við hann og horfa á hann utan úr sinni ótilkvæmu fjarlægð, þaðan sem allir hlutir virtust hjegóm- inn einber, utan aðeins einn- (udefra sin utilnærmelige Fjern- hed hvorfra alle Ting syntes lutter Forfængelighed, uden en eneste — bls. 192). — Þótt eitthvað í hör- undinu ætti skylt við rjóma gró- andans stóð hún þó nær jurtun- um, einkum þeim sem bera svo viðkvæm blóm að þau taka fingra- förum.við snertingu" (bls. 203). — „Það var mannasvaðall og ær- usta. Um síðir tókst henni að fá vitneskju um hvar hún átti að vera til herbergis. Hann antvist- aðist koffortið“ (bls. 209). — „Hún horfði á hann lokuðum munni“ (bls. 211). — „Hið fín- bygða andlit (det fint byggede Ansigt) með .- . . ljettri efrivör sem einatt beraði hvítar meitil- formaðar tennur til hálfs í óvís- vituðu hrosi — því lengur sem hann virti það fyrir sjer þeira mun háðari varð hann þessum munuðsæla ofnæmisdraumi sjálfr- ar náttúrunnar, sannfærður urn að það var aðeins á valdi skálds að skynja þessa sýn frá rótum, þetta geisl rafsins mitt í gliti málmanna, þennan kvint á meðal lúðurs og bordúns (bls. 212). — „Hjartaknosarinn ... aðhyltist þá skoðun að hver sá sem ekki tryði á Þorgeirsbola væri geðbilaður; að öðru leyti virtist hann eiga heima á venjulegum þingmála- fundi“ (bls. 213). — „Mjúk og óstyrk hönd með köldum þvala hafði leitað skjóls í lófa skálds- ins eins og titlingur fyrir vargi“ (bls. 217). — „Gáfaður menta- maður fellur í óreglu“ („að leggj- ast í óreglu“ er sagt á ísl., hitt er ill danska — bls. 219). — „Feg- urðin stendur nær því ljóta en nokkuð annað“ (bls. 219). — „Þau voru í grýttum vegi“ (of- aníburður, eða hvað? — bls. 227). — „Áður hafði borið mest á stór- menni af sala hjartaknosarans“ (hver skilur?), „nú komu á sjón- arsviðið framherjar smærra stíls“ (bls. 229). — „Hann gaf staðar á götunni líkt og skotinn' ‘ (bls. 232). — „Gleði hans virtist mælitæk aðeins í hestöflum (bls. 238). — „Hljóðmyndunin lýsti 4- kveðnum aðalbornum alþýðleik, með sterkum keimi af sveit“ (bls. 241). — „Sinn fyrsta mann elskar hún að minnsta kosti þrátt fyrir þjáning sína, það er vísirinn til sængurkonunnar“ (bls. 246). — „Hinn fyrsti — hann var ... ljóð- ið sjálft, hið nakta ljóð bak Ijóð- anna“ (bls. 247).-------- Hjer verð«r að láta staðar numið, ekki vegna þess, að sú náma orðkringi og speki, sem Ólafs saga er Kárasonar, sje á þrotum, heldur hins, að dagur- inn er liðinn „með þessum lymsku- fulla hætti sem tíminn stelst frá hjartanu“. — Þess skal getið, að ekki hefir verið hirt um það í til- vitnununum, að halda stafsetningu höf., því að hún sjerkennir hann ekki verulega, og þar hefir hanr. engin met sett. Aftur á móti er hann vafalaust methafi í grein- armerkja-sparnaði, eða, rjettara sagt, kommu-sparnaði, því að það kveður lítið að sparnaði á öðrum greinarmerkjum. Kunnátta höf. í því að greina sundur málsgrein- ir er m. ö. o. viðunandi, en vegna kommu-sparnaðarins verður hitt ekki fullyrt, að hann geti greint sundur setningar, þegar fleiri eu ein er í málsgrein. Hvað sem um það er, þá er hitt víst, að kommu- sparnaðurinn er eitt af sjerkenn- unum á ritmensku hans, og hefi jeg því reynt að gæta þess að raska á engan hátt greinarmerkja- setningu í tilvitnununum. Vel getur samt verið, að jeg hafi ein- staka sinnum sett þar kommur á rjettum stað í ógáti, og ef mjer hefir orðið það, bið jeg höf. vel- virðingar á því. ★ „í framtíðinni þegar mín mynd er löngu liðin, þá verður ekki spurt hvað skáldið át í mál nje hvort hann svaf vel á næturnar, heldur: hafði hann íslenskt orð- færi? orti hann hreint? (Hús. sk., bls. 122). Þessi orð, er H. K. L. leggur Ólafi Kárasyni Ljósvíking í munn, ætti hann að hafa í huga, þegar hann ritar næstu bók sína. ★ Kunningi minn einn, er jeg sýndi greinina hjer á undan, kannaðist að vísu við, að ekkert væri þar ofhermt um hinn „ilm- andi skáldskap“ og allar tilvitn- anir rjettar, en honum fanst, að jeg hefði líka átt að geta um og taka upp tilvitnanir úr þeim köfl- um sögunnar, sem vel væru gerð- ir. „Stundum dottar jafnvel hinn ágæti Hómer“, sagði hann. — Rjett er það að vísu, svaraði jeg, en H. K. L. dottar ekki, hann „sker hrúta“, og ekki bara stund- um, heldur langoftast. Og að vísu koma fyrir kaflar í skáldritum hans, sem ekkert af góðskáldum okkar fyr nje síðar þyrfti að skammast sín fyrir, en þeir eru svo fáir og strjálir, að þeir minna helst á einstök skrautblóm í arfa- garði; það ber svo sem ekki neitt á þeim innan um hinn grósku- mikla arfa. VI. Enskur rithöfundur — jeg man ekki hver, nje hvar jeg las — segir eitthvað á þessa leið:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.