Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÖSINS 55 úr marglitum glerjum, sem gefa birtunni þann dulræna, seiðandi blæ, sem jafnan fylgir hálfrökkri. Þessi glermálverk í hinum stóru gotnesku dómkirkjum höfðu einn ig annan tilgang; þau voru nokk- urskonar myndabiblía, þar sem almúginn, — sem oftast var lítt læs — gat sjeð hina helstu við- burði sem hin helga bók greinir frá. Talið er að glermálverk hafi verið gerð fegurst á 13. öld í dómkirkjum Frakklands. í Þrándheims dómkirkju eru mörg gluggamálverk og vegleg. Síðan 1908 hefir kirkjan haft eig- ið verkstæði fyrir þessa iðju. Norskur málari, Gabriel Kelland, hefir veitt því forstöðu, teiknað frummyndirnar og stjórnað verk- inu. í neðstu gluggunum eru myndir lir biblíunni, af hinum merkustu viðburðum sem ritningin greiniv frá, en litlir kringlóttir gluggar fyltir út með allskonar skrauti. En í efri gluggraröðinni eru að- allega myndir af helgum mönu- um, einum í hverjum glugga — og þurfa þær að vera stórar, til þess að sjást vel af gólfinu. Þar má augum líta hina 4 norsku dýr- linga, Sunnevu, Hallvarð, Magnús og Ólaf; spámenn úr gamla testa- menti og fleiri höfðingja hinnar kristnu kirkju. Hefir Gabriel Kelland haft tvo menn sjer til aðstoðar við verkið, i rúm 30 ár og þar að auk tvo ráðunauta, sem líta eftir að rjett sje farið með alt, hvað helgisið- um og fornfræði viðvíkur. Því mikils þykir um vert að til alls sje vandað og að alt sje rjett, bæði stórt og smátt. ★ Jeg gerði mjer ferð til Þránd- heims er jeg var staddur í Noregi, seint í nóvember 1937, er jeg var á leið til íslands frá Danmörku. Jeg gat aðeins leyft mjer að dvelja tvo daga í Þrándheimi. Frá vini mínum í Osló hafði jeg með- ferðis brjef til dr. Fredrik B. Wallems, forstöðumanns listiðnað- arsafnsins í Þrándheimi, eins hins lærðasta manns meðal Norðmanna. Er hann hafði lesið það sagði hann: „Það er ósk frænda míns að jeg verði leiðsögumaður vðar, Erkibiskupsdyr. hjer í Þrándheimi, og það gleður mig, íslendingur, ef þjer viljið þiggja það. — Þið íslendingar er- uð sjaldgæfari gestir hjer nú orð- ið en fyrrum“. Fyrri daginn skoðuðum við söfnin í borginni og hlýddum kvöldsöng í dómkirkjunni, en síð- ari dagurinn leið við að skoða kirkjuna og hlusta á frásögn hins fróða og glöggskygna leiðsögu- manns, um þetta tignasta musteri Norðurlanda. Honum á jeg að þakka að jeg fjekk góð not af hinni stuttu dvöl minni í Þránd- heimi, og að mjer verður hún ó- gleymanleg. Og síðan hefi jeg oft hugsað til þessarar fögru dómkirkju norsku þjóðarinnar; og sú tilhugsun var kvíða blandin í fyrri hluta apríl- mánaðar síðastliðið ár, þegar útlit var fyrir að stórorusta milli tveggja heimsvelda, yrði um Þrándheim. Því ef sprengjur f jellu þar úr lofti eða skotið yrði á borgina þá væri hinn leiftrandi augasteinn Noregs í mikilli hættu. Vil jeg svo enda þessa frásögu með þeirri ósk að hamingjan forði þessari kirkju frá grandi, svo að norska þjóðin geti síðar þakkað fyrir endurheimt frelsi, frá altari Ólafs konungs, er hún hefir rekið vandala þá úr landi er nú hafa hnept hana í fjötra — og að þess verði ekki langt að bíða. Ragnar Ásgeirsson. Lárus Salómon: 9M, imun y Stefnt var hátt til stærstu vonar, sterkum vilja markið næst. Bleikur Gísla Brynjólfssonar bar sig allra fáka glæst. Hann var allra hesta mestur, horfði fram og sporin jók, enda gefinn aldrei frestur, enginn Bleik frá Haugi tók. Hann á mörgum hestaþingum hafði betur þegar rann. Mótaður af mikið slyngum manni, sem að taumhald kann. Höfuð, faxið hófst að fangi húsbóndans er taumur rjeð, ljet að þeim á ljettpm gangi, líka sýndi tamið geð. Samt á harðri samreið skeði sundurgerð, í steinum gnast. Bráður vilji brann í geði, Bleikur svifti taumum fast. Bleikur stökk sem blossi eldur, blysum sló í skeifna spor. Alinn, vaninn, aldrei seldur, altaf sýndi mikið þor. Lárus Salómons. Taugaóstyrk stúlka fór rakleitt til skipslæknisins, er hún kom um borð í farþegaskipið og sagði: „Ef jeg skyldi verða lasin, lækn- ir, viljið þjer þá segja mjer hvað jeg á að gera?“ „Það er óþarfi", svaraði lækn- irinn, „það kemur af sjálfu sjer“. ★ Rödd í landssímanum: Heyrðu, Siggi, jeg sit hjer fastur. Mig vantar 200 kall. — Jeg heyri ekki hvað þú segir. — Mig vantar 200 kall. — Jeg heyri ekki orð. Símstjórinn: Jeg heyri ágæt- Iega. — Nú jæja, þá skuluð þjer láta hnnn fá þcssar 200 krónur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.