Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Síða 1
JSUorQMnMaösiinð 9. tölublað. Sunnudaginn 2. mars 1941. XVI. árgangur. UafoliUrpmnHmHjá b.K. Hallgerður langbrók Eftir dr. Einar Ól. Sueinsson IV. Að öðru jöfnu er það, sem unt er að fá vitneskju um, mæt- ára en hitt, sem ekki er hægt að vita um, og það einmitt vegna þessarar vitneskju. Athugun á mannlýsingunni í Njálu er miklu merkilegri en hugleiðingar og meira eða minna illa studdar get- gátur um það, hvernig þetta kunni að hafa verið. En því þá ekki að taka mannlýsinguna eins og hún er og athuga, hvort hún fái stað- ist? Látum okkur einu gilda sagn- fræðileg sannindi, sem ekki verð- ur vitað um hvort eð er, en öllu máli skipta skáldleg sannindi þess- arar mannlífsmyndar. Látum sög- una njóta eða gjalda þess, sem í henni er ágætast, list hennar. Þeir, sem borið hafa blak af Hallgerði, hafa bent á, að í sög- unni sje ævi hennar og skapferli skilið og skýrt með andúð, og er það hverju orði sannara. Sagan lætur sjer hægt um kosti henn- ar, nema þá fegurð hennar, sem verður öðrum til ills, en gallarn- ir eru ekki látnir liggja í lág- inni. Við vitum ekki hvað þessu veldur, og það er ólíklegt, að okk- ur verði það nokkru sinni kunn- ugt. En sama máli gegnir um ýms- ar aðrar persónur sögunnar, t. d. Valgarð gráa, Mörð og Skafta Þóroddsson. Jeg er trúaður á, að hjer búi undir einhverjar persónu- legar ástæður hjá höfundi sögunn- ar. Einhver mun segja sem svo: Þessi þykkja höfundarins til Hall- gerðar spillir mannlýsingunní, gerir hana grunnfæra, ómerkilega og ranga. Ekki þarf það að vera. Andúðin á til sinn skarpa skiln- *• ing. Það má leita lengi að annari eins lýsingu á Lúðvík XIV. og þeirri, sem Saint-Simon gefuj, og ber hún þó ekki vott um vinar- þel til konungs. Saga Tacitusar af Rómverjakeisurum er engin sól- skinssaga, og héfir hann þó verið kallaður mesti sálfræðingur meðal sagnaritara. En vitanlega verður lesandinn að sjá við þessari and- úð, að sagan túlki ekki atburðina of vilhalt, svo að túlkunin sam- ræmist ekki atburðunum, og verð- ur þá að meta frásögnina af þeim meira. En hitt er skylt, að reyna fyrst af öllu, hvort þetta fái ekki samrýmst, ef nærfærnislega er að farið. Og lesandinn verður að láta sem sjer liggi lífið á að skilja alla hluti, komast að rjettri niður- stöðu, en hann verður orðalaust að láta sjer lynda hver sem niður- staðan er. Hann á að fara að eins og læknir, sem reynir að öðlast sem sannasta mynd af sjúklingi og lætur ekki óskir sínar villa sjer sýn. Það er eitt megingildi mikillar listar, svo sem mikilla leikrita eða sagna, að gefa færi á að skygnast inn í leyndardóma maunlegs lífs, við stöndum nægi- Tega langt frá til að vera óháðir þyí sem saet er frá. eins og læku- irinn, en líka nægilega nærri til að sjá alt og heyra og á vissan hátt lifa og reyna það. Lítum þá á frásögn Njálssögu af Hallgerði, og er fyrst ætt henn- ar og uppruni og æskuár. Það mál hefir oft verið rakið áður í afsök- unarskyni fyrir hana, en sá er ekki tilgangurinn hjer; það er engin ástæða að afsaka neitt, held- ur aðeins að reyna að sjá hlutina eins og þeir eru, ef vera mætti að vjer fyndum rauðan þráð nauð- synjarinnar í allri ævi hennar. Og út fyrir takmörk sögunnar er ó- heimilt að fara. Lesandinn sjer Hallgerði fyrst á þeim árum, þegar hún er að kveðja bernskuna, leika sjer á gólfi með öðrum meyjum: hún er fríð sýnum og mikil vexti og hár- ið fagurt sem silki og svo mikið, að það nær niður á belti. En það er eitthvað í svipnum, sem föður- bróður hennar getst ekki að: „Ærit fögr er mær sjá, ok munu margir þess gjalda, en hitt veit ek eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir várar“. Þetta atvik hefir verið ásteytingarsteinn ýmissa manna, en hver mun sá, sem ekki kannast við það hugboð og hug- þokka, sem kemur skyndilega fram, ekki síst þegar við sjáum mann eða konu í fyrsta sinni. Að- eins er sá munurinn, að við nefn- um það vanalega ekki á nafn við nokkurn mann, s(st ef það er ó- geðfelt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.