Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 4
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS líka vel deilur hans og vígaferli, hún vill að eitthvað gerist, hún dregst að því sem er ofsafengið; hún vill, að sinn eiginmaður sje ekki undanlátsamur við óvini, er með honum, þegar hann lætur hart mæta hörðu ,og þykir lítilmótlegt hik hans og samviskusemi. Um framtíðina og afleiðingarnar hugs- ar hún ekki, lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. En loks kemur svo málum Gunn- ars, að hann er gerður útlægur af Islandi þrjá vetur. Hann er riðinu að heiman, en snýr aftur, hættir við ferðina. „Hallgerðr varð fegin Gunnari, er hann kom heim, en móðir hans lagði fátt til", segir sagan. .Hver mun kunna að segja, hvers vegna hún fagnaði komu hans: Skaut í svip upp í hugan- um gleði að þurfa ekki að sjá af bónda sínum? Eða gladdist húti af þeim skörungskap Gunnars, að hann vægði ekki fyrir óvinunum? Eða var hún fegin af því að nú varð tíðindavænlegt aftur? Vildi hún honum illa á þessu augna- bliki ? Þessum spurningum verður ekki svarað, sagan gefur hjer enga bendingu, en hitt dylst eng- um, sem kann að lesa hana, að fögnuður Hallgerðar ef ills viti. Nú fara óvinirnir að Gunnari. þegar hann er einn heima með konu sinni og móður, og eru þeir nógu fjölmennir til þess að hanu þarf einskis góðs að vænta. En hann ver sig lengi með boganum og varnar óvinunum að komast svo nærri, að þeir hafi full not af liðsmuninum. En þá læðist að maður og heggur sundur boga- strenginn. Nú er þðrf skjótra ráða. Hann segir við Hallgerði; „Pá mér leppa tvá ór hári þínu ok snúið þit mððir mín saman til bogastrengs mér?" Hallgerður hefir fylgt vopnaskiptunum með gaumgæfni. Nú kemur krafa Gunnars, Hallgerði verður nærri því bilt við að vera komin í leik- inn. Hana langar sjálfsagt ekki að skerða fegurð sína vegna þessa manns, en hún veit kannske varla af því hjá hinu, að nú vaknav gömul minning, ,hún finnur kinn- hestinn brenna á andliti sínu, og sú smán, að vera þjófkend frammi fyrir öllum gestunum, verður aft- ur lifandi og sár; heiftin blossar upp í huga hennar: „Liggr þér nökkut við?" segir hún. „Líf mitt liggr við", segir hann, „því ai þeir munu mik aldri fá sóttan, meðan ek kem boganum við". „Þá skal ek nú", segir hún, „muna þér kinnhestinn, ok hirði ek aldri, hvárt þú verr þik lengr eða skemr". Hálf-ást og hálf-sættir sambúðar'þeirra eru nú svo sem feyktar burtu, hún veit ekki af öðru en kinnhestinum. En hiin er ekki aðeins að launa löðrung Gunnars, heldur er hún líka með einhverjum dularfullum hætti að launa kinnhest Þorvalds og högg Glúms. Jeg hefi nú stiklað á stóru; væri auðvitað margt fleira að segja um þessi aðalatriði í ævi Hallgerðar, hvað þá smáatriðin, sem hjer er hlaupið yfir og þó væri gaman að rekja, en vera má, að þetta nægi til að sýna, að mannlýsingin er ekkert brotasilf- ur, heldur meistaraverk. Hiin hefir til að bera f jölbreytni og misvindi veruleikans, en þó eru öll smá- atriði gædd þeim samfeldleik, að þau hafa sama brag; þetta er ein- staklingsmynd með öllum þeim sjerkennum, sem til einstaklings- ins heyra. Athöfnin er ekki skýrð með einu áreiti, einni geðshrær- ingu, heldur fjölmörgum áhrifum. sundurleitum og frá ýmsum tím- um, í mannlýsingunni kemur fram eftirtakanleg skygni á fjarræn fortíðaráhrif, sem eiga sjer fyrst og fremst farveg í duldum djúp- um sálarinnar, og jeg hefi grun um, að leita megi vel og lensri í bókmentum heimsins fyrir daga höfundar Njálu, til að finna aðra eins mannlýsingu. En í heild sinni virðist mjer þessi mannlífsmynd bera vitni um dýpri skilning á mannlega sál og mannleg mein en skoðanir þeirra manna, sem hafa tekið sier fyrir hendur að verja Hallfferði. Fæ í þessari skvffni er þó ekki fóle-ið nema nokkuð af áerætum mannlvsingarinnar í sögunni, því að við mannhekkinguna bætist framsetningarsráfa, sem er svo snildarlesr, að það er varla ofmælt, að sá sem les NiálssÖEru siái og heyri alt sem gerist. En til þess að ganga úr skugga um það er heppilegast fyrir hvern og einn að leita til sögunnar sjálfrar. 2/ixiaðraaur Víxlabrag þenna orti Þor- steinn Gíslason á fimtugsaf- mæli Landsbankans. Hefir bragurinn síðan verið í fór- um Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra. Farg af víxlum, Magnús minn, marga orku lamar. Víxlaður jeg var eitt sinn, verð það aldrei framar. Verst í þinni veislu er, að varð jeg fyrir brigslum. Flestir verða' að þola það þeir, sem ríða víxlum. Fer um vilta veröld hjer víxill ýmislegur. Það, að fræða fólkið, er falskur gróðavegur. Leiðin þín er löngum duld: Lánar fjörutíu, hækkar krónu, hækkar skuld, heimtar áttatíu. Það var svo, en þrátt fyrir alt, þrátt fyrir gengisránið, fylstu þakkir fá þú skalt fyrir víxlalánið. Bið jeg: inn í bankann þinn berist auður nægur. Harðni' í ári hjálparinn, Hambró karl, sje vægur. Þigðu' að lokum þetta ljóð. Þrífstu vel og lengi. Linni kreppu, land og þjóð lyftist hátt í gengi. Þ. G. Elsti maður í heimi andaðist fyrir skömmu í Rúmeníu. Hann varð 122 ára gamall og hafði aldrei verið veikur á ævinni, fyr en hann fjekk lungnabólgu, er dró hann til dauða. Hann tók þátt í þremur stríð- um móti Tyrkjum, og vann alla sína ævi, uns hann var orðinn 117 ára gamall. Hann lætur eftir sig 131 barn og barnabarn, þar á meðal áttræðan son.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.