Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 6
78 lesbOk morgunblaðstns sökkva við hlið óvinaskipsim. Missir eins eða tveggja lítilla beiti- skipa var ekkert á móts við mikl- ar skemdir eða eyðileggingu vasa- orustuskips. Nóttin leið og fyrsta daufa ljós glætan sást í austri. Strax og al- bjart var orðið hjeldu bæði skipin í áttina til Montevideo og hjeldu vörð við iitsiglinguna í fljótsmynn- inu. Dagurinn leið og um 10-leyt- ið um kvöldið kom Cumberland frá Falklandseyjum. Það hafði farið leiðina á 34. klukkustundum. Bresku skipin þrjú hjeldu nú vörð saman og flotadeildarforing- inn hafði hugsað sjer bardagaað- ferð ef Graf Spee syndi sig. Dagurinn 15. desember rann upp með nýju vandamáli. Ajax og Aehilles gátu ekki haldið áfram á verðinum nema að þau fengju nýj- ar olíubirgðir. En úr þessu rætt- ist, því olíuskipið Olynthus, eitt af hjálparskipum breska flot- ans, var þarna nærstatt og það var hægt að setja olíu um borð í Ajax á meðan Cumberland og Achilles voru á verði. Þetta var ekki auðvelt verk, en tókst samt. Þenna dag fjekk flotadeildar- foringinn þær frjettir, að Graf Spee hefði fengið undanþágu til að dvelja alt að 72 klst. í höfn, til að hægt væri að gera skipið sjó- fært. Stjórnarfulltrúar Breta og Frakka annarsvegar og Þjóðverja hinsvegar hófu nú samtöl við rík- isstjórn TJruguay. Bretar og Frakk ar mótmæltu að skipið yrði nema 24 klst. í höfn samkvæmt Haag- samþyktinni frá 1907, en þýski ræðimaðurinn bað um leyfi til að Graf Spee fengi að vera 15 daga í höfn. Ríkisstjórn TJruguay bygði ákvörðun sína á skýrslu sjerfræð- ings síns í flotamálum, sem taldi að hægt væri að gera Graf Spee sjófært á 72 klst. Manntjón Graf Spee var 36 drepnir og um 60 særðir. Sam- kvæmt skýrslu flotasjerfræðings- ins hafði skipið orðið fyrir að minsta kosti 27 skotum og þar á meðal hafði að minsta kosti ein kúla hitt stjórnturninn. En Harwood flotadeildarforingi. sem beið utan landhelgi, gat ekki. eins og hann sjálfur sagði í skýrsln sinni: ,,haft neina tryggingu fyr- ir því að Graf Spee reyndi ekki að brjótast til hafs þá og þegar". Spenningurinn við að bíða og vera á verði tilbúinn til orustu var verri en spenningurinn í sjálf ri orustunni. Fyrir dögun þann 16. desember voru öll skipin þrjú á verði fyrir framan suðursiglingarleið fljóts- mynnisins og flugvjelinni frá Ajax var skotið< iit til að hafa gætur á óvinaskipinu. Flugmaðurinn hafði fengið skipun um að fljúga ekki inn yfir landhelgi. Flugmaðurinn sneri brátt aftur með þær upp- lýsingar að ómögulegt væri að sjá neitt vegna misturs yfir strönd- inni. Síðar bárust fregnir um, að Graf Spee væri ennþá í Montevideo og ólíklegt væri að hann færi út þá um kvöldið; en Harwood flota- déildarforingi vildi ekki eiga neitt á hættu. í rauninni var hann ekki lengur flotadeildarforingi, því síð- ar þann sunnudag barst honum skeyti frá flotamálaráðuneytin1!, þar sem hann var skipaður að- stoðarflotaforingi frá og með 13. desember að telja, daginn, sem sjóorustan stóð. Einnig var í skeytinu tilkynt að hann hefði verið sæmdur K- C B. orðunni og skipherrar hans þrír hefðu hlotið C. B. orðuna. Næstu nótt voru Ajax, Achilles og Cumberland á verði eins og áður og um morguninn fjekk Achilles olíu frá Olynthus og síð- an hjeldu skipin áfram að sveima hjá Banco Ingles. Þenna sama dag komu fregnir um að Gref Spee væri að undirbíia sig til að leggja á haf út. Það var búist við að skipið legði út þá og þegar; en jafnvel eftir 4 daga þreytandi bið voru bresku skipshafnirnar, eins og flotafor- inginn kallaði það, „hinir von- bestu". Klukkan 5.30 var frá því skýrt að Graf Spee væri að ljetta akk- erum. Bresku skipin þrjú hjeldu í áttina að aðalinnsiglingunni til Montevideo og skipshafnirnar voru reiðubúnar, hver á sínum stað. Flugvjelinni á Ajax var skotið út og flugmanninum gefin skipun um að tilkyuna um ferðir Graf Spee og einnig þýska skipsins Tacoma, sem vitað var að hafði trkið um borð fjölda skipverja frá Graf Spee. Graf Spee heldur úr höfn. Langsdorff skipherra varð að ákveða fyrir klukkan 8 um kvöld- ið hvort hann ætlaði að vera innau landhelgi Uruguay og láta kyr- setja skip sitt það sem eftir var ófriðarins. Um eftirmiðdaginn hafði annað akkeri Graf Spee ver- ið hafið upp og verkfæri, sem unn ið hafði verið með að viðgerðinni á Graf Spee, sett um borð í annað skip. Tuttugu og einn særðra' manna frá Graf Spee voru sendir á spítala í Montevideo, og kl. 6.35 hjelt skipið hægt úr höfn og var J)ví fylgt af bát hafnarstjórans. 250 þúsund manns horfðu á! ferðir skipsins. Það mátti segja að með síma og loftskeytum væri augum og eyrum alls heimsins beint að þessu eina skipi þenna dag. Tacoma, ,sem hafði tekið um 500 menn af áhöfn Graf Spee, fylgdi á eftir. Þegar Graf Spee hvarf úr aug- sýn þeirra, sem á horfðu í höfn- inni í Montevideo, ,stefndi hann í suðausturátt. Síðar breytti hann stefnu í vestur og í áttina að áln- um, sem veit að siglingarleiðinni til Buenos Aires. Síðar var tilkynt að skipið hefði stöðvast í mynni Plate-fljótsins, og síðar að það hjeldi hægt í suðvesturátt, og að sex björgunarbátar skipsins fylgdu á eftir. Graf Spee sprengt. Það er vitað hvað næst skeði, eftir framburði fjölda áhorfenda, en hjer er lýsing þuls í þýska út- varpinu• „Um sólarlag var Graf Spee sjö og hálfa mílu frá Monte- video. Skipið stöðvaðist og breytti um stefnu, en á með- an beið breski flotinn. Tacoma kom í áttina til Graf Spee, og skip, ,sem flögguðu með fána Argentínu. Það mátti sjá að björgunarbátar hjeldu frá Graf Spee, klukkan 7.55 sett- ist sólin ...... Alt í einu sást rauð eldsúla 100 metra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.