Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Blaðsíða 2
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Hitt veit ek eigi, hvaðan þjófs augu eru komin í ættir várar", segir Hrútur. Hvaða hugmyndir gefur sagan þá um ætt hennar? Föðurættin er Dalamannakyn, og er það gömul höfðingjaætt, sem á til konunga að telja í sumar ætt- kvíslir. Stórlæti drekka þeir í sig með móðurmjólkinni og eru lík- legir til að þola illa svívirðu. En þeir eru vel skapi farnir, vita hvað sjer hæfir, og engin ógæfa fylgir þeim. Móðurættin er vestan af Ströndum, og segir sagan, að Svanur á Svanshóli væri móður- bróðir hennar .fjölkunnugur mað- ur og forn í skapi, maður sem virðir frændsemi og tengdir, en annars sennilega ekkert, í svip hans er eitthvað feiknlegt og ofsa- fengið. Njála gerir ráð fyrir því (alveg eins og Laxdæla um Þor- leik Höskuldsson), að alt hið skuggalega og ósamræma í fari Hallgerðar sje úr Strandamanna- ættinni eða stafi frá blöndun þess- ara ólíku ætta. í uppeldi nýtur Hallgerður sýni- lega eftirlætis föður síns, og æsir það upp stórlæti hennar. En hún á sjer líka fóstrann Þjóstólf, suðr- eyskan misindismann, sem drepur menn, en bætir engan fje, „þat var mælt, at hann væri engi skap- bætir Hallgerði", segir sagan. Þessi maður hefir mælt upp í henni óll brek, og hann hlýðir síðan hverri bendingu hennar, þótt hann virði alla aðra að vettugi. Það vald, sem hún hefir yfir hon- um, er henni óholt, áhrifin frá þessu illmenni eitra huga hennar. Það bætir ekki um, að sú kemur tíð, að hún finnur, að fóstra-trygð hans verður afbrýðisöm, hann ann engum öðrum að njóta henn- ar. Þegar hann skattyrðist við Glúm, segir hann Glúm til einskis hafa afla annars en brölta á maga Hallgerði, og sýnir þetta niðurbælda, en logandi afbrýði- semi. Það er ekki rjett að mikla um of fyrir sjer ástarþáttinn í huga Þjóstólfs, en það er nauð- synlegt að veita honum þó athygli. En af Hallgerði er -það að segja, að hún er ekki gjálíf kona eða daðurgjörn, og er engin ástæða að ætla, að hún komi nokkurn tíma fram við hann öðru vísi en sem fóstra sinn, en vel má henni vera dillað að finna hið myrka vald, sem hún hefir yfir honum, afbrýði hans kitlar kveneðli hennar. Hallgerður er nú frumvaxta, og lýsir sagan henni svo, að hún var örlynd og skaphörð. Þessu næst koma lífsatvikin og fullmóta hana. Hennar biður Þorvaldur undan Felli, lítilhæfur maður, og fær jáyrði föður hennar. En Hallgerði er þessi ráðahagur nauðugur, og þykist hún vargefin, en finst faðir sinn bregðast vonum sínum. Hösk- uldur er ósveigjanlegur. Hallgerð- ur verður að hlýða, en segir þessi konunglegu orð: „Mikill er metn- aðr yðvar frænda, og er þat eigi undarligt, at ek hafa nokkurn". En í raunum sínum leitar hún til Þjóstólfs fóstra síns, og hann gef- ur henni von um, að ráðahagur- inn standi ekki lengi. í brúðkaup- inu, þar sem þeir Þjóstólfur og Svanur vaða uppi, bregður Hall- gerður á sig mikilli kæti, og hún hlær við hvert orð, þegar brúð- guminn talar við hana. Stórlætið" kennir henni að dylja hug sinn, en hláturinn er ósamræmur og uggvænlegur. Þegar kemur í hin nýju heimkynni, er Hallgerður fengsöm og stórlynd, kallar til þess er aðrir áttu í nánd og hefir alt í sukki. En nú þrýtur mat í búi, og krefur hún bónda úr- lausnar.- „Eigi munt þú þurfa at sitja til alls, því at bæði þarf í búit mjöl ok skreið". Hann svar ar og ámælir henni fyrir eyðslu- semi, jafnmikið var ætlað til vetr- arins og áður, nú var alt þrotið, en fyr entist það fram á sumar. „Ekki ferr ek at því", segir hon, „þó at þú hafir svelt þik til fjár ok faðir þinn". Þá reiðist eigin- maðurinn og slær hana í andlitið, svo að blæðir. Hún þykist ekki hafa í önnur hús að venda en til Þjóstólfs og ber sig upp við hann, og hann drepur Þorvald. En Hall- gerður lýkur upp kistum sínum og gefur hverjum heimamanni nokkura gjöf; þeir hörmuðu hana allir. Síðan ríður hún heim á Höskúldsstaði til föður síns. Jeg býst við, að flestir muní dæma Hallgerði vægt í þessum þætti sögu hennar. Hún er nauðug gift manni, sem henni þykir lítjj- mótlegur og hún getur ekki orðið unnandi, og hún getur ekki vænst þess, að faðir sinn veiti henni leyfi til skilnaðar. Hún er harka'- lega barin. Og menn litu öðruiu augum á mannslífið þá en nú. — Annars er vert að gefa góðar gæt- ur að örlyndi hennar, sem sagan talar um; Hallgerður er fúsust að gera og segja alt, sem henni kem- ui í hug, hvor sem það er ilt eða gott. Síðari tíma sálarfræði legg- ur mikla áherslu á að sýna, hvern- ig hinar almennu siðaskoðanir um- hverfis hvern einstakling setjast að í huga hans og mynda bönd eða hömlur, sem halda tilhneig- ingunum í skefjum, svo að þær fá ekki útrás í athöfnum eða orð- um, nema þá svo breyttar, að sam- ræmist siðaskoðununum. En að slík- um hömlum kveður mjög lítið hjá Hallgerði. Nú mundi einhverj- um detta í hug að kenna þetti tímanum, en ekki henni; þannig hafi fólk verið á þeim tíma, en vitanlega var það sundurleitt þá eins og nú. Það má tíl saman- burðar benda á aðrar harðlyndar konur í Njálu, Bergþóru, Hildi- gunni j þeim er alt öðruvísi farið að þessu leyti; það má benda á aðra Dalakonu, Guðrúnu Osvífurs- dóttur, sem líka átti heldur marg- breytta ævi og stóð í mörgu, en hve mikið vald hafði hún ekki yfir hinum miklu skapsmunum sínum, og fyrir bragðið verður hún miklu tignari en Hallgerður. — Nú ber það við, að Hallgerður stillir sig og dylur hug sinn, eu það er þá ekki siðgæðisvitund, sem því veldur, heldur hyggindi, og veit jafnan á ilt, ef hún býr yfir einhverju, sem hún lætur ekki í ljós. Loks reynir Hallgerður það nú á unga aldri, að blóði er út- helt fyrir hana; hætt er við henni blöskri það ekki framar. Jeg hygg meira að segja, að það sje eitthvað í kveneðli hennar, sem nýtur þess, að menn berjast vegna hennar, einhver frumstæð og dulin fýst í djúpi sálar hennar æsist upp við það. Nú kemur annað hjónaband Hallgerðar, sælustu stundirnar í sevi hennar. Hún fær sjálf að ráða gjaforðinu, og hún fær heita ást á Glúmi, manni sínum. Þetta hjóna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.