Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
75
band hefir góð áhrif á hana, hin-
ar fornu raunir gleymast, hún sit-
ur á sjer, segir sagan, hefir stjórn
á örlyndi sínu, en henni er það
ljúft, það er gert af ást, sem bætir
huga hennar. En þá verður hinu
illi andi í lífi hennar, fóstrinn
Þjóstólfur, að láta til sín taka.
Hann fær að vera á heimili þeirra,
og getur hann ekki setið lengi á
sjer. Hallgerður veitir honum
fyrst ekkert eftirmæli, en loks ber
það þó við, að þau hjón verða
sundurorða um hann, og drap
Glúmur til hennar hendi og gekk
burt síðan. „Hon unni honum mik-
it ok mátti ekki stilla sik ok
grét hástöfum“. Þjóstólfur kem-
ur þar að og segir: „Sárt ert þú
leikin, ok skyldi eigi svá oft“, —
er honum ekki óljúft að leika
sama hlutverk og í Þorvalds-þætt-
inum. „Ekki skalt þú þessa hefna“,
segir hon, „ok engan hlut í eiga,
hversu sem með okkr ferr“. En
hann fer ekki að því, heldur veg-
ur hann Glúm, þegar þeir eru í
fjárleit, og kemur síðan til Hall-
gerðar með blóðuga öxi. Hún spyr
tíðinda, en hann segir. „Hon hló
at ok mælti; „Eigi ertu engi i
leiknum". Síðan sendir hún hann
til Hrúts föðurbróður hennar, sem
skilur, að hún veldur ekki víginu,
og drepur Þjóstólf.
Hjer er sjerstaklega vert að
veita hlátri Hallgerðar athygli.
Þegar Glúmur blakaði hana hendi,
höfðu svalandi tárin fallið niður
eftir kinnum hennar; hún var ekki
harðlynd þá. En nú dylur hún ör-
væntingu sína, en hláturinn opin-
berar athugulum manni, að hjarta
hennar hefir brostið við þessi tíð-
indi. En um leið má búa í honum
fyrirboði, hann er álíka óheilla-
vænlegur og hlátur hennar við
Þorvald. Hún hefir nú ákveðið, að
Þjóstólfur skal ekki lifa lengur.
Hann grunar að hún hafi ráðið
honum Loka-ráð, þegar hún sendir
hann til Hrúts, en hlýðir þó.
Eftir' þetta áfall nær hin sjúka
og ósamræma sál Hallgerðar sjer
aldrei. Heillaáhrif þessara fáu
sæludaga eru horfin með öllu. En
nú kemur tíminn og nemur smám
saman burtu sviðann, og það er
eins og hún stirðni í þeim stelling-
um, sem hún er nú komin í; þetta
er líkt og þegar bein manns brotna
og færast úr lagi, en gróa síðan
eins og þau urðu við brotið. Hall-
gerður er fullmótuð, hún breytist
ekki eftir þetta. Lífsatvikin ráða
því, á hvern eðlisþátt hennar er
orkað í þann og þann svipinn, og
líf hennar fer eftir því, en sjálf
verður hún hvorki betri nje verri.
Enn er það eftirtektarvert, að í
djúpi eðlis hennar er eitthvert afl,
sem hefir tilhneigingu til að láta
hörmungar liðinnar ævi endurtak-
ast.
Hallgerður situr nú í ekkjudómi
sínum um stund, en giftist síðan
Gunnari. Þó að um það alt sjeu
miklar frásagnir í sögunni, má
fara fljótt vfir, því að Hallgerður
hegðar sjer alveg eins og vænta
mætti af því sem á undan er geng-
ið, hún er jafn-örlynd og óstilt,
jafn-heiftrækin, er ekki með nein-
ar vangaveltur um það, hvort hún
eigi að þjóna lund sinni eða ekki,
blöskrar ekki ögn að sjá blóð.
Skapsmunir hennar eru æstir og
hún hefir mætur á öllu, sem er
ofsafengið og tilbreytingaríkt.
Þau Gunnar hittast á Alþingi og
líst þegar í stað hvoru á annað;
samstundis biður Gunnar hennar,
og hefir það þótt flas; girndar-
ráð kallar Hrútur þetta. Hjóna-
band þeirra verður ekki farsælt,
enda eru þau mjög ólík. Gunnar
er stiltur og friðsamur og vill ekki
vamm sitt vita, þolir órjett af öðr-
um í lengstu lög, en það þykir
Hallgerði lítilmenska. Þá verður
það og til með þeim hjónum, að
trygðavinur Gunnars, Njáll, er frá
upphafi á móti Hallgerði, og í boði
á Bergþórshvoli misbýður Berg-
þóra, kona Njáls, stórlæti hennar;
einsi og við er að búast lætur hún
sjer það ekki líka. Verða þá úr
því rogaskammir og brigslyrði, og
þegar Hallgerður leitar hjálpar
Gunnars, fær hún hana ekki, og
ekki slítur hann trygðum við Njál,
og hlýtur þetta að eitra sambúð
þeirra hjóna. Allur fyrsti kafli
hjónabands þeirra er heldur erfið-
ur, ,þá drepa húsfreyjurnar hús-
karla hvor fyrir annari, og Hall-
gerði finst Gunnar vera á bandi
óvina sinna. En meistaralega vel
er lýst öllum þeim, sem við þessi
mál koma.
Nú slotar þessari' hríð, og koma
deilur Gunnars. Hallgerður kem-
ur sjerstaklega við fyrsta málið,
skipti Gunnars og Otkels, og er
nauðsynlegt að athuga það. Það
eru harðindi. Gunnar hefir eytt
heyi sínu og mat í allslausa ná-
granna sína, og eru loks þrotin
föng hans. Hann fer þá til Otkels
í Kirkjubæ og falar af honum, en
er vísað frá á þann hátt, að hon-
um er læging í. Eigi að síður
kaupir hann þó þræl af Otkeli.
Hallgerður tekur sjer nærri þessa
ferð Gunnars, og hún sendir um
sumarið þennan sama þræl til að
stela frá Otkeli, en brenna úti-
búr hans. Það er engum efa bund-
ið, hvað fyrir henni Ýakir. Hún
er á sína vísu að hefna Gunnars,
og hún velur til þess það verk-
færi, ,sem henni finst maklegast
til þess, þræl Otkels. Áðiir hafði
á ýmsu gengið um sambúð þeirra,
nú er frá hennar hálfu ekkert því
til fyrirstöðu, að hún batni; Hall-
gerður gengur Gunnari á hönd.
Þvílíkar hvatir búa undir þessu.
En í fornöld var þjófnaður einna
svívirðilegastur allra glæpa, mann-
dráp kunnu menn vel að afsaka,
en þjófurinn var ærulaus, og er
því augljóst, að siðferðisvitund
hennar er mjög úr lagi færð. En
mundi þó nokkurn, sem fylgst hef-
ir vel með sögu hennar, undrast
þetta verk svo mjög? Er ekki
alstaðar sama örlyndið: hún fram-
kvæmir án hiks eða gagnrýni það
sem hana langar til.
En auðvitað þolir Gunnar ekki
að vera þjófsnautur; hann reiðist,
hinn stilti maður, svo að hann
slær hana, þar sem þau standa í
gestaskála, að mörgum gestum á-
sjáandi. Reiði Hallgerðar vegna
kinnhestsins verður miklu sárari
vegna þess hugar til Gunnars, sem
undir verkinu bjó. Hún stillir sig,
eins og þegar hún var gift Þor-
valdi — og það er ekki góðs viti,
þá sjaldan hún gerir það — eu
hún segist mundu launa þenna
kinnhest. Þannig sekkur heift
þessarar stórlátu, harðlyndu og
örlyndu konu ofan í hugans diún
og bíður síns tíma, en snertir ebki
geðbrigði daglegs lífs. Hún rís
ekki gegn manni sínum, hún er
ekbi lengur á því skeiði. Henni