Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Page 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 77 l »Grat Spee« eyði/agður ai eigin áhötn EFTIR TAFFRAIL í tveimur fyrri greinunum hefir verið skýrt frá sjóorust- unni við strendur Suður-Ameríku 13. desember 1939 milli breskra beitiskipa og vasaorustuskipsins Admiral Graf Spee. í þessari síðustu grein er sagt frá því er bresku skipin biðu eftir Graf Spee og er þýska skipshöfnin sprengdi hið fríða skip sitt. Greininni lýkur með frásögn af sjálfsmorði Langs- dorffs skipherra. Harwood flotadeildarforingi hafði engin ráð til að ætla hvort dvöl Graf Spee í Monte- video yrði 24 klukkustundir eða lengri. Hugsast gat, að Graf Spee myndi halda á haf út alt í einu í þeirri von að ná sjer niðri á Ajax og Achilles, áður en þeim bærist liðstyrkur. Cumberland, með 8 þumlunga byssur, var á leið frá Falklandseyjum, en það myndi taka þó nokkurn tíma áður en það kæmi á vettvang. Það var ekki hægt að ráðast á Graf Spee á meðan hann lá við ankeri innan landhelgi Uruguay. Hinsvegar er myndi Plate-fljóts- ins, milli Montevideo og Cabo San Antonio, á strönd Argentínu hin- um megin, um 90 mílur á breidd. Tvennar grynningar eru á þessu svæði, þ. e. Banco Ingles, um 17 mílur suðvestur af Montevideo. Þar er grunnsævi á um 20 mílna svæði umhverfis grynningarnar. Hinar grynningarnar eru hinar 13 mílna löngu Rouen Bank, meira og minna í miðju fljótsmynninu. Það varð að gæta þeirra leiða, sem Graf Spee gæti farið, eftir bestu getd hinna tveggja. skipa, en ástandið var ekki hættulaust. Ajax og Achilles voru langtum veikari skip en Graf Spee og hann gat reynt að komast til hafs í dagrenningu, þegar hann væri svo að segja ósýnilegur í dökku vestrinu, en bresku skipin sæjust vel í birtu hinnar upprennandi sólar í austri Harwood flotaforingi hóf fyrir- skipanir sínar á þessum hraust- legu orðum: „Ætlun mín, eyðilegg- ing“. Síðan skýrði hann frá nauð- syninni á því að halda sjer haf- megin við Graf Spee og skipaði Ajax og Achilles að vera á verði langt úti til hafs um nóttina, en halda svo inn í fljótsmynnið um morguninn. Hugrekki foringja og undir- manna var aðdáunarvert. Engum kom dúr á auga og engum datt í hug að leggja sig. Menn verða að gera sjer í hug- arlund þessi tvö beitiskip, þar sem þau sigldu fram og aftur í al- gjöru myrkri. Varðmennirnir horfðu út í myrkrið og gættu hverrar hreyfingar, sem gefið gæti til kynna að óvinaskipið væri á leiðinni. Aðrir voru á verði við fallbyssurnar og tundurskeyta- hlaupin tilbúnir til orustu á hvaða augnabliki sem var. Kyndarar og vjelstjórar í vjelarrúmi voru tilbúnir að setja á fulla ferð með litlum fyrirvara. Loftskeytamenn sátu alla nóttina með heyrnartól- in á eyrum og hlustuðu eftir skeyt- um. Eitt skeyti sagði frá að Cumb- erland væri að nálgast á fullri ferð. Hinum særðu var hjúkrað og gert var við skemdir á skip- unum eftir bestu getu í myrkrinu. Nóttin milli 13. og 14. desember var nótt eftirvæntingarinnar fyrir skipshafnirnar á Ajax og Achilles. Þeir höfðu átt í orustu allan dag- inn áður og gerðu sjer engar tylli- Kort af Suður-Ameríku. Skipin sýna hvar sjóorustan átti sjer stað. vonir um hvað næsti dagur muni færa þeim. Því þó Graf Spee hefði flúið úr orustunni var hann samt enn sterkur andstæðingur. Ein skothríð af 6670 punda 11 þumlungaskotum Graf Spee, sem hitti beint í mark, gætu auðveld- lega gert út af við lítið beitiskip Margir þessara vösku manna hljóta að hafa gert sjer ljóst hverja möguleika þeir höfðu með og á móti sjer. Annað væri ekki mannlegt. En eftir að hafa sjeð Graf Spee á harðaflótta daginn áður báru þeir fult traust til yfir- manna sinna og báru einnig traust til, sjálfra sín. „Ætlun mín, — eyðilegging“. hafði flotadeildarforinginn sagt. Þessi orð höfðu borist mann frá manni á báðum skipunum. Hugir skipshafnanna fylgdu flotadeildar- foringjanum. Hans var að skipa og þeirra að hlýða. Ef Graf Spee sýndi sig aftur skyldi hann fá aðra ráðningu, eða að öðrum kosti myndu þeir sjálfir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.