Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 125 in mörg, sem hann átti hjer í sókninni, áður en lauk. Um sjera Hallgrím mátti með sanni segja, að hann væri í öllu dagfari sínu prestur í orðsins fylstu merk- ingu, og að hin prúðmannlega framkoma hans væri öðrum til fyrirmýndar í sjerhverri grein. Fyrir því naut hann líka í starfi sínu alla tíð fylstu virðingar og óskoraðs trausts sóknarbarna Hinir sömu eiginleikar prýddu þá ekki síður alla framkomu hans í biskupsdómi. — Honum duldist ekki hver vandi fylgdi vegsemd í þeirri stöðu og það orkar síst tvímælis, að hann átti ekki neina ósk heitari en þá, að starf hans mætti verða kirkju landsins til sem mestrar bless- unar. Jeg ætla, að engum núlif- andi manna sje það öllu kunnugra en þeim, sem þetta ritar, hve mikla alúð hann lagði við starf sitt sem tilsjónarmaður kristn- haldsins með þjóð vorri. Það var vitanlega ekki vandalaust, að taka við hirðisstafnum úr hendi forverans, dr. Pjeturs biskups, sem þjóðin hafði um svo langt skeið litið upp til sem ágæts leiðtoga síns í andlegum efnum. En jeg fæ ekki betur sjeð, en að hirðisstafurinn sómdi sjer einnig hið besta í hendi eft- irmannsins í tilsjóilarstarfinu. Dr. Pjetur var orðinn fullaldr- aður — 58 ára — er hann gerð- ist biskup, og því var þess naumast að vænta, að hon- um entust kraftar til að sinna yfirreiðum, svo sem þörf var á. Hann rækti þá ekki heldur það starf nema 7—8 fyrstu árin af 23, sem hann var biskup. Hallgr. biskup aftur á móti byrjaði starfið 10 árum yngri, og þar sem yfirreiðar höfðu ekki verið stundaðar í 14—15 ár, er hann tók við embættinu, hlaut það að liggja næst fyrir, og að verða honum hið mesta áhugamál, að taka upp aftur yfirreiðarnar, sem svo lengi höfðu legið niðri. Og þess er þá síst að dyljast, að þar setti Hallgrímur biskup met, er hann á fyrstu 13 árum biskupsdóms síns fjekk vísiterað 194 kirkjustaði, og voru þó yfir- reiðar vissulega mun erfiðari í hans tíð en okkar eftirmanna ms, með hinum síbatnandi samgöngum bæði til lands og sjávar. Ekki stóð Hallgrímur biskup heldur forvera sínum að baki sem skrifstofumaður. Af- greiðslur hans voru hinar vönd- uðustu; hvert mál, sem til hans úrskurðar kom, var vandlega íhugað og tillögur hans prýði- lega rökstuddar, jafnvel þótt um smávægileg atriði væri ein- att að ræða. Jeg hefi sjálfur kynt mjer allan þorra þeirra brjefa, sem út fóru frá skrif- stofunni í biskupstíð hans og hafði oft mikinn stuðning af þeim eftir að jeg komst sjálfur í þá stöðu. Og alveg sjerstaklega hefi jeg oft dáðst að því, hve rjettdæmur hann var og þó jafn framt mildur í dómum sínum þegar um ávirðingar var að ræða hjá einhverjum þeirra, sem hann var settur yfir. ósjaldan heyrðist Hallgrími biskupi það til foráttu fundið, hve lítið hann hefði fengist við ritsmíðar. En jeg er hræddur um, að þeir sem fundu honum slíkt til foráttu, hafi ekki gert sjer fyllilega ljóst, hve annsamt dópikirkjuprestar vorir hjer. 1 bæ hafa lengst af átt og Hall- grímur biskup ekki síður en aðrir, þau nærfelt 18 ár, sem hann átti prestsembætti að gegna. Með öllu því annríki, sem hann átti við að búa, er blátt á- fram óbilgjarnt að skoða það sem vott áhugaleysis um bóka- gerð, hve lítið liggur eftir hann af ritsmíðum frá prestsskapar- árum hans. Og þar tjóar síst sam anburður á honum og forvera hans, enda eru flest ritverk for- verans (einkum hinar „upp- byggilegu" bækur hans) orðin til á því 20 ára tímabili, er hann átti hinu næðissamasta embætti að gegna, sem guðfræðikennari á prestaskólanum. Alt að einu má það ekki gleymast (þótt því virðist nú almennast gleymt) hvern þátt Hallgrímur biskup átti í endur- skoðun biblíunnar á árunum 1897—1906. Mér er næst geði að álíta, að það verk væri enn óunnið, ef Hallgríms biskups hefði ekki við notið. Ekkert sje fjær mjer en að gera lítið úr því verki, sem þeir vinir mínir, Haraldur prófessor, — og síra Gísli Skúlason lítilsháttar — unnu þar að lagfæringu gamla testamentisþýðingarinnar með samanburði hinnar eldri þýðing- ar og frumtextans hebreska, sem einatt varð að fullkominni endurþýðingu. En hitt má ekki liggja í þagnargildi, að það var biskup, sem stjórnaði öllu verkinu og hafði þar yfirumsjón, ásamt þeim ritsnillingunum Þór- halli lektor og Stgr. Thorsteins- son. Og sama er að segja um end urskoðun og lagfæringu nýja testamentisins, sem við þrír, kennarar prestaskólans, tókum að okkur. Eins og frumkvæðið einnig var þar Hallgríms bisk- ups, eins má segja, að hann stjórn aði verkinu, þótt aðalsamanburð urinn á þýðingunni og frumtext- anum gríska lenti á okkur kenn- urunum. Mér finst rjett og skylt, samkvæmt hinni góðu og gildu reglu „þeim heiður, sem heiður ber“ nú á aldarafmæli Hallgríms biskups, að minna á hinn mikla góða og virka þátt, sem hann átti . í þessu starfi. Átta vetur kom- um við saman á heimili biskups frá október til apríl loka, hvor nefnd tvisvar í viku, venjulega 21/2 stund í senn, til þess að yfir- fara sameiginlega það, sem heima hafði verið unnið. Og þótt biskup tæki ekki að öðru leyti þátt í starfinu, þá sýnir þetta nógsam- lega lofsamlegan áhuga hans á framkvæmd þessa þýðingarmikla endufrskoðunarstarfs, sem hann átti sjálfur frumkvæðið að og tók virkan þátt í allan tímann, sem að því var unnið. Jeg hygg, að allar stundimar, sem umsvifa- mikið embætti hans ljet honum eftir, hafi verið helgaðar þessu starfi öll árin, sem að því var unnið. Mig rekur ekki minni til þess, að biskup ljeti nokkru sinni, vegna embættisannríkis, fund falla niður alla þessa vet- ur. Að jeg hefi gerst svo orð- margur um þetta mál, orsakast af því, að mjer hefir fundist þátt r töku Hallgríms biskups alt of

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.