Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 12
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mr. Winston Churchill skoðar deild franskra sjóliða, sem berjast með de Gaulle. skotmörk sín í myrkrinu með hárfínni nákvæmni, hefja á- rásir sínar oft við þjetta loft- varnaskothríð og bíða stundum þungbært tjón um leið og þeir greiða iðnaðar- og hernaðarhverf um nasismans þung högg. ★ — Staðreyndin er sú, að inn- rás í stórum stíl í þetta land er orðin margföldum erfiðleikum bundin frá því að vjer björguðum her vorum frá Dunkirk. Og hinir miklu yfirburðir vorir á hafinu hafa gert okkur kUeift að líta í aðra átt, beina kröftunum í vaxandi mæli til Miðjarðarhafs- ins gegn þeim óvini, sem án minsta tilefnis, stakk rýtingnum í bak Frakklands á neyðartímum þess, og nú gengur gegn oss í Afríku. Fall Frakklands hefir auðvitað mjög veikt stöðu vora þar eystra. — Margir, sem hafa skrifað mjer, hafa beðið mig þess, að gera við þetta tækifæri ýtarlegri grein fyrir hernaðarmarkmiði voru og hvernig þeim friði yrði háttað, sem að styrjaldarlokum verður saminn, heldur en gert var í yfirlýsingu, sem áíiur hefir verið gefin út. Síðan höfum vjer tengst bönd um við Holland, Noreg og Belgíu. Vjer höfum viðurkent hina tjekk nesku stjórn dr. Benes, og vjer höfum lýst yfir því, við de Gaulle, að sigur vor hafi í för með sjer endurreisn Frakklands. Jeg hygg, að það væri ekki hyggilegt nú, meðan orustan geis ar og stríðið er e. t. v. á fyrsta stigi, að láta hátt um framtíðar- skipulag Evrópu eða um öryggi, sem vjer yrðum að veita þjóðun- um, til þess að mannkyninu verði þyrmt við þriðju heimsstyrjöld- ina. Sá grundvöllur, sem vjer berj umst á, er ekki rtýr. Þeim hug- sjónum, sem á honum byggjast hefir margsinnis verið haldið fram af öllum frjálsum ,og góð- um mönnum. Áður en vjer hefjum endur- byggingarstarfið, verðum vjer að hafa sannfærst um, að harð- stjórn nasismans verði að vera brotin endanlega á bak aftur. Rjetturinn til þess að móta stefnu veraldarsögunnar er hin göfugustu laun sigursins. Vjer erum ennþá að klifra upp hlíðina. Vjer höfum ekki ennþá náð toppinum. Vjer getum ekki litið yfir landslagið nje heldur gert óss í hugarlund, hvernig sköpulag þess muni verða, er hinn langþráði dagur rennur upp. Það verk, sem fram undan liggur nú, er í senn hagnýtt, ein- falt en mikilvægt. Ef að sigurinn fellur oss í skaut, þá vona jeg að vjer reyndumst hans ekki óverð- ugir, eftir þrautir vorar og bar- áttu. Hlutverk vort er að sigra. ★ — Vjer höfum heyrt, að í Bandaríkjunum væri nokkur kvíð bogi borinn fyrir loft- og flota- vörnum Bandaríkjanna, sem að Atlantshafi snúa. — Roose- velt forseti skýrði oss frá því, að hann vildi ræða við oss, ásamt Kanada- og Nýfundnalandi, um flota- og flugstöðvar í Nýfundna landi og Vestur-Indíum. Stjórn Hans Hátignar var fús til að láta í tje varnarstöðvar fyrir Banda- ríkin á grundvelli 99 ára leigu- samningsins. Vorir hagsmunir eru með því jafnframt trygðir, engu síður en þeirra. Þetta voru mikilvæg spor. Án efa hafa þau það í för með sjer, að þessi miklu enskumælandi lýð ræðisveldi, breska heimsveldið og Bandaríkin, eru knýtt böndum sameiginlegra og gagnkvæmra hagsmuna og hugsjóna. Sjálfur lít jeg, þegar jeg skygnist um í framtíðinni, ekki á þessa þróun málanna með nokkurri tortryggni. Jeg get held ur ekki komið í veg fyrir hana, þó jeg hefði viljað. Enginn gat það. Hún streymir áfram eins og stórfljótið. Látum hana streyma. Látum hana streyma áfram, ó- stöðvandi, milda en ósveigjan- lega, græðandi og skapandi bjart ari tíma. Tveir Kanadahermenn í Lon- don stöðvuðu mann á götu og báðu hann að segja sjer hvaða risabygging það væri, sem þeir bentu á. Maðurinn sagði að þetta væri útbreiðslumálaráðuneytið. „Það hlaut að þurfa stóra bygg ingu til að geyma allar frjettirn- ar, sem haldið er leyndum fyrir almenningi“, varð öðrum Kanda manninum að orði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.