Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 16
136
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
„Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur“.
J. Á. svaraði samstundis:
„Nú er jeg kátur, nafni minu,
nú er jeg mátulegur".
Þegar J. Þ. kom til Blönduóss
hjelt hann vísunni mjög á loft
og dáðist að, hve nafni hans hefði
verið eldfljótur að botna, svo
kendur sem hann hafði þó verið.
Sögu þessa og tildrög vísunnar
sagði mjer Vilhelmína ekkja Jóns
Þorvaldssonar.
Allir þar nyrðra, sem jeg hefi
hejTt fara með vísu þessa, eigna
hana Jóni Ásgeirssyni. Seinnipart-
ur vísunnar er líka svo lifandi
líkur því, sem Jón hefði góðglað-
ur sagt um sjálfan sig, að mjer
finst jeg heyra hann jafnan tala
sjálfan, þegar jeg minnist eða
heyri þessar hendingar. — Jeg
skal hjer til gamans benda á,
hversu Jón Ásgeirsson var næmur
fyrir að botna mál nefna síns,
svo framarlega að það væri talað
í rími. Einu sinni sem oftar var
gestkvæmt á Þingeyrum. Voru
gestir glaðir þegar þeir stigu á
bak, og hleyptu þeir suður tröð-
ina. Jón Þorvaldsson var staddur
úti á hólnum og nafni hans skamt
frá. í tröðinni steyptist einn hest-
anna. Þá segir Jón Þorvaldsson:
„Betra’ er að halda stilt af stað,
það stej^ptist einhver þarna“.
Samstundis segir Jón Ásgeirs-
son;
„Skildi’ hann hafa hálsbrotnað,
helvítið að tarna“.
Aðra vísuna, „Höldum gleði hátt
á loft“ o. s. frv., hefi jeg jafnan
heyrt eignaða Nikulási skálda, og
er greinarhöfundi J. B. ekki ó-
kunnugt um þær tilgátur, þótt
hann í grein sinni hik-lítið telji
Guðmundi getnaðinn. Hygg jeg að
flestir Húnvetningar og fleiri
munu tregir til þess, að verða
vottar að þessu faðerni J. B., að
minsta kosti á meðan að hann ekki
færir aðrar snjallari vísur til, en
hann í greininni tilfærir, og víst
er að Guðmundur sje rjettur faðir
að. Lási, eins og hann alment
var kallaður, var kvæðamaður
góður og þess vegna ekki ólík-
legt, hafi hann hitt gamlan kunn-
ingja og kvæðamann, að honura
hafi hrotið þessi vísa af vörum.
Þannig er það alment talið þar
nyrðra.
Jeg hygg, að það geti farið fjr-
ir fleirum eins og mjer, að sje
andi og orðalag þessara tveggja
vísna borið saman við aðrar til-
færðar vísur eftir Guðmund, í Les-
bókargreininni, finnist það mjög
hæpið, að þær geti verið skilgetn-
ar sj-stur dætra Guðmundar.
Þriðju vísuna, „Mesta gull í
myrkri og ám“ o. s. frv., heyrði
jeg títt kveðna af Jóhanni heitn-
um Skarphjeðinssyni þegar jeg
var unglingur, og hjelt hann því
ótvírætt fram, að vísan væri eftir
föður sinn, Skarphjeðinn á Hvoli
í Vesturhópi. Átti hann hest sem
„Glámur“ hjet og þótti atorku-
hestur mikill. Margur hefir átt
glámóttan hest og er því vand-
fundið rjett faðerni að þessari
vísu. Hún getur verið dóttir hvers
manns, sem átti „Glám“ að reið-
hesti, og var hagmæltur.
Jeg vona að höfundur Leshók-
ar-greinarinnar, J. B., taki þessar
bendingar mínar ekki illa upp,
eða álíti að jeg með þeim sje að
vekja deilur, eða rýra minningar
Guðmundar heitins. Það er hvort
tveggja langt frá mjer. Jeg vil að-
eins benda á það, að í Lesbók er
aðallega skrifað um menn og við-
burði, sem að einhverju leyti þykja
merkir og eiga lengi að lifa í minni
þjóðarinnar. Fræðimenn og grúsk-
arar munu síðar nota frásagnir
þessar sem heimilidir í fræðistarfi
sínu, finni þeir ekki aðrar betri
eða vissari. Þess vegna er það
mjög varhugavert, og jafnvel með
öllu órjett, að fullyrða nokkuð
það í frásögnum þessum, sem ekki
er áreiðanlegt að sje rjett, eða
eigna mönnum kveðlinga, hnytti-
yrði, eða afrek, sem vafi leikur á
að þeir eigi.
Hvor okkar J. B. hefir rjettara
um faðerni þessara alkunnu vísna,
þori jeg ekki að fullyrða, þótt jeg
búist við, að fá fleiri með en móti
mínu máli, og á hinn bóginn telji
heimildir mínar engu verri en
hans. S. H. L.
S ká k
Moskva 1940.
Drotningarbragð.
Katalónska afbrigðið.
Hvítt: Bondarevski.
Svart; Lissitsin.
1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. g3,
(Þetta afbrigði, sem fyrst var teflt
á skákþingi í Bareelone og nefnt
Katalónska afbrigðið, er mikið
teflt meðal rússneskra skákmanna
og þykir sterk byrjun.) 3.......
d5; 4. Bg2, Be7; 5. Rf3, Rbd7;
6. 0—0, c6; 7. Rbd2, (Aljechiu
mælti með þessum leik í skýring-
um sínum við skák á móti Euwe
í seinna einvígi þeirra (1937).
Svart getur nú ekki drepið á c4,
nema sjer í óhag, en án þess verð-
ur staðan þó mjög þröng.) 7.....
0—0; 8. Dc2, b6; 9. e4, Rxp; (9.
.... Bb7; var ekki heldur gott,
vegna 10. e5.) 10. RxR, pxR; 11.
Dxp, Bb7; 12. Hel, Ile8; (Svart
er engan veginn komið yfir byrj-
unarörðugleikana. Ef 12....Dc7;
þá 13. Bf4, Bd6; 14. Rg5!. g6; 15.
Rxe6!, og hvítt vinnur.) 13. Dc2,
g6?; (Veikir peðastöðuna kóngs-
megin að óþörfu og eyðir dýr-
mætum tíma. Best virðist 13. ....
c5.) 14. Bf4, c5; 15. d5!, pxp; 16.
pxp, Bf6; (Svart má ekki drepa
á d5 vegna 17. Hadl og 18. Re5,
og ef 17.....BxR, þá 18. BxB,
og svart tapar skiftamun.) 17.
HxH+, DxH; 18. Hel, Df8; (Til
þess að geta leikið hróknum til
e8.) 19. Da4, Dd8; 20. Rd2!, (Ridd
aranum er ætlað að komast um
e4 til d6.) 20....g5; 21. Re4!,
Bxd5; (ef pxB; þá 22. DxR, og
svart tapar manni.) 22. Hdl, Bd4;
23. Bxp, f6; (Svart er allavega
varnarlaust.) 24: Bxp, DxB; 25.
RxD+, og hvítt vann.