Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 ' ráðdst ínn í, veriílegar birgðir matvæla. Ef allra þessara matvæla verð ur ekki neytt nú, er það aðeins vegna þess, að þau hafa verið flutt á brott til þess að seðja þýsku þjóðina eða til þess að auka við skamt hennar í nokkra mán uði. Það er annað atriði í þessu máli. • Margar hinna mikilvæg- ustu fæðutegunda eru þýðingar- miklar til hernaðarþarfa. Úr fitu er unnið sprengiefni, úr jarðepl- um alcohol í vjelaolíu. Efni, sem í stórum stíl er notað við flug- vjelasmíði, er unnið úr mjólk. Ef að Þjóðverjar nota allar þessar nauðsynjar fremur sjer til stuðn ings í því að varpa niður sprengj um yfir konur vorar og börn, heldur en til þess að fæða þær þjóðir, sem framleiða þær, megum vjer vera þess full- vissir, að hin influttu matvæli munu fara sömu leiðina, beint eða óbeint. Vjer skulum láta Hitl er bera ábyrgðina og láta þjóðir Evrópu, sem nú stynja undir oki hans, sjá hjálpina í komu þess dags, er helsi þeirra verður brot- i8. Rúmur ársfjórðungur er liðinn síðan þessi nýja stjórn tók við völdum. Hvílíkt flóð af óhöppum hefir ekki steðjað að oss síðan. Hinir hraustu Hollendingar voru bugaðir, hinn ástsæli þjóðhöfð- ingi þeirra flúinn í útlegð, hin friðsama og fagra Rotterdam sjónarsvið sláturvallar, við bjóðslegri og ruddalegri en nokk uð í þrjátíu ára stríðinu. Belgía brotin á bak aftur og hinn hrausti meginlandsher vor, sem Leopold konungur kallaði sjer til hjálpar, sundraður, en fyrir kraftaverk tókst honum að kom- ast undan. Frakkar, bandamenn vorir, sigraðir. Ítalía gegn oss, alt Frakkland í höndum óvinarins, öll vopnabúr þess og ógrynni hernaðarnauðsynja fengið í hend ur óvinum vorum, leppstjórn sett á laggirnar í Vichy, sem þá og þegar getur verið neydd til þess að berjast gegn oss. öll vestur- strönd Evrópu, frá North Cape til spænsku landamæranna er í höndum Þjóðverja. Allar hafnir, allir flugvellir á þessari geysivíð lendu víglínu notaðir sem stökk- bretti til árásar gegn oss. — En hvað hefir svo skeð hins vegar af vorri hálfu. Breska þjóð in og breska heimsveldið stóð eitt uppi, en þó óbugað gagnvart ó- gæfunni. Enginn glúpnaði eða hikaði. Þeim, sem áður hvarfl- aði friður í hug, hugsa nú aðeins um stríð. Þjóð vor er sameinuð og ákveðn ari en nokkru sinni fyr. Dauði og rústir eru taldir smávægilegir hlutir á borð við þá vanvirðu, sem af ósigri eða vanrækslu skyldu sinnar myndi leiða. Vjer getum engu spáð um, hvað fram undan er. Vjer munum horfast í augu við hvað sem er. Vjer treyst um oss sjálfum og málstað vor- um og það er sú dýrmæta reynsla sem vjer höfum öðlast undan- farna mánuði. Vjer höfum ekki aðeins her- vætt hugarfar vort, heldur og land vort. Vjer höfum endurskipulagt og vopnað heri vora á þann hátt, sem ómögulegur hefði verið tai- inn fyrir nokkrum mánuðum. Vjer höfum flutt yfir Atlants- haf í júlímánuði ógrynni skot- færa, fallbyssna, riffla, vjel- byssna og sprengikúlna, og kom- ið þeim í höfn, án tjóns. Fyrir þetta eiga vinir vorir fyrir hand- an hafið mikla þökk skylda. Framleiðsla verksmiðja vorra, sem nú starfa með meiri hraða en nokkru sinni fyrr, rennur í stríðum straumum til herja vorra. — Floti vor er stórum öflugri en í upphafi styrjaldarinnar. Höf in eru opin. Kafbátahernaðinum er haldið í skefjum. Ráð eru fundin gegn hinum segulmögn- uðu tundnrduflum. Verslunar- floti Bretlands er nú eftir eins árs ótakmarkaðan kafbátahern- að og tundurduflahættur, stærri en þegar stríðið hófst. Til við- bótar honum var svo fenginn fjögra miljóna tonna verslunar- floti frá hinum herteknu lönd- um. Matvælabirgðir vorar eru miklu meiri og áætlun um vax- andi framleiðslu er á prjónun- um. ★ — Hví er jeg að segja alt þetta? Engan veginn til þess að gorta, engan veginn í þeim til- gangi að gera hina minstu til- raun til sjálfsblekkingar. Hætt- urnar, sem vjer horfumst í augu við, eru ennþá miklar, en fjöl- margt hnígur þó á betri veg. Það er rjett, að þjóðin viti, að það liggja traustar ástæður til þeirr- ar vissu, sem vjer höfum um sig ur, að vjer höfum ríkar ástæður til þess að trúa á oss sjálfa. Jeg segi það einnig vegna þess, að sú staðreynd, að breska heimsveld- ið stendur ósigrandi og mótstöðu aflið gegn nasismanum vex, mun tendra aftur neista vonarinnar í brjóstum hundruð miljóna kúg- aðra og örvæntingarfullra manna og kvenna um alla Evrópu og langt utan landamæra hennar, og að frá þeim neistum munu kvikna lýsandi vitar. ★ — Hinar miklu loftorustur, er háðar hafa verið yfir landi voru síðustu vikur, hafa í bili náð há- marki sínu. En það er of snemmt að spá um, hve lengi þær muni standa. Vjer megum framvegis búast við hrikalegri árás- um. JSn það er nú orðið auðsætt, að herra Hitler getur ekki hrós- að sigri í þessum loftárásum sín- um á Stóra-Bretland. — Frá hverju heimili í landi voru, frá hverju heimili í öllu heimsveldinu, berast þakkarorð til hinna hraustu bresku flug- manna, sem óskelfdir etja við of- urefli, sem stöðugt heyja einvígi sín gagnvart banvænum hættum. Þessir menn eru að snúa stríðs- hjólinu oss í hag, með dirfsku sinni og hollustu. Aldrei í hinni eilífu sögu mannlegrar baráttu, hafa jafn margir átt jafn fáum þakkarskuld að gjalda. Hugir vor allra dvelja með flug mönnum orustuflugvjelanna, sem vjer sjáum daglega berjast með glæsilegum árangri. En vjer meg um ekki gleyma því, að nótt eft- ir nótt, mánuð eftir mánuð halda sprengjuflugvjeladeildir vorar langt inn yfir Þýskaland, finna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.