Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 1
JfHorgjjmlblaiðsin® 39. tölublað. Sunnudagur 5. október 1941. XVI. árgangur. loafoldarprentimlOJa k.í. Eyrarfjall við Önundarfjörð. Jóhannes Áskelsson: Frá Vestfjörðum Smáþættir úr jarðfræði I. O ú trú mun lengi bafa hjer í ^ landi legið, að í íslensku bergi væri gnægð verðmætra efna fólgin — gull og gersimar. Gestur Pálsson ritar, að svo rík hafi þessi trú íslendinga verið á gullið í fjöllunum, að þeir hafi álitið, að ekki þyrfti nema að athuga bless- uð fjöllin betur en verið hefði, til þess að sannfærast um, að þau gætu stráð gulli yfir hjeruð lands- ins í staðinn fyrir snjó og klaka. Þeir, sem fást við rannsóknir á landinu nú, verða þess fljótt var- ir, að sumsstaðar eimir enn eftir af gulltrúnni, þó trúin á kol og kalk, eir og alúminíum sje ef til vill heitari í hugum landsmanna nú orðið. Þeksi tröllatrú á verð- mæti íslensks bergs er stundum sprottin af einskærri ást á föður- landinu, eins og Þorvaldur Thor- oddsen segir að verið hafi um trú Jón« landlæknis Hjaltalíns á nám- ur og ýmsa náttúrunnar fjársjóði, sem hann hugði, að ísland geymdi í skauti sjer. En ástin gerir menn blinda. Það er sama til hvers hún er borin. Þessvegna fer stundum svo, að þeir, sem af hlýleika til óðalsins, hjeraðsins eða landsins vilja meta hin yerðmætu efni, glepjast í útreikningnum. Eða þeim láist að leggja nógu ræki- lega niður fyrir sjer aðstöðuskil- yrðin til vinslu, það er að segja hina praktisku hlið málsins. Oi't og tíðum er það víst líka voniu um skjótbættan hag, sem geriv menn skygna á auðlindir í landar- eigninni. En þurfa þá slíkar vonir altaf að bregðast íslendingum? Þeirri spurningu ætla jeg að svara neitandi, og renna til þess þau rök, er nú skal greina. í fyrsta lagi er jarðlagaskipun íslands enn ekki svo rækilega rak- in, nje jarðlög landsins svo grand- könnuð, að þar kunni ekki að leynast einhver þeirra efna, sem okkur væri hagur í að vinna. Úr því geta aðeins nákvæmar og vel skipulagðar jarðfræðirannsóknir skorið. í annan stað er rjett að minnast þess, að á slíkri skálmöld og um- róts og þeirri, er nú geisar, geta efni, sem fánýt eru í dag, verið orðin mikilsvirði næstu daga. Ein- mitt þessvegna er okkur nauðsyn- legt að vita sem best og mest til þeirra efna, sem landið er bygt úr, og til aðstöðunnar að vinna þau. Enginn veit hvenær að því kemur, að eftir þeim verði spurt. Það getur jafnvel orðið fyr í dag en á morgun. II. Á tveimur síðastliðnum sumr- um hefi jeg farið rannsóknarferð- ir á vegum Rannsóknarráðs ís- lands, um nokkurn hluta Yest- fjarðakjálkans. Sjerstaklega um svæðið með ströndum fram milli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.