Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
Fregnir bárust um það, að Oslo-
borg væri orðin full af þýskum
hermönnum, sem fluttir væru í
strætisvögnum og bíluin. Nazista'-
voru að- taka flutningatækin í sína
þjónustu og brátt mvndi ekki
vera við lit að komast undan.
Næturhraðlestin til Stokkshólms
átti að leggja af stað klukkan
átta. -Jeg sagði Hartin, að við
yrðum með einhverjum ráðum að
komast með þessari lest. Það virt-
ist vera okkar einasta von. Hvor-
ngum okkar leist á fjögra daga
ferð um óbygðir og eiga á hættu
að rekast á þýska hermanna-
flokka.
Við höfðum skilið eftir farang
ur okkar á gistihúsinu. Við ákváð-
um að bíða þar til klukkan væri
nærri 8. Fara á gistihúsið og sækja
dótið okkar og halda síðan beint
á járnbrautarstöðina. Litli norski
vinurinn okkar lofaði að fara á
undan og kaupa farmiða fyrir
okkur og bíða okkar á brautar-
pallinum.
Við hrigndum á gistihúsið og
skýrðum frá fyrirætlunum okkar.
„I guðsbænum komið ekki ná-
lægt þessu hóteli“, sagði maðurinn
í símanum. „Jeg skal sjá um að
farangur ykkar komist í lestina
En meðal annara orða“, bætti hann
við. „Þýskir hermenn eru búnir
að taka stöðina.
Þetta var ekki uppörvandi, en
samt ákváðum við að freista ham-
ingjunnar og hafa einhver ráð til
að komast 1 lestina.
Laust eftir klukkan 7 fórum við
Hartin að týgja okkur til farar-
innar. Við höfðum fengið nokkra
sterka Whisky og sódavatn, sem
vinir okkar í sendisveitinni ráð-
lögðu okkur að drekka og það er
óþarfi að taka það frarn, að þeir
komu að góðum notum. Litli Norð-
maðurinn stýrði ferðinni. „Fyrir
guðs muni talið ekki ensku“, sagði
hann, „þvú þá er úti um ykkur“.
„Það var einstaklega æsandi að
ganga um borgina til stöðvarinn-
ar. Borgin var nú orðin full af
Þjóðverjum.
Sumir stóðu á götuhornum, með
rifflana tilbúna. Aðrir voru á ferð
inn í alls kvns faratækjum. Það
er einkennilegt að á slíkum augna
blikum sem þessum skuli maður
taka eftir skrítnum hlutum. Jeg
man eftir að mjer varð starsýnt á
vörubíl, sem var fullur af her-
mannastígvjelum. Mjer var ómögu
legt að skilja, bvað hægt var að
gera við öll þessi stígvjel.
Sólin var að ganga til viðar og
borgin var afar fögur. Er við
geng-um fram hjá höfninni, sáum
við að þýskir hermenn streymdu
í land frá skipi, sem þar lá og að
á hafnarbakkanum voru staflar af
fötum, skotvopnum og skotfærum
og alskonar birgðum.
Við komum á stöðina.
Okkur til skelfingar sáum við
að inngangurinn var varinn af 15
þýskum hermönnum. Þeir voru
með alvæpni. Vjelbyssa var til-
búin. Þetta var óþægileg stund.
Hartin var klæddur vel sniðnum
vfirfrakka og var ekki hægt að
villast á að hann hafði verið saum
aður í Savile Row. Hann var með
svartan Anthony Eden hatt. Jeg
var í sporttreyju, í gulu prjóna
vesti og með enska húfu. Aldrei
fyr ! lífinu hafði okkur fundisi
við vera jafn greinilega enskir.
Við gengum beint upp tröpp-
urnar og fórum fram hjá hermönn
unum án þess að líta á þá. Þeir
stöðvuðu okkur ekki.
★
í aðalbiðsalnum sáum við stóra
röð af fólki, sem béið eftir Stokk
hólmshraðleetinni. Við blönduðum
okkur í hópinn. Þýskir hermenn
gengu fram og aftur með fram
röðinni og horfðu gaumgæfilega á
hvern einasta mann, en við okkur
var ekki sagt eitt einasta orð.
Eftir óratíma, að okkur fanst.
var hliðið loks opnað. Við fylgd-
umst með straumnum að brautar-
pallinum. Þar var maður, sem beið
okkar með allan farangurinn frá
gistihiisinu. Hann hvíslaði að okk
ur að það liefði verið gott, að við
komum ekki til gistihússins, því
að það væri nú fult af þýskum
hermönnum. Jeg leit á Hartin, en
hvorugur okkar sagði eitt einasta
orð.
Næstu tuttugu mínútur voru
ekki þægilegar. Við höfðum kvatt
Norðmanninn, vin okkar, sem
hafði keypt farmiðana fyrir okk
ur. Við sátum í klefa á fyrsta
farrými og biðum eftir að lestin
hjeldi af stað. Það var eins og hún
ætlaði aldrei að leggja af stað. A
finnn mínútna fresti gekk þýskur
hermaður eftir brautarpallinum
og horfði inn í klefann. Hvernig
á því stóð, að við vorum aldrei
ónáðaðir, get jeg ekki enn þann
dag í dag skilið. Hamingjan brosti
við okkur.
Loksins lagði lestin af stað.
Hægt og hregt mjökuðumst við
nær landamærunum. Erfiðleikum
var alls ekki lokið. Við vissum
ekki, hvort Þjóðverjar höfðu
tekið landamærastöðina eða ekki.
Við vorum ekki öruggir ennþá.
Það var um miðnættið, sem við
loks komum að litlu landamæra
stöðinni Charlottenburg. Við Har-
tin höfðum ekki sagt eitt einasta
orð alla leiðina. Við vissum eklci,
hver var í næsta klefa. Við þorð-
um ekki að mæla eitt einasta orð
á ensku.
Norskur tollvörður opnaði hurð
ina að klefauum og spurði kurteis-
lega eftir vegabrjefum okkar. Við
spurðum hann hvort nokkrir Þjóð-
verjar væru þarna á ferðinni.
„Nei, herra minn“, SAraraði hann.
„Þeir eru ekki komnir ennþá, en
við erum að búast við þeim á
hverri stundu.
Lesin rann yfir til Svíþjóðar.
Okkur var borgið. Við kveiktum
ljós í klefanum. Báðum um smurt
brauð og öl og hölluðum okkur
aftur á bak og hvíldum okkur.
Kampavín hefir aldrei verið eins
gott á bragðið og bjórinn. Þetta
hafði verið ótrúlegur dagur. Fyrst
liöfðu Þjóðverjar gert loftárás,
síðan höfðum við sjeð þá taka
Oslo. Loks hafði verið gerð loft-
árás á okkur með flugvjelum, sem
okkur virtust vera breskar.
Lestin okkar var síðasta lest
frá Oslo. Daginn eftir voru Þjóð-
verjar búnir að loka brautinni.
Á sínum yngri árum sendi Ge-
orge Burns rósir til Gracie Allen,
sem lá veik. En vegna þess að
hann átti ekki næga peninga, gat
hann ekki keypt nema 11 rósir.
Ilann sendi því svohljóðandi brjef
með. blómunum: „Kæra Graeie.
sendi þjer 11 rósir. Þú ert sú
tólfta“.