Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1941, Qupperneq 4
420
LE8BÓK. MOROUNBLAÐ8INS
bins-háskólanum, í borginni Balti-
more í Bandaríkjunum. Stefán
prófessor Einarsson er prýðilega
vel gefinn og Iærður maður. Við
skrifumst á við og við. Hann seg-
ir mjer, að íslenska sje kend við
31 háskóla í Bandaríkjuip Norður
Ameríku. Hann er nú að skrifa
æfisögu mína, vegna bóka minna.
Sama gera fleiri, sem þvkir vænt
um Nonna-bækurnar, t. d. Mida í
Bandaríkjunum, Karel Sheyers í
Belgíu og Jan Hruby, prófessor
í Prag í Tsehechoslovakíu. Hann
hefir nú, meira að segja, gert
sjer ferð til íslands, til þess að
sjá með eigin augum staði þá,
sem „Nonni“ átti heima á í æsku.
Hann skrifaði mjer bæði frá
Revkjavík og Aknreyri, en þar
dvaldi hann í sumar. Hann hafði
komið að Möðruvöllum, Revkjahlíð
Skipalóni og víðar, og var hrif-
inn af náttúrufegurð landsins.
Hann ætlar að skrifa ítarlega
æfisögu „Nonna“. Allar bækur
mínar hefir hann þýtt á móður-
mál sitt. Það mál er gerólíkt öðr-
um Evrópumálum.
Jeg hafði ætlað mjer að ferðast
um Kína og Indland á leiðinni
heim til Evrópu í vetur. En nú
skall stríðið vfir, og það gerir það
að verkum, að erfitt verður að
fylgja þeirri ferðaáætlun. Þess
vegna getur vel farið svo, að jeg
breyti henni gersamlega. — Með-
an jeg var í Canada, dvaldi jeg
aðallega í Winnipeg, hjá Friðrik
bróðir okkar. Nú veist þú líklega.
að Canada skiftist í tvö geysistór
lönd. Er franska töluð í öðru en
enska í hinu. Með því nú að
franska er orðin mjer svo töm
sem móðurmál væri, fór jeg frá
Winnipeg til frakkneska hlutans
af Canada og hjelt þar nokkra
fyrirlestra á frönsku. Af því leiddi
það, að Canadamenn, sem frönsku
tala, skoruðu á mig að takast é
hendur fyrirlestraferð um þetta
víðáttumikla land. Þá treysti jeg
mjer ekki að verða við þessari
áskorun, en nú horfir þetta öðru
vísi við. Ef jeg ræðst í þetta, þá
fer jeg ekki frá Japan til Evrópu,
heldur í gagnstæða átt, til Am-
eríku og þvert yfir Canada. Þetti
er meira en þriggja vikna ferða-
lag. Það er 15 daga sjóleið frá
Japan til Canada og járnbrautar-
ferð yfir Canada tekur 5—6 daga.
Ef úr þessu vbrður, ætla jeg að
halda fvrirlestra á frönsku í' Can-
ada. Útgefandi bóka minna í París
hvetur mig mjög til þessa, því ein
mitt nú er verið að prenta þar á
frönsku allar bækur mínar, sem
ekki hafa fyr verið þýddar á
frönsku. Útgefandinn á von é því
að geta selt í Canada ósköpin öll
af frönsku bókunum mínum, ef
jeg tekst þessa fyrirlestraferð á
hendur. — Hvernig sem alt velt-
ur, verð jeg hjer í Tokyo fram á
vetur.
Fallegt er mál Japana, en alveg
er það ólíkt Evrópumálunum. Einu
sinni var jeg dálítið lasinn. Þá
kom japanskur stúdent til mín
og sagði: „0 — daisi — ni“. Það
þýðir: „Hugsið um heilsu yðar“.
Framburður Japana á evrópiskum
orðum er líka einkennilegur. Nafu
mitt, Svensson, bera þeir þannig
fram: Sú-fú-eng (með nefhljóði)
so-un. Þetta átt þú líklega erfitt
með að skiljia. Japanirnir og Kín
verjarnir geta ekki borið r fram
á sama hátt og við. Þeir gera úr
því 1-hljóð. María verður því í
þeirra munni Malía, Rússland =
Lússland o. s. frv.“.
Þriðja brejfið frá Tokyo er dag
sett 28. okt. 1937.
„Jeg sendi þjer nú til gamans
sýnishorn af tveimur japönskum
tímaritum, sem mikill fjöldi jap
ana kaupir. Rit, sem hjer eru
gefin út, nema þúsundum. Einn
útgefandi í Japan á 9 tímarit, sem
fjalla um ýms efni. Áskrifendur
þeirra eru um 10 miljónir og
prentuð eru þau í álíka mörguro
eintökum. Jeg sendi þjer líka jap
anskt dagblað, sem er gefið út
bæði í Tokyo og Osaka. Af þessu
blaði eru daglega send út tvær
miljónir eintaka. Þetta er ekkerl
smásmíði, enda eitt allra stærsta
blað í heimi. Nafn þess er „Asahi",
sem þýðir morgunsól. — Annað
dagblað, álíka stórt, heitir „Nichi
Nichi“. Það merkir : Blaðið, sem
kemur út daglega. .
Japönsku bókstafirnir eru ólíkir
þeim evrópisku. Blöð og bækur
eru lesin frá hægri til vinstri.
Upphaf hverrar bókar er að finna
á. öftusfu síðunni. — —. Japan á
nú í blóðugum bardögum, en var-
ast skyldi maður að skrifa um
Míka hluti“.
Næsta brjef, sem er skrifað í
Englandi 10. júní 1938, sýnir m
a. hvernig brifritarinn komst þang
að frá Japan.
„Enn dvaldi jeg 4 mánuði í
Tokyo, höfuðborg Japana og hjelt
nokkra fyrirlestra, því altaf var
verið að gera boð eftir mjer frá
skóium og ýmsum fjelögum.
Sfðasta mánuðinn, sem jeg var
í Japan, ferðaðist jeg með rektor
háskólans til ýmsra stórbæja inn
anlands, hjelt þar fyrirlestra og
heimsótti nokkra af skólum Jap»
ana. Stærsti skólinn, sem jeg kom
í, hafði 2300 nemendur, drengi og.
stúlkur. Það var ánægulegt að
sjé, hve vel öllu var fyrir komið
í japönsku skólunum.
Loks tók jeg injer far með
stærðar gufuskipi, japönsku. Teru
kuni Maru að nafni. Ferð þess var
heitið til London. Það lagði af stað
í mars. Leiðin lá yfir kínverska
hafið, indverska hafið, Rauðahafið,
Suezskurðinn, Miðjarðarhafið og
að lokum Atlantshafið. A þessan
löngu leið vorum við í 7—8 vikur
Loks lentum við í London. Skipið
nam staðar í ýmsum stórbæjum 5
Kína, Síam, Indlandi, Ceylon, Eg-
yptalandi. Ítalíu, Frakklandi og
Spáni.
í London tóku ensku reglu-
bræðurnir mínir prýðilega móti
mjer. Hjá þeim bjó jeg lengi i
London. sem nú virðist vera
stærsta borg í heimi, með nærfelt
10 miljónum íbúa. í London hitti
jeg landa minn, Harald Hannes
son, sem skrifaði vingjarnlega
grein um mig í tímaritið „Eim
reiðin“. Þar hitti jeg líka auðuga
konu, sem ann íslandi og er að
hugsa um að láta byggja stóreflis
sjúkrahús á Akureyri óg sömu
leiðis nunnuklaustur annars staðar
á íslandi. Alt þetta hlyti að kosta
hana yfir hálfa miljón króna. Jeg
vona að þetta áform hennar verði
framkvæmt. Hún vill alt fyrir mig
gera og fer með ínig í vagni sín
um um borgina, til þess að sýna
mjer hana.
Jeg hef nú dvalið hálfan anuan
mánuð í Englandi, aðallega í Lon-
Framh. á bls. 424.