Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 2
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skáldið á Víkingavatni TT ann lá í rúminu sínu undir glugganum og glímdi ekki aðeins við ellina og hrörnun lík- amans, heldur miklu fremur við hinar torræðu gátur mannlegrar skynjunar, þær gátur, sem fylgja okkur trúlega frá vöggunni til grafarinnar. Stundum reis hani? upp í rúminu, ljet hinar einkenni- legu hendur sínar hvíla á glugga- karminum og leit yfir vatnið, þar sem endurnar syntu og lítil bára brotnaði í sefinu, leit til hafsins í norðri eða til fjallanna í austri, sem blánuðu í sólskinsmóðunm, leit til himinsins, þar sem fann- hvít ský hlóðust í borgir og leyst- ust aftur sundur í mjúka hnoðra. Síðan hallaði hann sjer út af á ný, eins og hann var vanur. Það var kyrt og rótt í herberginu hans, en niður Dumbshafsins heyrð ist í fjarska, hinn þungi og dul- arfulli niður, sem hafði verið eins- konar viðlag lífs hans frá upp- hafi, ef til vill snar þáttur í lífi hans. Hann var rösklega áttræð- ur að aldri, en hafði legið rúm- fastur síðustu tvo áratugina. Yfir stórbrotnum svip hans hvíldi tign og dómur mikilla örlaga, mikilla átaka. Sumar minningar mást og fölna áður en varir: Mistur langra daga fellur á liðna atburði, sem eitt sinn fóru eldi um sál okkar, fengu hjartað til að slá örar eða myrkvuðu hugann af þungbærum harmi, — þeir gleymast og týn- ast eins og barnaleikföng, hverfa í skugga nýrra atburða og skilja eftir sig minni merki en við mádti búast. Aðrar minningar tengjast okkur hinsvegar órjúfanlegum böndum, verða hluti af lífi okkar, verða tryggir förunautar okkar og standa okkur fyrir hugskotssjón- um fram til hinstu stundar. Jeg býst ekki við að verða svo gamail, að jeg gleymi einum heið- skírum júlídegi, þegar jeg heils- aði Birni Þórarinssyni í fyrsta skifti, eða hljóðum og dumbungs- iegum ágústmorgni, þegar jeg kvaddi hann. Það var sumarið 1939. Jeg dvaldi um mánaðartíma á Víkingavatni í Kelduhverfi, þar sem sólin gengur ekki til viðar á vorin, heldur vakir yfir ládauðu hafi og varpar rauðum geislum á víðirunna og lyngheiðar. En dvöl mín á þessum hugljúfa stað verð- ur mjer ekki eingöngu minnis- stæð vegna þess, að hvarvetna blasti við augum heillandi fegurð, smágerð og mild, heldur einkum vegna hins, að fólkið sjálft stakk nokkuð í stúf við íbúa- þeirra sveita, sem jeg hafði áður kynst. ■Það var glaðvært, frjálslegt og upplýst í ríkum rnæli, enda fylgdi því menningarbragur og hressandi andblær dirfsku og dugnaðar. Óblindum gesti duldist varla, að þetta fólk rígskorðaði sig ekki við básinn og askinn, heldur átti það önnur áhugamál og æðri hugðarefni, sem víkkuðu sjóndeild arhring þess og auðguðu líf þess. Á mörgum bæjunum voru skáld og hagyrðingar, ræðumenn og spek- ingar, sem undu glaðir við sitt og gáfu ekki jáyrði við skoðunum annara, án þess að brjóta þær fyrst til mergjar. Það má vel vera, að sumir þeirra hafi verið helst til hrifnir af sínum eigin skoðunum og ályktunum, helst til einsýnir á ágæti og yfirburði hinnar þingeysku menningar, en því er nú þannig varið, að hverj- um þykir sinn fugl fagur, svo að hófleg hjeraðsdrýgindi eru miklu fremur skemtileg en ámælisverð. Aðrir höfðu eitthvað óvenjulegt í fari sínu, sem dró að sjer athygl- ina. Og enn aðrir hrifu hug að komumannsins með atorkusemi sinni eða viðfeldnu viðmóti. En Björn Þórarinsson á Víkinga vatni sameinaði þetta flestalt á einkennilegan hátt. Hinn stór- brotni persónuleiki hans spegíaði að ýmsu leyti umhverfið og anda þess, en sárdjúp reynsla fólst að baki þeirrar speglunar og varp- aði á hana blæ hins einstæða, sjerkennileik þess, sem sker sig úr heildinni. Og hvað var það þá, sem gerði hann öðrum mönnum hugstæðari og eftirminnilegri? Stundum velti jeg þessari' spurn- ingu fyrir mjer, þegar jeg sat við rúmstokk hans, en lengi vel tókst mjer eltki að finna neitt viðhlít- andi svar, því að hann var saman slunginn úr mörgum og ólíkum þáttum. í skapgerð hans háðu andstæðurnar stöðugan reipdrátt, — og jafnvel útlit hans virtisi vera ímynd andstæðnanna. Jeg þreyttist aldrei á að virða hann fyrir mjer nje hlusta á tal hans, því að hvorttveggja var jafn ó- venjulegt. — Björn Þórarinsson hafði mikið og sviphreint yfir bragð, hátt enni, löng kollvik, þunglyndislegar brúnir og blá augu fögur, sem gátu leiftrað skyndilega og orðið fjarska hýr leg. Nefið var nokkuð stórt, drætt irnir kringum munninn lýstu skap stærð og viðkvæmni, en skarð í hökunni. Andlitið var ekki smá- frítt, en bjó yfir aðlaðandi dýpt og líktist ósjaldan yfirborði hyls, þar sem skuggar og ljósblik skift- ast á. Höfuðlag hans alt bar vott um meira en meðalgáfur, svo að vel hefði mátt ætla, að vopn hans í lífsbaráttunni hefðu verið önnur en orf og reka. En þótt hann lægi hreyfingarlítill í rúminu sínu, þá leyndi sjer eklci, að hann var mik- ill maður vexti, hár og herðibreið- ur, þrekinn og ókýttur, þrátt fyrir hinn háa aldur og tveggja áratuga legu. Sveitungum hans ber saman um, að hann hafi skip- að flokk hinna föngulegustu og vöskustu manna, meðan hann var upp á sitt besta, hinn gervilegasti á velli, hrókur alls fagnaðar, ham hleypa við vinnu og ætlaði sjer ekki af í hrotunum, þótt krafta- jötunn væri. — En hendur hans voru í undarlegu ósamræmi við líkamann. Þær voru fremur smá- gerðar og þunnar, mjúkleg hár i jöðrum handarbaksins, fingurnir langir, en ekki sterklegir, slungn- ir bláum æðahríslum eins og á barmi, — og neglurnar ívið kúptar. Oft fanst mjer, að þessar hendur túlkuðu betur en nokkur orð harmsögu einmana sálar, sem get- ur engum trxiað fyrir leyndarmáli sínu nema mjrrkri og mold. Þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.