Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 8
136 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tilgáta er rjett, þá valda þeir stökkbreytingunni. Sumir eru jafnvel þeirrar skoð- unar, að kemisku geislarnir sjeu einna mesti aflgjafi alheimsins. En hvaðan orkan kemur, og hvaða áhrif hún hefir, veit enginn ennþá. Leyndardómur vaxtarfrumanna. í líkamsvefum manna, dýra og plantna á sjer oft stað vöxtur, sem veldur einskonar krabba og síðar dauða. Að því er menn best vita, eru þessar vaxtarfrumur líkar öðrum frumum að öllu öðru leyti en því, að þær vaxa óreglulega og mynda þannig enga ákveðna líkamshluta. Yenjulega hætta frumurnar að skifta sjer og fjölga, þegar eiu- hverju ákveðnu þroskastigi er náð, en krabbafrumurnar halda skiftingunni áfram þar til vöxtur- inn er stöðvaður með skurðað- gerð, radium, röntgengeislum / eða þá dauða fórnarlambsins. Stund- um kemur það fyrir, að vöxtur- inn hættir af sjálfu sjer, en um ástæðuna fyrir því vita menn ekki. Leyndardómur ísaldar-tímabilanna. í sögu jarðarinnar hafa þau tímabil komið, er stórar ísbreiður hafa teygt sig frá heimskautun- um yfir mjög víðáttumikil svæði. Jökullinn hefir að öllum líkind- um gert fimm innrásir í megin- land Norður-Ameríku og þá kom- ist alt suður til Virginíu og Ohio. Hvert ísaldartímabil hefir staðið um mjög langan tíma, og hefir þá alt líf verið upprætt á þeim svæðum, er jökullinn náði yfir. Milli þessara tímabila hefir lofts- lagið hlýnað að nýju og jökullinn horfið. Dýrin hafa þá leitað aftur til landanna, sem leystust úr læð- ingi íssins, og jurtagróðurinn smám saman fest rætur. Sumir vísindamenn gera ráð fyrir því, að menn hafi lifað á þessum slóðum milli ísaldartíma- bilanna. Það er álitið, að frá síð- ustu ísöld sjeu nú liðin milli 15— 50 þúsund ár. En hver er þá á- stæðan fyrir komu jökulsins, og er það líklegt, að hann eigi enn eftir að teygja helklær sínar um stór svæði af yfirborði jarðar? Vísindamenn vilja draga þá á- l.yktun af reynslunni, að ný ísöld muni koma og hrekja íbúa norð- lægari hluta jarðarinnar úr lönd- um sínum. Það eru meira að segja mikil líkindi til þess, að núver- andi jarðtímabil hafa þegar náð hitahámarki sínu, og að loftslag fari nú hvað úr hverju að kólna. Það hafa kopiið fram margar skýringar á því, hvernig á þess- um loftslagsbreytingum standi. Ein tilgátan er sú, að jarðöxullinn breyti stefnu sinni, þannig að sól- argeislarnir falli í öðru horni á yfirborð jarðarinnar en áður, en það hafi áhrif á hitastigið. Eðlis- fræðingar og stjörnufræðingar telja þessa skýringu mjög fjarri sanni, og má því segja, að vísind- in eigi enn langt í land með að kryfja þetta fyrirbrigði til hlýtar. Leyndardómur kvefpestarinnar. Kvefpestin ein dregur úr vinnu- afköstum Bandaríkjaþjóðarinnar, sem svarar hundruð miljónum dollara á ári hverju, auk þess sem hún oft og tíðum er undan- fari annara hættulegri sjúkdóma. Enn sem komið er vita menn mjög lítið um kvefið, enda þótt offjár hafi verið varið til rann- sókna á orsökum þess. Það er gert ráð fyrir því, að örsmáar bakteri- ur valdi kvefpestinni, en fyrir því liggja þó eigi fullkomnar sann- anir. Alt það, sem vísindin virð- ast vita um kvefið er, að bakterí- urnar muni berast með andrúms- loftinu, og smitunarhætta sje minni, ef það er sótthreinsað með .últra-fjólubláum geislum. ★ Það má vel vera, að leyndar- dómarnir, er við höfum nú minst á, og vísindamennirnir eru stöð- ugt að glíma við, verði eigi ráðn- ir á næstu öldum. Ef til vill hefir einhver þeirra verið leystur, -síðan {>essi grein var rituð. En við vit,- um, að maðurinn er stöðugt að fá betri og betri tök á náttúrunni, síðan hann tók vísindin í þjón- ustu sína, og við megum, án efa, búast við miklu í framtíðinni, er við lítum á það, sem þegar hefir pvTnist. Smælki. Skoti nokkur hafði haft spurn- ir af því, að læknir einn tæki fimm shillinga gjald af sjúkling- um sínum, er þeir kæmu í fyrsta skifti til hans, en svo ekki nema 214 shilling fyrir næstu heim- sóknir. Skotinn fór tii læknisins og sagði: ' „Jæja, þá er jeg kominn aftur“. „Jeg man ekki til að hafa sjeð yður áður“, svaraði læknirinn. „Mikil ósköp, jeg var hjer hjá yður í síðustu viku“. „Nú, einmitt það. Hvernig líð ur yður?“ „Ekki sem best“, svaraði Skot- inn. „Jæja“, svaraði læknirinn. „Þjer skuluð þá bara halda áfram með lyfin, sem jeg ráðlagði yður seiri- ast. Þetta verða 2% shillingur, þökk fyrir“. ★ Eftirfarandi saga er frá Dan- mörku: Frú Petersen kom inn í búð til að kaupa í matinn. Hún biður um pund af smjöri. „Því miður, frú, ekkert smjör til“. „Jæja, þá ætla jeg að fá nokk- ur egg“, segir frú Petersen. „Því miður, egg eru ekki til“. „Get jeg þá fengið pela af rjóma ?“ Er hjer var komið, þoldi af- greiðslustúlkan ekki mátið lengur og segir: „Fyrirgefið þjer frú mín. Kom- uð þjer hingað til að versla eða til að þrátta um pólitík?“ ★ Þau voru nýgift og höfðu feng- ið margar nýjar briiðargjafir. Þar á meðal voru tveir aðgöngumiðar að leikhúsinu í umslagi og miði með, sem á stóð: „Getið hver sendf ykkur þessa gjöf“. Þegar hjónin komu heim seint kvöldið sem þau fóru í leikhúsið, voru allar brúðargjafirnar horfn- ar og í stað þeirra var kominn miði, sem á stóð: -,,Nú vitið þið, hver sendi að- göngumíðana".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.