Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 4
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hallgrímur Pjetursson prestur að Hvalsnesi 1644 Mánudag í föstuinngangi hlust aði jeg á útvarpið. Þar var m. a. þátturinn um daginn og veginn. Hafði jeg mjög mikla á- nægju af þeim þætti þá eins og ávalt, en í þetta sinn sjerstaklega, vakti erindið hjá mjer hugleið- ingar, sem urðu tilefni þess, að jeg rjeðist í að skrifa þessar línur. Sá sem talaði var síra Jakob Jónsson, annar af prestum hins nýja safnaðar í Reykjavík, sem kennir sig við Hallgrím Pjeturs- son. Og þar sem fastan stóð þá yfir, varð honum eðlilega tíðrædd- ast um Passíusálma Hallgríms og þau ítök, sem sálmarnir og öll minning hans á í hugum íslend- inga, og einmitt í sambandi við minningu Hallgríms er það, sem mig langar að segja örfá orð, í þeirri von, að það verði ekki talið að bera í bakkafullan lækinn, þótt hjer komi nokkur orð um það efni. Fyrir allmörgum árum var haf- in fjársöfnun um land alt, með það mark, að reisa minnisvarða, er hæfði minningu Hallgríms Pjetursson. Var ákveðið að varði sá skyldi vera kirkja mikil og vegleg, og skyldi hún reist að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þar sem Hallgrímur dvaldi lengst sem prestur. Þessu var, að því er jeg best veit, tekið ágæta vel af allri þjóð- inni, svo átti það líka að vera. Nú er aftur hafin fjársöfnun um alt land, og skal því fje, sem safn- ast kann, varið til að reisa Hall- grími Pjeturssyni minnisvarða, og á það að vera kirkja handa hin- um nýja Hallgrímssöfnuði í Reykjavík. Um leið og fyrirlesar- inn hvatti menn til að heiðra minningu Hallgríms með því að leggja skerf til þessarar bygging- ar, sagði hann að þessu máli hafi verið mjög vel tekið. Er það gleði- legt að heyra, að landsrpenn skuli ávalt vera tilbúnir að heiðra minningu höfundar hinna kæru Hvalsneskirkja. Passíusálma, hvenær sem tækifæri býðst; annað væri heldur ekki sæmandi, svo skær leiðarstjarna sem sálmarnir hafa verið á himni hins andlega lífs íslendinga á liðn- um öldum, og eiga v'onandi eftir að vera um ókomnar aldir. Nú stendur svo á, að eftir 2 ár, eða á árinu 1944, er 300 ára prests- vígsluafmæli Hallgríms Pjeturs- sonar. Það ár eru liðin rjett 300 ár frá því þessi mikli andans mað- ur steig í prjedikunarstól og söng sína fyrstu messu í lítilli kirkju, fyrir fámennum söfnuði suður á Suðurnesjum. Hann vígðist árið 1644 að Hvalsnesi á Miðnesi. Þar hóf hann sitt kennimannsstarf, sem síðar gaf af sjer hinn blessunarríka ávöxt: Passíusálmana. Það hefir verið hljótt um kirkj- una að Hvalsnesi, þegar rætt hefir verið um Hallgrím Pjetursson og minningu hans, en þá sjaldan hef- ir verið minst á veru hans þar, þá hefir helst verið talað um að hon- um hafi liðið þar fremur illa. Það má vel vera, að svo hafi verið, jeg læt ósagt um það, en það er þó víst, að þar starfaði hann fyrst sem þjónandi prestur, um 7 ára skeið, og því fer best á því, að prestsvígsluafmælis hans sje minst þar, einnig þar varð hann fyrir þeirri raun, sem einhver fróður maður sagði eitt sinn, að mundi hafa orðið flestu öðru fremur til að valda straumhvörfum í hans andlega lífi, en það var er hann misti Steinunni dóttur sína, sem hann tregaði mjög sárt. Hvað sem annars má segja um það, að betur hefði mátt vera um líðan Hallgríms að Hvalsnesi, þá hefir þó með starfi hans þar myndast sá grundvöllur, sem seinni ára starf hans bygðist á og gaf okkur öll hans fögru og andríku ljóð og bænir, sem flestar mæður kenna börnum sínum strax og þau geta numið mælt mál, Nú nýlega, eða í nóvember síð- astliðnum, var Hvalsneskirkja, sem verið hefir eign nokkurra manna, afhent söfnuðinum til eignar ásamt sjóði sínum. Kirkju þá, sem nú stendur, ljet reisa sæmdarbóndinn Ketill Ket- ilsson (d. 1902) í Kotvogi í Höfn- um. Átti hann þá jörðina Hvals- nes ásamt öllum h^áleigum, en er hann seldi jarðirnar, fylgdi kirkj- an með til kaupendanna, sem nú hafa fengið hana söfnuðinum til eignar. Nú er mjög aðkallandi verk- cfni að láta fara fram gagngerða endurbót á kirkjunni, sem var bygð árið 1887, og sjást nú, sem vonlegt er, allveruleg för eftir tímans tönn á húsinu, en til þess að verkið geti farið fram' vantar fje. Nú væri ekki ólíklegt, að ís- lendingar vildu enn minnast Hall- gríms Pjeturssonar, með því að gefa þessari kirkju ofurlitla fjár- hæð, svo takast mætti, að hún yrði komin í veglegan afmælis- skrúða árið 1944, en þá mun Hvalsnessöfnuður minnast 300 ára prestsvígsluafmælis Hallgríms Pjeturssonar í kirkju sinni, ásamt öðrum þeim, er taka vilja þátt í þeirri minningu. Ýmsir hafa hreyft því, að Hvalsneskirkja standi á of af- skektum stað, til þess að verjandi sje miklu fje henni til viðhalds, þar sem hún er, en á þessum stað hefir staðið kirkja alt frá því áv*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.