Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 ^napinn Pjetur Þorgrímsson á Sörla. Sörli kom 12 sinnum á Tettvang, vann ^ sinnnm I veríSI., einu sinni II ver81., brinvar III veríSl. og setti auk jsess lv° stset. ÖIl þessi skifti var Pjetur knapi. metið í þessu hlaupi. Stóð það til L júní 1925, að Sörli hnekti því °g færði niður í 22.6 sek. Síðar 11111 sumarið (5. júlí) hlupu þeir sPrettfærið á mettíma: Sörli og ®yvindarmúla-Skuggi; þá var Sörli 16 vetra, en Skuggi 8 vetra. ^í^ara meti Sörla ruddi 3>eildar- tungu-Móðnir 6. júní 1927 og í®rði niður í 24.4 sek.; stóð það ^haggað við lok þessa tímabils. Svo sem fyrr getur, tók Fákur nPp 350 m. hlaup fyrir þá stökk- hesta, sem hlotið höfðu einhver Verðlaun í 300 m. hlaupinu. Vav kept í því hlaupi í fyrsta sinn 20. maí 1929, og lágmarkshraði til I. Verðl. ákveðinn 28 sek. Varð þá hlutskarpastur Dreyri (Eyjólfs Gíslas.) á 27.8 sek. 18. maí 1930 setti Dreyri nýtt met, 26.9 sek., eö ruddi því þegar á næstu kapp- reiðum 9. júní, þá um sumarið og f®rði niður í 26.6 sek. Þessu síð- ara meti Dreyra hnekti Neisti ^Bj. Vigfúss.) 5. júlí 19131 og Lærði niður í 26.4 sek. Meira. Hann: Það er meiri karlinn, bessi Jensen kaupmaður. Alt, sem ^ann snertir á, verður að gulli. Hún: Þá ætla jeg að biðja hann að snerta á armbandinu, sem þii gafst mjer í jólagjöf. Páll á Hjálmsstöðum: Vor i f sveit Vorið kallar: Komið út, kliðar varla blærinn, fjöllin halla hvítum strút, horfinn allur snærinn. Falla hvast úr hamragjá hvítra vasta bungur, endurkastast klettum frá kliður rasta þungur. Kvrrist Rún á klettaströnd, klakans hlána leifar. Blik við mánans roðarönd rósa fána veifar. Þröstur hvimar hreiðri hjá, hræðslu svima sleginn, Svifinn himinsölum frá, sólar brimi þveginn. Lyftist vallar liljublað leyst úr mjalla spjörum, vorið hallast vengi að, vetur karl á förum. Vorið bannar værðum drótt, vors eru’ annir seimur, vorið sannan veitir þrótt, vor er annar heimur. Lifna móar, flár og fit, flesjur gróa víðar, blaðafrjóvgar bregða lit, birkiskógarhlíðar. Undir glæðum ársólar endurfæðast grundir, æska bæði og elli þar eiga næðisstundir. Tínir í klettum kindafans kjarnarjetti stundum. hrossin Ijettum loga dans leika á sljettum grundum. Villir sjónir tíbrá tær, túnin blómum vefjast, stillir tóna fossinn, fjær fuglarómar hefjast. Hamrasali hljómar við hó og smalasöngur. Gljúfratali og giljanið glymur dalur þröngur. Hefjast rómar fugla, fjær fossinn tóna stillir, vefjast blómum túnin, tær tíbrá sjónir villir. Lof þjer hátt um lög og ból ljóða sáttir munnar, dýrðarmáttug mikla sól móðir náttúrunnar. Smælki. Á veitingahúsinu: Gesturinn: Hvernig er það með þessa krana? Jeg get alls ekki fundið, hvor gefur heitt vatn og hvor kalt. Þjónustustúlkan: Það er mjög einfalt mál, herra. Kraninn, sem stendur á „Heitt“, gefur kalt vatn, og sá, sem stendur á „Kalt“, hann gefur líka kalt vatn. ★ — Er konan yðar alveg eins falleg og áður? — Já, en það tekur lengri tíma núna. í Leonia var Anreus Anrews sektaður fyrir að brjóta heilbrigð- isreglugerð bæjarins, með því að hafa hest í híbýlum sínum. ★ — Standið rjettur og upp með höfuðið, 57! — Já, herra liðsforingi. — Nei, hærra með höfuðið — og látið það ekki síga niður strax aftur. — Á jeg altaf að ganga með höfuðið svona? — Já, altaf. — Þá ætla jeg að kveðja yður, herra liðsforingi, því að þá sje jeg yður ekki lengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.