Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 141 hætti skeytasendingin frá St. Pierre og var eins og línan hefði verið klipt sundur. Allar hugsan- legar leiðir voru reyndar til að ná aftur sambandi við St. Pierre, en það varð alt árangurslaust. Um klukkan 4 nóttina áður hafði gert versta veður í Fort de France, svo margir bæjarbúa voru á fótum alla nóttina, því talsverður uggur var í mönnum ? Hvað hafði nú gerst í St, Pierre 1 — Einhver hörmulegasti atburður, sem sögur fara af. Á rúmlega einni mínútu hafði eldgos frá Mont Pelée drep- ið 40.000 íbúa St. Pierre og jafn- að bæinn við jörðu. Einungis tveir menn, alþaktir brunasárum, höfðu bjargast. Þennan umrædda morgun lágu 18 skip á höfninni í St, Pierre, en einungis eitt þeirra komst und- an. Það var skipið Roddam, en það lá fjarst bænum. Hin ýmist brunnu eða sukku þar á höfn- inni. En þó Roddam kæmist und an, ljetu margir þar um borð líf- ið, en aðrir voru þaktir bruna- sárum. Af skipshöfnum þeirra 18 skipa, sem lágu á St. Pierre-höfn, björguðust alls liðlega 30 manns. Þessum mönnum sagðist þannig frá atburðunum: Kl. 8 heyrðu þeir ógurlega bresti og upp úr gýgnum á Mont Pelée gaus rauðglóandi skýmökk- ur. Mökkur þessi gaus ekki beint í loft upp, heldur geystist fram lárjett, í stefnu á St. Pierre. Fremsti broddur þessa skýmökks var sem logandi eldur, sem dró á eftir sjer langan, kolsvartan reykhala. Jafnframt fjell glóandi steinregn alstaðar niður. Þegar þessi mökkur náði bænum St. Pierre, sópaði hann húsunum um og lagði bæinn 'í rústir, eða kveikti í húsunum, Sterklegur 15 metra hár vitaturn sópaðist burt, svo ekki var annað sýnilegt af honum en undirstaðan. Þessi sjón blasti vjð skipsmönnum á Rod- dam, er þeir hjeldu burt frá St. Pierre. Nú víkur sögunni aftur til íbú- anna í Fort de France. Þegar ekki varð yart neins lífsmarks frá íbúum St, Pierre, var skipið Le Marin (lö Mareng) sent af stað I til að athuga, hvað um væri að Aðalgatan í St. vera í St. Pierre. Strax eftir komu sína til St. Pierre sendi skipið frá sjer þau skilaboð, að St. Pierre stæði í björtu báli. Fjöldi annara skipa hjelt nú af stað frá Fort de France til St. Pierre og tók fjöldi farþega sjer far með skipum þessum, til að bjálpa og forvitnast um ættingja og vini. Skömmu eftir að skipin komu til St. Pierre, fjekk fólk þetta þær sorglegu frjettir, að enginn hefði komist lífs af. Það er þó ekki alveg nákvæmt, að enginn hafi komist lífs af. Talið er að tveir menn hafi kom- ist við illan leik úr þessum hörm- ungum. Þegar björgunarliðið kom til St. Pierre, heyrði það einhvers- staðar neyðaróp, en gat ekki í fyrstu áttað sig á, hvaðan þau komu. Loksins fundu menn svert- ingja einn í djúpum kjallara und- ir fangelsi bæjarins og björguðu honum, nær dauða en lífi. Á uppstigningardagsmorgun hafði fanginn Ciparis, en svo hjet negri þessi, verið að vonast eftir morg- unmat Sínum. En alt í einu gaus glóðheitur skýmökkur inn um lít- ið op á klefahurðinni. Klefinn var hiiisvegar gluggalaus. Má nærri geta, að þetta hefir verið fremur óskemtileg vistarvera, en einmitt þessi frágangur klefans hefir orðið til þess að bjarga Ciparis frá sömu örlögum og hin- um öðrum íbúum St. Pierre. En hinsvegar var hann alþakinn brunasárum. Þrír dagar liðu frá því að eldgosið varð og þar til honum var bjargað. Pierre eftir gosið. Hinn maðurinn, sem bjargað var, hjet Leander og var hann skósmiður, sem átti heima í út- jaðri bæjarins. Komst hann af eigin ramleik til nágranna sinna, sem búsettir voru utan til við bæinn. En alt heimilisfólk hans fórst í eldgosinu. Mörgum getum hefir verið að því leitt, hvernig á því stóð, að eldgosið tók þessa lárjettu stefnu, beint á St. Pierre, og hinsvegar, hvað það var, sem raunverulega olli dauða íbúanna í borginni. Gosstrókarnir standa venjulega beint í loft upp, en það er hraun- leðjan frá eldfjöllunum, sem vell- ur niður fjallshlíðarnar. Það, sem menn halda að þarna hafi átt sjer stað, er þetta: Gosstrókurinn hafi verið svo blandaður gjalli og hraunleðju, sem þyngdi gosið þannig niður á við. Og ennfremur, að gosið hafi komið út um hliðar- gýg á fjallinu. Nokkru eftir aðal- gosið myndaðist steindrangur, eða stein-„tappi“, í aðalgýgnum, sem var um eitt skeið 650 metra hár. Um hitt atriðið, hvað það var, sem varð íbúum St. Pierre að bana,. er þetta tekið fram: Mörg líkanna voru óþekkjanleg vegna bruna, sum alveg brunnin, að undantekinni lítilli beinahrúgu. En á sumum líkanna varð ekki í fljótu bragði sjeð neitt óvenju- legt, fyr en þau voru svift klæð- um og stór brunasár innanklæða komu í ljós. Á legu og útliti þess- ara líka varð það ráðið, að ham- farir Mont Pelée höfðu komið þessum íbúum svo á óvart, að Framh. á bls. 143.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.