Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Side 2
lfiö LESBÓK MORGUNBLAÐSmS Þessi mynd er af málverki, sem talið er að vera af þrem konum Gyldenlöwe og sje María Grubbe á miðri myndinni, en maðurinn til hægri Gyldenlöwe, Fyrsti maður Maríu Grubbe, U. F. Gyldenlöwe. Sti Hoeg mun hafa haft nokkru meiri tilhneigingu til ektakvinnu Gyldenlöwe en vera ber og Hans Hágöfgi komst á snoðir þar um, skilaði hann af sjer kvinnunni, en Sti Höeg varð að yfirgefa sinn ektamaka og strax hypja sig útúr kóngsins ríki og löndum“. Nú fer að halla undan fæti fyr- ir Maríu Grubbe. Frá þeim dög- um er hún sótti um skilnað við Gyldenlöwe er til brjef frá henni til konungs. Þar segir: „Jeg vildi gjarna sjálf undirdáu- ugast talað við Yðar Konunglegu Hátign. En jeg fátæk kona hefi ekki þau föt, sem jeg get komið í á meðal fólks. Miskunnið yður yfir mig og hjálpið mjer til að ná rjetti mínum. Guð mun launa það“. María Grubbe. Konunginum, sem nú var Krist- ján V., var af trúarlegum ástæð- um illa við það að leyfa skilnað þeirra Maríu og Gyldenlöwe. Til - nefndi hann nefnd manna úr guð- fræði- og Jagadeild Háskólans, til þess að segja álit sitt um málið. En að lokum fjell dómur í málinu, þar sem þau fengu skilnað og fult frelsi. En Gyldenlöwe varð að greiða konu sinni háa fjárhæð, sem svaraði' endurgreiðslu á heimanmundi. Sjö árum eftir skilnaðinn gift- ist Gyldenlöwe að nýju, „komt- essu“ Altenbury. Hann var enn ríkisstjóri í Noregi og fjekk auk þess mikil önnur metorð. Eftir 1679 dvaldi hann mest í Höfn, uns hann 20 árum seinna sagði af sjer öllum störfum ,og flutti sig búferlum til Hamborgar, þar sem hann bjó „við ótrúlega kyrð og sparsemi". ★ Eftir 10 ára óhamingjusamt hjónaband var María nú laus og liðug. Hún gat ekki hugsað sjer að setjast að í Höfn, sem hin for- smáða ríkisstjórafrú. Og hún kunni ekki við að leita heim til föður síns að Tjele. Því hann hafði tekið þessu skilnaðarmáli hennar mjög illa og hneykslismálinu með Styge Hoeg. Hún tók því saman pjönkur sínar, peninga og dýr- gripi og hjelt til útlanda. Gyldenlöwe gerði sjer enga rellu útaf brottför frúarinnar. í brjefi, sem til er frá honum til Gá-iffen- feldts segir svo: „Styge Ilöeg og „madame" eru farin með pen:ngana, komin vfr- um Eyrarsund og inn í Svíþjóð. Veit ekki hvernig jeg á um það að dæma. Adieu-. Yðar U. F. G. Engar sögur fara af því, hvar María Grubbe var næstu tvö ár- in. En svo mikið er víst, að á þeim árum tókst henni að eyða öllum móðurarfi sínum. Er ekki nema senniegt að mágur hennar, Styge Höeg, hafi hjálpað henni' til þess, og hafi síðar yfirgefið hana, þegar ekki var lengur fjár- von hjá henni. Kringum 1672 kom María aftur til Danmerkur, þreytt, fjelaus, illa klædd, heim til föður síns að Tjele. Þá var hún nálægt þrítugu. Hún var heima eitt ár. Þá tókst Eiríki gamla að koma henni 1 hjónaband að nýju, gifti hana Páli Dýra að Trinderup. Hún fjekk Nordbækgaard í heiman- mund. f kirkjunni þar er geymt altarisklæði með ártalinu 1678, sem sagt er að hún hafi saumað- Það er ekki nema trúlegt að María Grubbe hafi nú rent hug- anum til fyrri frægðar og glæsi- mensku, er hún nú var orðin bóndakona á Jótlandi, að vísu í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.