Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS L87 góðum efnum. En föðursystir hennar, Regitze, sem átti upptök- iii að því, að hún komst að hirð- inni og giftist konungssyni, var 1 góðu vinfengi við konung og órotningu. Er sennilegt að María hafi enn hugsað sjer að leita að- stoðar hennar. En á árunum 1676—’78 var Re- gitze Grubbe viðriðin alvarlegt eiturbyrlaramál. Hin aldraða ekkja var skapstygg í meira lagi. Henni mislíkaði hnýsni frá greifa- frú einni, Parsberg á Austurgötu, er> gluggi í húsi greifafrúarinnar sneri út að húsi Regitze. Fjekk kún aðalsmey eina, Agnete Budde til þess að setja rottueitur í mat greifafrúarinnar. En þessi morð- tilraun fór út um þúfur og Agn- ete Budde var dæmd til dauða og tekin af lífi á hallartorginu, en þerna Regitze, Lúcía, var dæmd 1 æfilangt fangelsi. Sjálf slapp Hegitze .við aðra hegningu en þá, nð henni var vísað frá Höfn og hún skylduð til þess að hafast við aHa sína æfi á Borgundarhólmi, en sú hegning var talin hræðileg tyrir heldra fólk í þá daga. Eiríkur Grubbe var nú farinn að reskjast. Vildi hann því fá að- stoð við bústjórnina á góssi sínu. Eldri systir Maríu Grubbe hafði árið 1674 fengið skilnað að lög- um við Styge Höeg. Giftist hún árið eftir Jörgen Ahrenfeldt. Hann var frægur fyrir ofsóknir á hendur galdramönnum. Á jólum 1684 var María Grubbe asamt manni sínum í heimsókn að Tjele. Þá bað hann þau hjónin að Hytja til sín og taka góssið á ^eigu. Þetta varð, og alt fór nú friðsamlega fram um skeið. En þegar Grubbe gamli gerði erfða- skrá sína og gerði Maríu að aðal- erfingja sínum, þá komst Jörgen ^hrenfeldt að því og sendi kæru «1 konungs. En Páll Dýri, nú- verandi maður Maríu, hafði feng- konungssamþykki fyrir erfða- skránni. Nú ákvað konungur að uefnd yrði sett i málið til að rann- Saka það og koma sættum á. G!ekk ]engi í því málaþrasi. Hn meiri úlfaþytur var þó um ■Maríu. Fyrir mörgum árum var hún komin í týgi við vinnumann a Tjele, Sören Möller, er síðar varð ráðsmaður þar. Samlíf þeirra varð heimilisfólkinu augljósara eftir því sem stundir liðu. Páll Dýri maður Maríu oft ekki heima. Orðrómurinn um þetta hneykslis- mál dreifðist út um alt Jótland. Páll Dýri ljet sig þetta lengi vel litlu skifta. Hann vildi forðast vandræði og málarekstur. En það var Eiríkur gamli, sem varð að lokum að grípa í taumana. Hann skrifaði konungi og kvartaði sár- an yfir því, hvernig dóttirin skap- raunaði sjer með hi'nu ósiðlega framferði, þetta væri „siðlaus skepna“, sem hann vildi að rekin yrði upp á lífstíð til „Borrig- holm“. Og að lokum varð Páll Dýri að sækja um hjónaskilnað — þó „ef hægt væri án þessað höfð- að yrði mál“. Þetta var ekki hægt, og var nú rjettvísin sett af stað, með öllum þeim gauragangi, er tímarnir heimtuðu. Stiftamtmaðurinn Mog- ens Skeel yfirheyrði alt vinnu- fólkið á Tjele og Nörbæk, en þar var María í vörslu bænda, að boði konungs, meðan á málinu stóð. ★ Það var sitt af hverju, sem kom í dagsljósið við yfirheyrslurnar. Öll vitnin voru Maríu andsnúin. Og ekki bætti það úr skák, að ástvinur hennar, Sören, hafði sýnt vinnukonu á Tjele banatilræði, og var settur í tugthús í Skander- borg. Einkennilegt var að sjá, hvernig þrjóskan óx í Maríu Grubbe, eftir því sem meira svarf að henni í málarekstrinum. En jafnframt blossaði upp ást hennar á hinum óheflaða vinnumanni, sem fyllilega kunni að notfæra sjer þau sjerrjettindi, er honum höfðu fallið í skaut. Þau mótuðúst líka hvort af öðru, er tímar liðu, enda sveik hann ekki Maríu á sama hátt og fyrri menn hennar af æðri stigum höfðu gert. í skýrslu sinni um rannsókn málsins kemst stiftamtmaðurinn þannig að orði: „Eftir að þessi vinur hennar er kominn í tugt- húsið í Skanderborg, hefir hiin verið mjög óþolinmóð, og viljað selja alt, sem hún hefir getað við sig losað, til þess að kaupa honum frelsi. Við stefnuna í Viborg 1691 mætti Páll Dýri einn af máls- . aðilum. Eiríkur Grubbe sendi hinn tengdason sinn og fyrir Maríu mætti fógetinn Larsen Dyster. Konur og karlar voru yfirheyrð, og vefjarkona Maríu, Anna Knúts- dóttir bar fyrir rjetti, að hún hefði orðið að „verma rúmið handa honum (Sören ráðsmanni) og eitt sinn svaf hann ölvímuna úx sjer í rúmi frúarinnar. í ann- að sinn komu þau frúin og hann frá Viborg. Þá ljetxhún búa um sig á gólfinu, en hann „breiddi úr sjer í stólpasænginni“. Vitni einu hafði frúin sagt, að hún vildi fá skilnað við Pál Dýra, til þess að geta fengið Sören ráðs- mann, því hann væri svo lagleg- ur og lipur piltur, og svo fjelli henni svo vel lyktin af tjöru og hrossataði, hún vildi hann fremur en alla aðra, þó hann ætti ekkert annað en garmana, sem hann stæði í. Heldur skyldi hún frelsa hann með eiði, en að hann kæmist í vanda, því það v(æri ekki annað en hugarburður, að heilög þrenning væri í fingrunum þrem. Guðs sonur skyldi vissulega sitja í hennar fingrum, hvað sem hún gerði. ★ Þegar Mogens Skeel heimtaði að hún kæmi sjálf til yfirheyrslu, hann sendi menn með vagn til að sækja hana, svaraði hún því til, að það sje fyrir neðan virðing hennar, sem tiginborinnar konu, að mæta við slík rjettarhöld. En vörn hennar er öll gagnrýni á það ómerkilega fólk, sem vilji níða hana niður. En hún er dæmd brot- leg með dómi 23. mars 1691 og þau eru skilin Páll Dýri og hún. Enn var hún frí og frjáls, en nú er hún 48 ára. Samt vill hún reyna hjónabandið á nýjan leik. Þau taka saman, Sören Möller og hún og hverfa til útlanda. Eigi er vitað um ferðir þeirra, nema hvað um það vitnaðist, að þau höfðu ofanaf fyrir sjer sem trúðleikarar á markaðssamkomum. Árið 1697 frjettist aftur til þeirra með vissu. Þá er Sören orð- inn þreskingarmaður hjá v. Pless- en yfirforingja riddaraliðsins á Möen. Nú vilja þau giftast María Framh. á bls. 192.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.