Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Page 4
188 LESBÓK MOJtGUNBLAÐSINS „Sjómannslíf í Herrans hendi, helgast fósturjörð“ Frá sjómannadeginum 7. júní. Sunnudaginn 7. þ. m., sjó- mannadaginn, var sjómanna- guðsþjónusta haldin í Fríkirkj- iinni, og hófst hún kl. 11 f. h. Fjöldi sjómanna hlýddi messu. Ríkisstjóri íslands var viðstadd- ur. Síra Árni Sigurðsson prjedikaði og lagði út af Post. 27, 20—29. Er það kafli úr frásogn Postula- sögunnar um sjóferð Páls post- ula til Rómaborgar. Textinn hefst á þessum orðum: „Og er hvorki sást til sólar nje stjarna marga daga og illviðrið, sem á lá, var ekki lítið . . . .“ En niðurlag text- ans er á þessa leið: „Og af því að þeir óttuðust, að oss kynni að bera upp á 'sker, köstuðu þeir fjórum akkerum úr skutnum og óskuðu að dagur rynni“. Aðal- áherslu lagði sr. Árni á þessi orð Páls til hrakningsfjelaga sinna: „Verið því, menn, með öruggum huga, því að eg treysti Guði“. í upphafi ræðunnar lýsti sr. Árni baráttu þeirri, sem fjelagar Páls áttu í, og hvílík stoð og styrkur þeim var það í hinni ýtr- ustu neyð, að Páll var innanborð.s, með sína sterku trú á þá fyrir- ætlun Guðs, að þeir skyldu allir komast af. Síðan sagði hann m. a.: „Lífi þessarar kynslóðar mætti mað allmiklum rjetti líkja við baráttu mannanna á skipi Páls við ofurefli hafs og storma. Hún lifir nú þrautanótt, er lítt sjer til sólar og stjarna .... Best mun sá staddur nú á dögum, sem bíður birtingarinnar með hugarfari og trú Páls postula . . . Von vor og trú, eins og Páls, byggist á því, að það sje yfir oss vakað. Mann- kynið sje ekki látið afskiftalaust, enda þÓtt það verði að líða og þola mikið, er öfl- Andkristsins og syndarinnar ná yfirhönd um stund, heldur sje það þegar ráðið í Guðs eilífu fyrirætlun, að bætt skuli vandræði veraldarinnar, og mannkynið ná í friðarins höfn . .. . . . Þannig skulum vjer öll hugsa og trúa, fslendingar. Vjer erum öll á ferð á sama skipinu, litlu, brothættu' fleyi . . . Á fari vora bylja nú og brotna öldur styrj- aldarinnar, framar en nokkurn vor á meðal gat órað fyrir . . . Vjer þurfum því sannarlega að. eiga þá fullvissu Páls postula, að það sje vilji Guðs og fyrirætlun, að þjóð vor skuli loks ná friðar- og farsældar höfn .... Vjer höldum nú dag sjómann- anna. Og það virðist rjettmætt, að sú stjett eigi sinn sjerstaka dag“. Þá lýsti síra Árni sjerstöðu sjómannastjettarinnar, dýrmætu starfi hennar, harðri baráttu, og mörgum og stórum fórnum í þarf- ir þjóðar sinnar, og sagði síðan m. a.: „Sjómannastjettin á að verðleikum svo miklum vinsældum að fagna á landi voru, að þjóðin öll hugsar til hennar hlýtt og með virðingu og þökk á degi hennar. En það er ekki nóg. Alla daga og nætur á sjómannastjettin og ást- vinir sjómannanna að vera undir fyrirbænum og blessunaróskum allra kristinna manna á íslandi. Og þegar sjómannastjettin hefst handa um mikilvæg rjettlætis- og velferðarmál sín, eins og það, að búa gömlum og þreyttum fjelög- um stjettarinnar hvíld og sæmi- lega daga í ellinni, þá á öll þjóð- in einhuga að styðja þá fyrirætl- un........ En textinn minnir oss líka 4 það, sem er kraftur og sigurafl sjómannsins í baráttu hans ásamt hæfileikum hans, karlmensku Það er sú trú, sem segir með Páln „Verið, menn, með öruggum huga, eg treysti Guði“. Og þetta er ætíð vissa kristins sjómanns: „Við stríð og frið, við storma og skin á dröfn, þín stefna’ er föst, þín bíð- ur örugg höfn“. Og engin trú er betri til sæfara og harðræða, en þessi örugga og fasta trú á eilífa, guðlega handleiðslu og farsæl ferðalok . . . er leggur út á djúp- ið eftir orði Drottins, til þess að heyja með Guði gott stríð, ástvin- um sínum, þjóð og ættjörð til blessunar. „Það er eins og ísland bendi yfir vík óg f jörð: Sjómanns líf 1 Herrans hendi helgast fósturjörð". . . . Svo lauk síra Árni máli sínu með innilegri fyrirbæn fyrir sjó- mönnunum, landi og þjóð. Yfir allri guðsþjónustunni hvíldi hátíðarblær og tilbeiðsluandi. Var síðan gengið úr kirkju. — Verður konan þín ekki bál- vond, þegar þú kemur svona seint heim? — Nei, hún verður fegin. — Ertu viss um það ? — Já, því að áður en jeg fór cpnaði jeg búrið með hvítu mús- unum í — svo hún verður himin- lifandi, þegar jeg kem heim og get lokað þær inni í búrinu aftur. ★ — Hversvegna ertu að gráta, væni minn? — Við eigum að fá sætsúpu og pönnukökur að borða heima í dag- — Nú, er það nokkuð að gráta út af? —J Já, jeg rata ekki heim. ★ Konan (við húsbóndann): Jæja> svo þú situr hjer og slórar í stað þess að hjálpa mjer við hrein- gerningarnar. — Mjer er það ómögulegt — jeg er altaf svo lasinn •— sv0 skjálfhentur ennþá. — Jæja, þú getur þá hrist gólf- mottuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.