Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Síða 6
190 LESBOK morgunblaðsins JAN SMUTS • — forsætisráðherrra Suður-Afríku Jan Smuts var gerður að mar- skálki í breska hernum 24. maí 1940. Að ýmsu leyti var þetta sögulegur viðburður, því að Smuts var fyrsti maður, sem hef- ir hlotnast þessi tign, eftir að hafa byrjað hernaðarferil sinn með því að berjast á móti Bret- um. Jan Smutz var nefnilega mik- ils metinn herforingi meðal Búa áður fyr og stjórnaði miklum hernaðaraðgerðum gegn breska hernum. Þar að auki er Smuts fyrsti stjórnmálamaður í Suður- Afríku, sem samtímis hefir gegnt störfum forsætisráðherra og her- málaráðherra, og fyrsti Suður- Afríkumaður, sem hlotnast hefir sæti í allsherjar stríðsstjór?i breska heimsveldisins. Jan Smutz er fæddur árið 1870, nálægt þorp- inu Malmsbury, um 50 km. suð- ur af Höfðaborg. Var hann næst elsti sonur efnaðs hollensks bónda, en móðir hans var af frönskum Húgenotta-ættum. Hann fekk strangt uppeldi, því að Bú- ar voru á þeim tíma siðavandir og alvörugefnir menn, enda ját- uðust þeir kenningu Kalvins. Hann hefir sjálfur sagt svo frá, að hann hafi verið viðkvæmur og feiminn á uppvaxtarárunum. Hann kom ekki í skóla fyr en hann var 10 ára gamall, en þá komu brátt í ljós hinar frábæru námsgáfur, sem hann var gædd- ur, enda gleypti hann í sig hverja bókina á fætur annari og fekk brátt á sig það orð, að hann væri „sjór“ að læra. Hann lagði svo hart að sjer und- ir stúdentspróf, að hann veiktist, en samt sem áður lauk hann glæsi legu prófi og innritaðist í Viktoría-háskólann. Þar lagði hann fetund á hollensku, þýsku, ensku og grísku. Auk þess vann hann mikið í frístundum sínum, ritaði blaðagreinar fyrir háskóla- tímaritið og önnur blöð, rak sunnudagaskóla fýrir svertingja Jan Smuts. og stundaði heræfingar með sjálf- boðaliðum. ★ Smutz var á þessum tíma mjög ómannblendinn og átti fáa vini meðal stúdenta. Þó kyntist hann í háskólanum ungri stúlku, Sib- yllu Margrjetu Krige, og henni giftist hann 9 árum seinna. Við Viktoría-háskólann lauk hann prófi í bókmentum og ákvað að leggja síðan stund á lögfræði, þó að faðir hans legði hart að honum að nema guðfræði og ganga í þjón ustu kirkjunnar. Hann undirbjó sig því af kappi undir laganám og vann samkepni, sem haldin var meðal þeirra stúdenta, sem vinna vildu frípláss við háskólann í Cambridge. Hann lauk laganámi í Cam- bridge með miklum ágætum og hlaut tvenn fyrstu verðlaun. Árið 1894 buðust honum rjettindi til að flytja mál fyrir hæstarjetti og ennfremur kennarastaða í Cam- bridge. En hann kaus heldur að hverfa aftur heim til Suður- Afríku. Hann gegndi um hrið hæsta- rjettarmálaflutningsstörfum í Höfðaborg og fekk brátt mikinn áhuga fyrir stjórnmálum. Um tíma aðhyltist hann einlæglega stefnu Cecils Rhodes’ um fram- tíðarmál Suður-Afríku, en eftir því sem landvinningaáform Breta urðu berari, gerðist hann and- hverfari stefnu þeirra og hallað- ist æ meira að stefnu Krúgers’ um stofnun frjáls lýðveldis í Suð- ur-Afríku. Árið 1898 gerðist hann saksókn- ari ríkisins, en árið eftir braust Búastríðið út. Smutz gekk þegar í lið með la Rey hershöfðingja í Vestur- Transvaal. Ári síðar, þegar Búar höfðu nær gefist upp, rjeðist hann með einvalaliði yfir Oraníu- fljót og inn í Höfðanýlendurnar. Með þessu flutti hann stríðið inn í land óvinanna, og var ætlan hans að hvetja Hollendinga í Höfðanýlendum til að taka upp vopn gegn Bretum.. Hann kom bresku hershöfðingjunum alger- lega að óvörum, og hin litla vík- ingasveit hans, sem upprunalega nam 250 manns, var orðin 3000 manna her, þegar friður var sam- inn og honum skipað að gefaðt upp. Það er rjett að geta þess, að stofnun þessarar víkingasveitar varð mörgum árum síðar, eða nú í þessum ófriði, til þess að gefa víkingasveitum Breta það nafn, sem þær bera. „Commando" var nafnið, sem Smutz gaf þessu liði sínu, og þessu nafni nefnast úr- valsveitir þær, sem Bretar senda til strandhöggs á hendur óvinum sínum. Það er augljóst, að á þessum hernaðarárum þroskaðist Smutz mikið. Að stríðinu loknu var hann ekki lengur ungur, grann- vaxinn lögfræðingur og menta- maður, hann var orðinn harðgerð- ur, skeggjaður hermaður. Hann hafði vanist við að gefa fyrirskip- anir og sjá til þess að þeim yrði hlýtt. Hann hafði fengið á sig það hermenskúsnið, sem einkent hefir liann alla æfi 'síðán. Að stríðinu loknu gerðist hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.