Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 3
LESBÖK MOBOTTNBLAÐSTNS 211 er einhver framfarabragur og fjör yfir henni. Nú sóttum við sjerstaklega vel að. Sólin skein, á götunum var krökkt af gang- andi mönnum og ríðand’. Höfn- in var full af skipum. Það var víst einhver hátíði«dagur, því að flögg voru dregin á stöng. Menn hlógu og ræddust við. Stepan, fylgdarmaour okkar, varð að sjá um hes na, svo var honum boðið til miðdcgisverðar, ásamt föður sínum. Við þektum af afspurn hinn nafntogaða gestgjafa á gistihúsinu. V'gfús Sigfússon. Og þegar við nú kyntust honum, kom hann fyrst fyrir sjónir eins og gestgjafi í einhverju gistihúsi í Dawson City. Hann leit út eins og maður, sem hefði reynt sitt af hverju og gæti sagt frá ýmsu, ef svo bæri undir. Jeg var dauðþyrstur og blóð- langaði í hálfflösku af öli. Jeg arkaði inn í eitthvað, sem líkt- ist veitingastofu. Þar sátu tveir drykkjurútar, hvor með sína flöskuna á munninum. Jeg hafði ratað. Jeg fjekk danskan bjór. Og eftir það fór jeg upp í herbergi mitt og snyrti mig, og var sannarlega ekki vanþörf á því. Það var komin á mig ljót móbrún skurn af eldfjallaryki á ferðalaginu. Sýnilega blágrýt- isdust. Jeg er ekki jarðfræðing- ur, en landabrjefið segir mjer, að þetta sje blágrýtishjerað. Við gengum niður í matsal- inn og snæddum miðdegisverð. Hvalkjöt þykir mjer ekki gott. En það var líl:a annað á borð- um. Stephan og faðir hans fjell- ust á framkvæmdir okkar. Við kyntumst Vigfúsi gamla betur. En sólin skein hið nýja laöaði. Við hurfum út á götuna á Akur- ^yri. Jeg hafði meðmælabrjef til skálda í bænum. Nú er hver Is- lendingur skáld, svo að með- mælin voru eiginlega óþörf. Jeg ákvað að ArufLa ekka skáldiin í framtíðardraumum þeirra um uýja gullöld í landinp. Jeg hef líka hitt fyrir svo mörg skáld á ævinni, að það má vera meira en uóg. Ennfremur er jeg sjálfur einskonar skáld, og ef jeg hitti fyrir einhvern af ’^essum gömlu heimsskautsbaugsskáldum, gæti ef til vill sprottið af því einskon- ar skáldarígur, og jeg vil hafa frið. Og ánægju. Jeg hjelt, að Calle Daniel væri skáld, þeg- ar jeg spurði hann einu sinni á reiðinni í sannarlega háskalegu fjalllendi, silkigrænu og fögru. — Nú, Calle, hvernig líst þjer á Island? Með sannarlegu Stokkhólms- þunglyndi svaraði hann við- stöðulaust: Ja, mjer finst það minna á Lagársgárde, þó að það sje hólóttara. Hæ, Calle Daniel. Úti á götunni bar brátt fyrir mig það lygilegasta nef, sem jeg hefi sjeð, jaínvel í tryltasta draumi. Það er óhugsandi, að áfengið eitt geti skapað svona tröllslegt verkfæri. Það var, varlega álitið, þriðjungur hauss- ins að teningsmáli og alsett \örtum, og margvíslegt sköpu- lag þeirra kom mjer til að roðna. Jeg hefi dregið spje- myndir í mörg ár og ekki verið feiminn, þegar um nef var að ræða. En hjerna varð jeg að láta í minni pokann. Mjer fanst jeg vera viðvaningur. En í Siglufirði var mjer sagt, að einskonar elefantiasis vii*tist ekki ótíður á Islandi. Þessi kvilli legst í fætur og leggi. Það má vera, að hann leggist einnig á aðra hluta líkamans. I þessu til- viti mundi jeg vilja kalla það mastodontiasis 1). Jeg elti eig- anda þess nefs. Hann skautst brátt inn í veitingakrá. Ef til vill er brýn nauðsyn á algeru áfengisbanni. Fallegar stúlkur með sniðug- lega gerð höfuðföt óku á reið- hjólum. Það var eins konar norrænn, ótaminn yndisþokki yfir andliti þeirra. En mjer fanst eitthvað glaseygt við þær. Er ekki of mikið um skyldleikagift- ingar og úrkynjun, sem af þeim leiðir, á íslandi? Jeg reiði mig á hæfileika minn að lesa lynd-> Mastodon var fomaldar- dýr, líkt fíl að sköpulagi, en miklu stærra og ferlegra. iseinkunnir úr svip manna. Eru íslendingar ekki að verða út- eygðir, örlítið tileygðir? Mjer kom þorskur í hug og dapur- legt augnaráð vegna hugboðs um þetta, sem koma skal — þjóðlegan skjálg. Og tennur þeirra eru óskap- legar. Því meiri sem menningin er, því skemdari tennur. Er kaff- inu um að kenna eða tann- burstanum? Eða hvorutveggja? Leyfið mjer að renna grun í að tannburstinn sje óspiltri þjóð hættulegri en lcaffið. En að kaffi sje einnig hættulegt. — Hverfið aftur, ó, íslendingar, að hertum hausum og kæstum hákalli. Og leitið kvenna að ut- an. Það voru margar ykkar, sem hjetu Ingibjörg, en fáar, sem líktust Ingibjörgu í Frið- þjÓÍS SÖgU. Ekki er víst að það andlega fjör, sem veldur því, að ísland er það land, sem hefur flest blöð og tímarit í heimi eftir fólksfjölda, sje svo mikilsvert. Þetta gæti bent á, að það væri á villigötum. Því að ef þessi tímarit eru lesin niður í kjölinn, er meira vert um fjölda þeirra en innra gildi. Jeg játa, að ís- lenskur bóndi hefir til jafnaðar meira áhuga á bókmentum og stjórnmálum en sænskur bóndi og fylgist betur með um áhuga- mál lands síns, en hann skortir víðsýni. Honum finst ef til vill meiri sómi í því, að geta rakið ætt sína alt frá landnámstíð fyr- ir þúsund árum og að vera kom- inn af einhverjum norskum stór- bónda, sem kallaði sig konung í dal sjnum, heldur en að vinna í raun og veru að framförum í landinu. Og nú hygg jeg einn- ig (í svigum), að einn affara- sælasti Ijóður á ráði sænskra bænda sje sá, er þeir muna ekki lengra en til afa sinna. Og þeir vita tæplega hvað afi þeirra hjet. Með þessar og þvílíkar kend- ir og hugrenningar göngum við um göturnar á Akureyri. Við göngum í búðir og kaup- um framleiðslu landsins, en við finnum, að flest af því er gert Framhald á bls. 214.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.