Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 7
LÍSSBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 heldur erindi og að lokum þessa ósk um ,,vorwárts“ landinu til handa. Ef til vill eru erindin illa þýdd — um það er mjer ekki kunnugt; en þegar menn fá í upphafi eingöngu jarðfræðilegt sjónarmið í meðvitund sína, mundu menn tæplega óska hrær ingu ,,Vorwárts“ til handa landi, sem áður hefur verið skekið af jafn mörgum skaðvænum jarð- eldum, sem orka upp á við, hreinum eldgosum. Og ef til vill enn meira út til hliðar. Það er ervitt fyrir ráðherra að vera skáld. Það ætti að vera auðveldara skáldi að vera ráð- herra. Jeg hefi heyrt úr ýmsum átt- um, að Hannes Haístein sje ágætur og gagnmentaður mað- ur og skáld gott. En þýska kvæðaþýðendur ætti að lífláta við hægan eld. Nú, en jeg er heiðingi, sem allir vita! Við förum inn til gullsmiðs og kaupum hvor sína svipuna, það er keyri með silfurbúnum spanskreyrslegg. Það er metnað ur hvers Islendings að eiga fall- ega svipu. Við keyptum margt í þeirri búð. Calle Daniel keypti fallega biblíu frá 17. öld, hana lætur hann auðvitað leggja í kistu með sjer. Jeg keypti fall- egan hníf og Wulff keypti lít- inn útskorinn kistil, alt fyrsta flokks. Við urðum ákafari og keyptum alt fjemætt, sem mað- urinn í búðinni átti. Jeg eign- aðist annan kistil og eina svipu í viðbóty við keyptum gamla skartgripi og bækur. Við keypt- um nærri því alt í búðinni. Og eigandinn Var þarna rólegur og seldi og seldi. Hann vildi ekki hafa neitt eftir handa sjálfum sjer. Þetta köllum við heimspekingar ósíngirni. Þegar við komum út á göt- una, mættum við áftur mann- inum með nefið. Hann virtist ekki vita af því sjálfur, en bar það fyrir sjer eins og merki — og skautst inn í gistihúsið okk- ar, sennilega til þess að láta það stækka. Akureyri er fræg af hávöxn- um reynitrjám. Fyrir utan hús eitt óx reyniviður nálega jafn- stór þeim, sem faðir minn gróð- ursetti heima fyrir 30 árum. Og jeg get skilið, að það hlýtur að gleðja menn, sem ekki hafa skóg, að sitja í forsælunni undir þessum reynitrjám. Við förum inn í tvær versl- anir, Edinborg og Hamborg. — Þar fæst alt. Þar er á boðstólum dýr heimavinna og ljelegar erlendar vörur. I annari versl- uninni keypti jeg gamlan bauk, silfurbúinn. Það er fullyrt, að Svíar hafi fyrrum drukkið úr hornum. Þessir niðjar Norð- manna taka í nefið úr hornum. Þeir nota eða rjettara sagt not- uðu einnig drykkjarhorn. Jeg eignaðist eitt slíkt á Siglufirði. Ástríður í Möðrudal Guðmundur Friðjónsson sendi Lesbók eftirfarandi grein um Ástríði í Möðrudal, í tilefni af kafla er hjer birtist nýlega úr ferðasögu, og fjallaði um Aðalbjörgu Sigurðardóttir. T eg las með mikilli eftirtekt og J ánægju Lesbókar frásögnina um þá heimasætu, sem tekin er af vörum útlendings, sem vissi hvað hann söng. Svo má að orði kveða, að Aðalbjörg í Möðrndal hafi verið nágrannastúlka Bjarts í Sumarhúsum, því að það er opin- ber leyndardómur, að fyrirmynd H. K. L. að Bjarti bjó í Vetur- húsum í Möðrudalsheiðinni og hjet Bjami. Svo vissir eru gárungar um þetta, að þeir kölluðu Bjarna Bjart í Sumarhúsum, þegar hann var fluttur niður í bygð og varð fyrir ákalsi gárunga á förnum vegi. Bjarni er enn á lífi, því nð hann var eigi jafnaldri Aðal- bjargar í Möðrudal. Þess vegna drep jeg á þetta, að mannlýsingar breska ferðalangsins og skáldsins sem segir sögu Bjarts og Napó- leons, sem kom á fjórum fótum sunnan yfir Klofajökul, morandi í lús, stinga mjög í stúf hvor við aðra. Breski maðurinn rennir hýru og glöggu gestsauga til lífsins sjálfs og leiðir lesendur sína inn í heil- næmt andrúmsloft fólks, sem aldir aldanna hafa fóstrað við móður- brjóst náttúrunnar. Þar gengur dóttir strjálbýlisins til beina, feim in og kurteis, ósmurð í framan og alls ekki opinmynt, með hár- fljettur sem liðast um herðar og bak. Og faðir meyjarinnar er bóka vinur, veðurglöggur og athugull á allar lundir, húsfreyjan kosta- rík og drotningar-ígildi. Þessi skilningur útlendingsins á stöðu og aðstöðu fólksins í strjálbýlinu ornar huga vorum, sem lítur um öxl og skimar í 80 ára fjarska, inn í þá tíbrá, sem hvikar yfir lífrænum sviðum hálfgildings ör- æfa. Margt hefir gerst í Möðru- dal sem þjóðtrúin hefir haft á spöðunum. Þar var Möðrudals- Manga, og þar bjó klerkur með gýgi eða álfkonu, svo að árum skifti. En Aðalbjörg þessi hin væna lifði þar í því andrúmslofti sem vjer drögum að oss og öndum frá oss í raun og veru. Hún var þar heimasæta og giftist þar og dó þar. Ritstjóri Lesbókar, sem náð hef- ir í þessa dýrmætu ferðaminning Bretans, lætur þess getið, að hann viti ekki annað en þetta um Aðal- björgu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.