Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 5
LISBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 Þessi mynd er tekin í einni af birgðaskemmum þýska hersins, þar sem hermannastígvjel eru geymd. svikum. Það er virðuleiki 1 slíkri baráttu. Þá gera menn sitt besta til að bæta fyrir fyrri flónsku sína og reyna að fá tækifæri til að þjóna siðmenningunni á nýjan leik. Og þeir sem ekki deyja munu treysta á fremsta til þess að ger- ast verðugir þegnar hins nýja tíma, sem hinir dánu fórnuðu sjer fyrir, Hinn kosturinn, sem það hefir að segja söguna eins og hún geng- ur, er sá að forlögin hafa komið veröldinni í þá klípu, að nú verð- ur hún að leggja alt undir og sætta sig við að fá sitt týnda pund aftur eða tapa aleigunni tvöfaldri. Ef við skorumst undan leiknum þá verðum við drepnir þar sem við stöndum. En ef við” tökum þátt í leiknum þá leggjum við lífið und- ir. ★ I slíkum heimi eru allir fúsir til að hugsa stórt, nema þeir and- varalausu. í slíkuin heimi geta endurbætur, sem taka mundu margra kynslóða starf á friðar- tímum, gerst á einni nóttu. Hinn sanni tilgangur stríðsins gerir alt ofur skiljanlegt, ef við þornm að gera okkur grein fyrir honum. Við höfum sjeð hvers vegna stríðið braust út. Við sjáum hvað við verðum að gera til þess að vinna stríðið, eða hvað vert er að leggja á sig til þess. Þegar við höfum sjeð þetta getum við dirfst að segja, eins og Saint-Exupery sagði eftir fall Frakklands: „Jeg ®tla að berjast fyrir mannkyninu. Oiegn óvinum mannkynsins — en við sjálfan mig um leið“. Önnur leið er engin til þess að sigrast á byltingunni gegn siðmenningunni. Því að sú bylting kemur ekki fyr en siðmenningin hefir verðskuldað hana. Þeir Ameríkumenn eru til, sem mundu segja, að ef við yrðum að vinna það til að sigra Hitler, að gera aðra kynþætti að jafningj- Uni okkar, þá mundu þeir kjósa að skipa sjer við hlið Hitlers. En þeir mundu ekki segja þetta, ef þeir vissu hvað það er að skipa sjer við hlið Ilitlers — ef þeir vissu, að þegar barbari myrðir veröldina þá skilur hann ekki ann- að en, óskapnaðinn eftir í staðinn. Þá mundi ekki langa til að sjá Ameríku komast á frumstig mann- lífsins. Sannleikurinn mundi skipa þeim við okkar hlið. Það er hægt að koma tauti við allan okkar veikleika og sundrung ef þjóðin fær að vita um tign og virðuleik þessarar styrjaldar, Roosevelts-hatrið, vinnuaflið gegn auðvaldi, eilífíðarmálið um sín- girni mannsins — alt þetta fellur í Ijúfa löð ef stríðið er skoðað í rjettu ljósi. Við getuni alls ekki unnið stríð- ið nema við rísum upp úr því þjóð- lega ábyrgðarleysi, sem Hitler hef- ir grætt svo mikið á. Sigurinn er óhugsandi nema starfað sje með gagnkvæmri samhjálp, og hún verður að vera beinagrindin í því samfjelagi þjóðanna, sem óhjá- kvæmilegt verður, ef tæknin á ekki að verða óbærileg í framtíð- arlífi veraldarinnar. Þetta, að vinna stríðið, er þann- ig ekki aðeins í því fólgið að sigr- ast á heiftarfullri spillingu, sem hefir gert aðsúg að okkur utan frá, heldur líka að lækna þann veikleika og flónsku, sem þjakaði okkur innan frá. Og svo að leggja grundvöll að nýjum og betra heimi, leggja tæknina undir yfir- ráð bræðralagsins, svo að auðlind- irnar eignist skapandi mátt. Sannleikurinn er sagna bestur. Þegar við skiljum tilgang stríðs- ins þá sjáum við það enn, í öllu óðagotinu og vandræðunum, að líf- ið hefir tilgang. Ef við skiljum þá í tíma getum við bjargað ver- öldinni. Sagan er rökföst og þess vegna vitum við að enn er von. Þegnar oltkar eru að farast í stór- kostlegri, óhjákvæmilegi harm- sögu, sem hægt er að snúa upp í sigur. Þeir hafa ekki dáið af slys- förum. Dauði þeirra er ekki ráð- gáta. Meinfýsni maðurinn stóð á- samt mörgum öðrum á tröppum verksmiðjunnar. Kirkjuklukkan sló 12. „Klukkan er tólf“, sagði hann. „Það er þá líklega best að skamm- ast heim til að jeta. Ef miðdegis- verðurinn verður ekki tilbúinn, skal jeg gera ógurlegan dómadags gauragang — og skamma kerling- una mína — en ef hann er tilbú- inn — skal jeg ekki jeta einn einasta bölvaðan bita.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.