Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 1
bék 25. tölublað. 7MoT®umhlwbmm& Sunnudagur 9. ágúst 1942. XVII. árgangur. Bjarni Guðtnundsson: STRATFORD VIÐ AVON ????????????????#???? ?????????? ???### ?????#???###??#??< A Avon-fljótinu synda jafnan •*» mjallhvítir svanir, og því er trúað, að þar hafi þeir jafnan dvalið. Bakkar fljótsins eru sljett ar grundir, þar sem krókuslaukar blómstra árla vors, en skömmu síðar vaxa þar villtar liljur. Þetta er einn fegursti staður Englands, og snemma vors, hinn 23. apríl ár hvert er þarna haldin vegleg minningarhátíð um skáldið Shak^ speare, sem fæddist þennan dag árið 1564. Stratford við Avon er fyrst getið í heimildum árið 691, þegar Aðalráður konungur af Mereia af- salaði sjer hjeraðinu í hendur biskupsins í Worchester. Er þá getið klausturs, sem þar hafi stað- ið frá fornufari. Borgin kemur að öðru leyti lítið við hina róstu- sömu sögu Englands fram á 16. og 17. óld. Innanlands styrjaldir og óeirðir sveigðu jafnan fram hjá borginni, og má vera að þetta sje að einhverju leyti á- stæðan til þess, hve forn hún er að byggingarlagi og hve mjög þar andar unaði og friðsæld. Hjálp- ast bæði náttúrufegurð og forn mannvirki að því að gera hana einn hinn mest aðlaðandi stað á öllu Englandi. Svo er að sjá helst í fljótu bragði, að borgin sje mikið til óbreytt, síðan á tímum Shake- speares. Sum húsin eru svo æva-^ gömul, að það er engu líkara ent i I 'i t IWilliam Shakespeare er oft kallaður „Svanurinn frá Avon", af því að hann er fæddur og uppalinn í smábænum Strat- ford við Avon-fljót. — í stratford-on-Avon er mikið minnis merki um iskáldið. Það er minningarleikhusið, sem á ári hverju byrjar sýningar á afmæli Shakespeares, 23. apríl og starfar fram í miðjan september. t I t .*.*.*..*.«?».*..*.«*».*».*..•»»*. ••»*v^**.*. .?. .*• .•»••••••*••••• ••••••••• ••••**•**»*••*• *•»•**••• •**••* *•••*•**••*• **»•*• •*•**•••* •*****•****? »*••*•?*•?*•?* Shakespeare-minningarleikhúsið í Stratford on Avon. Myndin er tekin frá ánni Avon. að þau hangi uppi af gömlum vana, miklu fremur en af nokk- urri skjmsamlegri ástæðu. Er þetta einkum eftirtektarvert með þau hús, sem byggð eru þannig að efri hæðin, eða rishæðin, skagar lítið eitt fram yfir neðri hæðina, sem virðist alveg svigna undir of- urþunga þaksins. Þarna má enn sjá hús með moldar- og steingólf- um, víða er útflúr gert af hinni mestu trjeskurðarlist, en öllu er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.