Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 2
258 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Louis Bromfield: INDLAND og INDVERJAR T1 ilraunir Sir Stafford Cripps * til að komast að samkomu- lagi við stjórn Indlands, hafa mis- hepnast. En með því er nú sög- unni ekki lokið. Hvenær sem vera skal, geta Japanar gert innrás í Indland. En með því væri sag- an ekki heldur fullsögð. Því að það þýðir ekkert að gera innrás í Indland. Það hafa oft verið gerð ar innrásir í Indland, en innrás- armennirnir hafa altaf lotið lægra haldi, því að þeir hafa samlagast indversku þjóðinni, orðið Indverj- ar. Það, sem við verðum fyrst af öllu að gera okkur ljóst, er það, að Indland er gríðarstórt land. Þar býr mikill fjöldi manna og þar er gnægð ónotaðra auðlinda. Ind- land er land trúarhragðanna, og jafnframt flæðir yfir það alda þjóðernishreyfingarinnar. Jeg held líka, að nauðsynlegt sje að gera^. sjer það ljóst, að mótþrói ind-^ versku stjórnarinnar við Sir ’ Stafford Cripps, er hann var að|5 reyna að komast að samkomulagi við hana, er aðeins hluti af stór- kostlegri atburði: Umbreyting- unni og hyltingunni, sem helst í hendur við stríðið í breska heims- veldinu. Jeg held, að enginn, jafnvel ekki svartasti afturhalds- sinni haldi að þetta stríð hafi ekki í för með sjer neina breyt- ingu fyrir breska heimsveldið. Jeg held, að það sje ekki Bret- um að kenna, að samkomulagsum- •leitanirnar báru engan árangur. Jeg held líka, að Indverjum sje ekki heldur hægt um það að kenna, því að Indverjar eiga svo mörg vandamál við að etja og flokkadrættir eru svo miklir með- al þeirra, að samvinna er ill- möguleg. Ef nokkru er um þetta að kenna, þá er það því, hve heimskulega Bretar hafa hagað stjórn sinni í Indlandi. Þeir hafa dregið það á langinn ár eftir ár og öld eftir öld að jafna ágrein- inginn við Indverja með friði og spekt. Þeir biðu, þar til alt var ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Höfundur greinar þessarar, Louis Bromfield, er einn kunnasti rithöfundur Bandaríkjanna. Hann hefir dvalist lengi í Indlandi og skrifað margar heimsfrægar bækur þaðan, t. d. „The Raims Came“ og „A Night in Bombay“. Indlandsmálin eru nú efst á baugi og er því fróðlegt að lesa þessa grein eftir höfund, sem þeir er flestum mönnum kunnugri. ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Fangelsið í Yeravada, þar sem Gandhi hefir oft svelt. komið í óefni. Þótt það sje mönn- um vonbrigði, að ekki komst á samkomulag, þá er liitt engu að síður víst, að það myndi hvorki hafa breytt afstöðu Indverja nú nje heldur gert hættulaust umrót það, sem á sjer stað í 'Indlandi, þótt samkomulagsumleitanir Sir Stafford Cripps hefðu hepnast. Indverjar hefðu áfram verið sundr aðir, óskipulagðir, vonlausir og varnarlausir gegn innrásarherjum. Indverjar eru að vakna af dvala, en þeir eru ennþá draumóramenn, óviðbúnir. Ennþá er vörn Ind- lands byrði, sem Bretar verða að bera. Það skiftir ekki máli, hvort Indverjar eru hneptir í þrældóm eða hvort þeir njóta sömu rjett- inda og sjálfsstjórnarlendur Breta. Þegar menn reifa Indlandhmálin, verða þeir að gera sjer það ljóst, að Englendingar kusu sjer að nýta og vernda Indland. Þeir vildu taka að sjer Indverja, þjóð, sem var óviðbúin til varnar og ekki hafði neinum föstum lier á að skipa. Þetta hefir altaf verið stefna íhaldsflokksins, en þótt ein- kennilegt megi virðast, þá hefir Winston Churchill altaf verið manna andvígastur því, að Ind- verjar fengju aukið sjálfstæði. Ekki myndi það hafa afstýrt hættunni nú, þótt för Sir Stafford Cripps hefði hepnast. En það get- ur engu að síður haft alvarlegar afleiðingar. að hún mishepnaðist. Það hefir valdið mörgum miljón- um manna vonbrigðum og veld- ur því, að næsta tilraun til að ná samkomulagi verður erfið. — Það hefir ekki orð- ið til þess að gera sambúðina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.