Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORG-UNBLAÐSINS 259 betri milli Indverja o g Breta. Það sem skiftir máli fyrir Banda- ríkjamenn er það, hver áhrif vakn- ingin í Indlandi mun hafa á framtíð þeirra og sá möguleiki, að Japanar geti náð á sitt vald þessu frjósama og þjettbýla land- flæmi. Ennfremur sjá þeir menn, sem reyna að skygnast dálítið inn í framtíðina, að hræðilegur mögu- leiki er framundan: Ef þetta stríð endar þannig, að Bandamenn lúta lægra haldi eða mæta Möndulveld- unum á miðri leið í friðarsamn- ingunum eða ef stríðið heldur áfram þangað til hinn svokallaði hvíti kynstofn er örmagna, þá lenda heimsyfirráðin í höndum Austurlandaþjóðanna, Indverja, Kínverja, Japana og Rússa. ★ ýlendurnar í Asíu falla hver á fætur annari og okkur verður ljóst, hve lítið við, já, jafnvel Bandaríkjastjórn veit um það, sem þar hefir gerst bak við tjöldin um laugt skeið. Við höf- um komist að raun um það, að á Malakkaskaga voru mörg þúsund landráðamenn. íbúarnir í Burma snerust gegn Bretum og gengu í lið með Japönum, er þeir gerðu innrás. íbúarnir á Java hafa reynst lítt áhugasamir um að vernda land sitt gegn innrásar- mönnunum, sem voru tæp hundrað þúsund talsins. Og nú má búast við því, að átök verði um Indland. Indland veður það, sem frjettimar snúast um og aftur sjáum við, hve hryggilega fáfróðir menn eru um Indland. Fæstir Englendingar vita neitt um það. Menn tala um Indverja eins og þeir væru ein þjóð, sem ekki væri neitt ólík innbyrðis. En Pathan frá Norð- ur- Indlandi og Tamil frá Suður- Indlandi eru ólíkari, bæði að því er snertir kynþátt og siðvenjur en ítali og Svisslendingur. Indverjar eru miklu tvístaðri en Evrópu- menn. Indland er helmingi minna en Bandaríkin, en þar búa ca. 330.000,000 menn, en í Bandaríkj- unum búa ca. 130.000,000. Indland skiftist í tvo hjer um bil jafna hluta: Breska Indland, sem verið hefir undir ströngu eftirliti Breta, og hin svokölluðu Indversku ríki. Þessi ríki, sem eru sjálfstæð að nafninu til, eru um það bil 300, og stærst þeirra er Hyderabad, sem er sjö sinnum stærra en Belgía. Öll þessi ríki hafa sjer- stakan samning við bresku stjórn- ina. Breska Indland er ekki ein óslitin heild, heldur er það mörg ríki, sem dreifð eru inn á milli Indversku íkjanna. Flest þeirra ríkja eru Hinduaríki,. en í nokkr- um þeirra stjórna höfðingjar, sem eru Múhameðstrúar, og í nokkrum þeirra búa Sikhar. En í engu þessara ríkja eru allir íbúarnir Hinduar, eða allir íbúarnir Múham eðstrúarmenn. Játendur tveggja höfuðtrúarbragðanna í Indlandi eru dreifðir og blandaðir bæði í Breska Indlandi og í Indversku ríkjunum. Geysimargir kynþættir byggja ilndland og þar eru töluð mörg tungumál/ Ekki er gott að segja nákvæmlega, hve margir kynflokk arnir eða tungumálin í Indlandi eru, en ekki væri fjarri lagi að segja, að kynþættirnir væru 15, en tungumálin 27, en þá eru mállýskurnar ekki taldar með. En auk þessara mála er í Indlandi töluð einskonar lingua franca, eða Esperanto, sem venjulega er köll- uð Hindustani, en sjálfir kalla Indverjar málið Urdu. Það er verslunarmál og notað af stjórn- málamönnum. En síðan á 18. öld hefir enskan æ meir og meir rutt sjer til rúms í stað þessa Hinustani-máls, Indland er að mestu leyti akur- yrkjuland. Fjórir fimtu hlutar fbú anna búa á bóndabæjum, í þorp- um eða litlum borgum. Margir íbúanpa lifa á afskektum stöðum, hafa aldrei heyrt getið um aðra eins hluti og lestur og skrift, og þekkja ekki hugtök eins og frelsi eða breska heimsveldið. Á enn lægra menningarstigi standa svo íbúar, sem lifa í frumskógunum. Trúarbrögð þeirra og siðir eru á mjög lágu stigi. Óeirðirnar í Indlandi stafa eink- um af trúarbragðaágreiningi. Hægt væri að segja um Hindúa- trúna, að hún sje kvenleg, og játendur hennar eru veikgeðja. Múhameðstrúin er trú hermanna og hún er karlmannleg. Og hún er ólík Hindúatrúnni að því leyti, að hún hefir ákveðna stefnu, en er ekki fálmandi. Þótt Múhameðstrúarmenn sjeu fámennari en Hindúatrúarmenn, þá eru þeir ekki áhrifaminni að sama skapi. Þeir eru betur skipu- lagðir, vígreifari og betri stjórn- málamenn en Hindúarnir. Það hefir verið Múhameðstrúarmönn- um bæði til góðs og ills að hafa á að skipa kænum og stjórnkænum mönnum, er oft hafa látið til sín taka, liafa stundum lagst á sveif með Hindúum gegn Bretum, en líka stundum með Bretum gegn Hindúum. Fjölmargir standa svo fyrir utan alla þessa trúarbragða- flokka. Ef þeir á annað borð játa nokkra trvi, þá er það eitthvað afsprengi Hindúatrúarinnar, meng uð af hlutdýrkun og skurðgoða- dýrkun. * 1 því, sem sagt hefir verið • hjer að framan, sjest, að Indverjar eru sundurleitir, sund- urleitari en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Ástandið í Indlandi er ekki aðeins vandamál, sem snert ir Breta, það er vandamál, sem snertir Indverja sjálfa. Jeg held, að enginn Indverji muni bera á móti því. Frjálslyndir og rót- tækir Indverjar líta svo á, að Indverjar hafi rjett til að leysa sín vandamál sjálfir án þess að einhver önnur þjóð þurfi nokkuð að skipta sjer af því. Af því, sem þegar hefir verið sagt, kynnu menn nú að líta svo á, að við svo mikla erfiðleika sje að etja í málefnum Indlands, að ekki verði fram úr ráðið. En þessar skýrslur, sem jeg hef gefið, gefa, eins og oft vill verða um skýrslur, ekki rjetta hugmynd um ástandið. Að þessu liggja margar orsakir. En þyngst á metunum verður þjóð ernistilfinningin, sem hefir gagn- tekið Indverja. Hvað sem segja má um Gandhi, þá mun sagan geta hans og lofa hann fyrir afrek, sem hami vann. Hann hefir skapað þjóðernistil- finningu og föðurlandsást í brjóst- um Œndverja. Eftir margar aldir sundrungar, kúgunar og andlegs myrkurs gat Gandhi veitt Ind- verjum aftur metnaðinn og þrána til þess að leggja hönd á plóginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.