Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 263 Clochette gamla Hversu óskiljanlegar eru ekki þ'essar gömlu endurminn- ingar, sem okkur veitist oft svo erfitt að afmá úr hugum vorum! Þessi, sem hjer er um að ræða, er svo gömul, að mjer er ómögm legt að skilja hvers vegna hún er svona rótgróin í huga mjer. Af því að svo margt hræðilegt hefir borið fyrir augu mín, fæ jeg eigi skilið hvers vegna enginn dagur líður án þess að mynd Clochette gömlu komi upp í huga minn, eins og hún var, þegar jeg þekti hana fyrir löngu, löngu síðan, þegar jeg var tíu til tólf ára gamall. Hún var þá saumakona — hnig- in á efra aldur — sem kom til húsa foreldra minna einu sinni í viku — á hverjum fimtudegi, til þess að bæta línfatnaðinn. Por- eldrar mínir bjuggu á sveitasetri með háu risi, og fáein bændabýli1 voru ý landareign þeirra. Jæja, Clochette gamla kom livern fimtudagsmorgun milli hálf sjö og sjö, og fór tafarlaust inn í þurkherbergið og tók til starfa. Hún var löng og nijó, og hafði skeggdún yfir alt andlitið, einkennilegt og óvanalegt skegg, sem óx í óreglulegum toppum yfir alt andlit hennar, eins og þeim hefði verið sáð þar af handahófi. Þeir voru á nefinu, kringum nefið, á hökunni og kinnunum, og auga- brúnir hennar, sem voru skol- gráar, loðnar og flóknar, líktnst mest yfirskeggi, sem af misgán- ingi hafði lent þarna. Ilún haltraði, ekki á sama hátt og lamað fólk gerir venjulega, heldur eins og skip í ólgusjó. Höfuð hennar, sem var altaf þakið gríðarstórri, hvítri hettu, með löngum böndum, bar ýmist við norður eða suðurvegg her- bergisins, þegar hún gekk um gólfið. Jeg var fullur aðdáunar á Clochette gömlu. Venjulega fór jeg undir eins og jeg var kominn á fætur, upp í herbergið, þar sem hún sat niðursokkin í vinnu sína með hitapoka undir fótunum. Eítir Quy de Hún sagði mjer sögur meðan hún gerði við línfatnaðinn með löngum og kræklóttum — en lið- ugum fingrum. Hún bar gríðar- stór gleraugu, því að aldurinn liafði deprað sjón hennar, og gegn um þau virtust mjer augu hennar stórkostleg — einkennilega djúp og tvíræð. Þegar jeg nú rifja upp fyrir mjer sögurnar, sem hún var vön að segja mjer, kemst jeg að þeirri: niðurstöðu, að hún hafi, þrátt fjrrir fátækt sína, verið full hjartagæsku. Hún sagði mjer helstu viðburði þorpsins, hvernig kýr hafði sloppið úr fjósinu, og fundist næsta dag standandi fyrir framan mylluna hans Prosper Malat, horfandi með aðdáun og athygli á snúning mylluvængjanna eða um hænuegg, sem fundist hafði í klukkuturninum, án þess að nokkur gæti gert sjer í hugar- lund hvernig hæna hefði komist þangað, eða: skrítnu söguna um hundinn hans Jeans Píla, sem hafði farið tíu mílur, til þess að sækja reiðbuxur liúsbónda síns, sem umrenningur hafði stolið, er þær lijengu iiti til þerris. Hún sagði mjer þessi einföldu ævintýri á þann hátt, að þau tóku á sig í huga mínum mynd ógleyman- legra sorgarleikja eða stórfeng- legra og dularfullra kvæða, svo að ævintýri þektu skáldanna, sem móðir mín sagði mjer á kvöldin, virtust mjer einskis virði saman- borið við frásagnir sveitakonunn- ar. Jæja, fimtudag nokkurn, þegar jeg hafði eytt öllum fyrra hluta dagsins í það að hlusta á sögur Clochette gömlu, var cg sendur út í skóginn bak viö bæinn til þess að tína heslihnetur. Seinna dagsins, er jeg kom heim, fór jeg beint upp á þurkloftið til hennar. Jeg man þetta alt ennþá jafngreinilega og það hefði skeð í gær. Þegar jeg opnaði dyrnar, sá jeg gomlu saumakonuna liggja á Maupassant gólfinu yið hliðina á stólnum-sín- um, andlitið vissi niður og hand- leggirnir voru útrjettir, en hún hjelt þó enn á nálinni í annari hendinni og skyrtu af mjer í hinni. Pætur hennar í bláu sokk- unum voru einnig útrjettir og ískyggilega hreyfingarlausir. Það glampaði á gleraugu hennar lengst út við vegg; þangað höfðu þau lent er liún fjell. Jeg æddi niður háhljóðandi. Alt fólkið kom hlaupandi, og eftir fáar mínútur var mjer sagt að Clochette gamla væri dáin. Jeg get ekki lýst þeirri djúpu, einlægu og sáru sorg, sem gagn- tók hið barnslega hjarta mitt. Jeg gekk hægt inn í dagstofuna og faldi mig í dimmasta liorninu of- an í djúpum, gömlum hægindastól og hágrjet. Hvað jeg lá þarna lengi, veit jeg ekki, en þegar nótt in skall á, lá jeg þar enn. Alt í einu kom einhver inn með lampa — án þess að sjá mig samt sem áður — og jeg heyrði málróm pabba, mömniu og læknisins. Það hafði verið sent eftir hon- um tafarlaust, og nú var ha-nn að útskýra fyrir þeim orsökina að dauða Clochette gömlu, en lýs- ingin á henni var of hávísindaleg fjrrir mig. Síðan settist hann nið- ur, og mamma færði honum kampavín og smákökur. Hann hjelt frásögn sinni áfram og það, sem hann þá sagði, mun eigi líða mjer úr minni, fyr en jeg er kominn í gröfina. Jeg held jeg geti skrifað orð hans orðrjett niður. „Æ!“ sagði hann. „Aumingja konan! Hún fótbrotnaði sama daginn og jeg kom hingað, ný- bakaður læknir. Jeg var varla kominn út úr póstvagninum, þeg- ar það var sent eftir mjer. Ó, já, það var mjög slæmt tilfelli. Hún var seytján ára þá, og falleg stúlka —- mjög falleg! Skyldi nokkur geta trúað því? Jeg hefi aldrei sagt neinum sögu hennar fvr. og ef satt skal segja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.