Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 1
28. tölublað. $&®r®Mmbl®jbmM8 Sunnudagur 6. september 1942. XVII. árgangur. Arni Óla: Sæluhúsið við tiagavatn Um seinustu helgi fór Ferðafjelag íslands fyrstu hópferðina að hinu nýa sælu- húsi við Hagavatn, og var blaðamönnum boðið. Segir hjer nokkuð af því ferðalagi. I™\ að var dumbungsveður og *7 hvast þegar lagt var á stað úr Reykjavík um miðjan laugar- dag. Var útlitið ekki vænlegt fyr- ir fólk, sem ætlaði að ferðast inn á öræfi landsins, en loftvog var hraðstígandi, og settu menn alt sitt traust þar á. En haustrign- ingarnar hjer sunnanlands ' haga sjer eftir sínum eigin geðþótta og taka ekkert tillit til þess hvað loftvogir segja. Og á því fengum við að kenna. Ferðafjelagið hafði fengið Kinn- arstaðabílinn, nýan 26 manna bíl í ferðina, bílstjóri Guðbrandur Jör- undsson, sem altaf var í sólskins- skapi á hverju sem gekk. Segir nú ekki af ferðinni fyr en vjer lögðum á stað frá Gull- fossi upp á öræfin. Er þaðan 25 km. vegur að sæluhúsinu við Hagavatn. Er fyrst farinn vegur- inn, sem liggur að Hvítárvatni og var hann dágóður. En þegar beygt var út af honum upp að Hagavatni, fór bíllinn að verða hastari og rann skrykkjóttar. Mun vegurinn ekki hafa verið lag- aður neitt í sumar, en vatn og holklaki skemma hann stórum á hverju vori. Því að þetta er að- Norðurstofa og — vesturhlið sæluhússins. eins ruddur vegur nm grjótmela, og farvegu eftir leysingavatn. Fanst mjer eins og hver hnykkur bílsins koma við hjartað í bílstjór- anum, því að honum yrði þá hugs- að til hjólhringanna á bílnum og að hann segði í hljóði við bílinn: „Það er skófrekt hjerna, vinur!" En ekki sagði hann það hátt, og þegar mýkra var undir, tók hann lagið við raust. í rökkurbyrjun komum vjer að sæluhúsinu. Það stendur á ofur- litlum grænum bala undir Eini- felli, Pramundan er víður dalur, þakinn sandi og urð, sem hlaup- in úr Hagavatni hafa borið þar yfir. Sjest þar ekki stingandi strá, en tvær jökulkvíslar belja um sandana. Kemur önnur undan Langjökli, út um jökulport rjett við ræturnar á einni Jarlhettunni (Tröllhettu). Hin kvíslin kemur úr Hagavatni. Er þarna heldur ömurlegt og kaldranalegt um að litast, en þó hefir umhverfið á sjer hinn tignarlega alvörusvip, sem einkennir öræfin. Vjer vorum fegin að koma að sæluhúsinu og fá oss hvíld og hressingu. En þó varð öllum það fyrst fyrir að skoða húsið hátt og lágt. Og jeg er viss um að stjórn- endum Perðaf jelagsins hefði hlýn- að um hjartarætur ef þeir hefði heyrt þá dóma, sem þar voru upp kveðnir. „En hvað húsið er snoturt?" „Það má nú segja að hjer sje öllu haganlega fyrir komið". „Sá hefir ekki verið blár, sem teiknaði þetta hús. Það væri bæri- legur sumarbústaður". Þeim hróður sem hróður ber.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.