Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 4
276 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sama, því við ætluðum að skoða Papey en ekki fjöllin. Einn og einn selur glápir for- vitnum augum á bátinn og fólkið, mávar fljúga hátt yfir, en lund- ar, langvíur og teistur synda um og afla síla handa ungviði sínu úti í ev, á hillum og í holum. Papey rís smátt og smátt hærra og hærra, því hún er alls ekki eins lág og hún sýnist vera frá landi. Þegar nær dregur vekur margt athyglina í senn, klettarn- ir, hlíðarnar, gróður og fuglalíf. Papey er mjög stór að flatar- máli, gamla fólkið sagði, að skammdegisganga væri í kringum hana. Munu það engar ýkjur. En norðan og vestanvert við eyna eru hálendar og allstórar eyjar. Á þessum eyjum er fuglalífið mest. Við komum að eynni við Arney, og förum milli hennar og Sauð- eyjar og aðaleyjarinnar, eftir mjóum sundum. Það er lifandi. kvik mynd, sem auganu mætir al- staðar, því alstaðar er flögrandi fugl, og sitjandi og syndandi fugl- ar hvert sem litið er. Björgin eru ekki há við smáeyjarnar, en víða eru þau hvít af driti og dökkgræn af skarfakáli. Fyrir ofan klettana taka við brekkurnar með lunda- bygðinni. Þær eru grasi vaxnar, en mjög mikið er þar af skarfa- káli og arfa. í þessum brekkum er hola við holu og þar blasa við hundruð og þúsundir af lunda. Þeir standa þarna við holudyrnar og snúa hvítu brjóstinu að sjónum. Mjer finst að jeg hafi aldrei jafn „fjölmenna“ lundabygð sjeð og er jeg þó vel kunnugur vestur á Mýrum og í Vestmannaeyjum. Þegar við siglum hægt fyrir Há- karlavog, en svo nefnist breið gjóta, sjáum við þar járnhylki mikið, rautt af ryði í fjörugrjót- inu. Það er ekki „böja“, eins og jeg hjelt fyrst, heldur ægilegt tundurdufl, sem rak þarna upp á síðastliðnum vetri, en sprakk þó ekki. Nú hefir það verið gert ó- virkt, tekin úr því hvellhettan. En í því eru 3—400 pund af sprengi- efni. Brátt er komið í vík eina mikla, með hamraveggjum á þrjá vegu. Hún heitir Árhöfn. Ingólfur læknir stýrir inn á víkina. Hún er sjerkennilegur og tilkomumik- ill staður. Neðst er mikill þang- gróður á klettunum, grænn og brúnn og rauð sölvablöð inni á milli. En á syllunum í bjarginu er ógrynni af skeglu, sem þjóta fram af syllunum þegar báturinn renn- ir inn á víkina með miklum há- vaða. Máske er það ekki að ástæðu lausu, því stundum eru ungarnir hennar á neðstu syllunum teknir með þar til gerðri stöng, frá bát. En eftir þeim sem ofar búa er sig- ið ofan frá Brúninni. Innan um skegluna á syllunum situr þó tals- vert af langvíu, en uppi efst hill- ir undir hið hvíta brjóst prófast- anna, lundanna. Ekki verður nú komist niður að sjónum í Árhöfn- inni nema á sjó. Um aldamótin var hægt að fara niður eftir „gontu“ í botn víkurinnar, en sjór hefir tekið götuna af, svo nú er þar 14 faðma bjarg, sem hún var áður. ^ Brátt er komið út úr Árhöfninni og skeglan sest aftur á syllurnar sínar. Þar austanmegin við vík- ina nálgumst við klettabelti — Breiðuborgina — og þar sjest inn í litla, svarta hellisholu. Þetta er Ræningjahellir. t sjálfu sjer mun hann vera heldur lítill og ómerki- legur, en saga segir frá, að Tyrk- ir hafi gengið á land í Papey 1628 og þá hafi eitthvað af fólkinu þar falið sig í þessum helli. Eftir stutta stund er svo kom- ið inn í Selavog sunnan á eynni, trygga og góða höfn, nema þegar hann brimar úr suðrinu. Báturinn flýtur fast að berginu og við hlaup um í land. Rjett ofan við sjáv- arbakkann í Selavogi standa tveir kofar, veggirnir hlaðnir úr grjóti og torfi, gaflarnir eru rauðmál- aðir og þeir fara því vel við hið græna umhverfi. Þeir eru ramm- íslenskir að útliti, grónir við land- ið sjálft. Jeg gægist inn í þá og í þeim eru ýmiskonar tilfærur við veiðiskap, selanætur og sigavaðir, fiskur og lýsistunnur úr trje og járni. Fyrir utan neðri kofahn eru hlóðir með heljarmiklum potti yfir, hlaðnar úr grjóti, en annars grasi grónar. Það er eins og mað- ur sje horfinn lmndrað ár aftur í tímann. Þaðan höldum við heim að bæ að heilsa Gísla bónda Þorvarðar- eyni og frú Jóhönnu konu hans. Þau eru bæði skaftfellsk að ætt, Gísli úr eystri en frúin úr vestri sýslunni. Gísli flutti til Papeyjar aldamótaárið, þá rúmlega þrítug- ur. Enn ber hann aldurinn prýði- lega og gengur að fuglaveiðinni sem ungur sje. Þarf þó bæði krafta og snarræði til að sveifla lundaháfinum, en með hann situr hann tíðum á einhverri kletta- snösinni við hyldjúpa álana. Svo djúpt er við eyjuna, að sigla mætti stórskipum svo að segja fast að berginu. Við drekkum fyrst kaffi hjá frú Jóhönnu, en síðan förum við í göngu nær umhverfis eyna með lækninn sem fylgdarmann. Þarna þekkir hann hvern blett og hverja borg og hverja vík og vör. Segir hann okkur ýms örnefni og sum merkileg. Annars mun margt ör- nefna í Papey, því miður glatað vafalaust hafa þau verið fleiri en þau, sem nú eru kunn. Þegar Gísli Þorvarðarson kom í eyna, var þar ekki fólk, sem hafði dvalið þar lengi og þess vegna voru þeim fyrri örnefni kunn. Var okkur þó sagt frá einum manni, sem enn er á lífi í Suður-Múlasýslu, sem dvaldi í Papey fyrir meir en hálfri öld og ætla mætti, að þekti fleiri örnefni en nú eru kunn á eynni. En vafasamt er að hann komi oft- ar í eyna eða að þeim fróðleik, sem hann kann að búa yfir, verði bjargað. Við göngum suður að Hádegis- vík og þar fyrir utan eru Hádeg- issker. Þar við sjóinn brýtur brim- ið bakka og má þar sjá öskulag, sem bendir til, að þar hafi verið bygt ból. Þar voru hleðsluleifar einhverjar, en þeim hefir sjórinn nú sundrað. Á leiðinni þangað gengum við framhjá Beruhól, í túninu á honum er sumarfjósið. Svo höldum við áfram, fyrst að eystri Hrafnabjörgum, en svo að þeim vestri. Eru það um 40 m. háar klettaborgir og miklar um sig. Sem dæmi um brimið og öldu- rótið umhverfis Papey segir lækn- irinn okkur frá því, að hann hafi einu sinni sjeð Hrafnabjörgin hverfa alveg í öldurótið. Þar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.