Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 277 Ljótar sögur eru sagðar af grimd Japana í garð stríðsfanga. — Á myndinni sjást japanskir hermenn ota byssusting að kínverskum fanga, sem bundinn er við staur. eyjan góðan brimbrjót fyrir aust- an sjógangi. Norðan við eystri Hrafnabjörgin er há eyja, sem heitir Höfði, en milli lians og bjarganna eru klettaborgir fram við sjó, sem heita Mávabygðir. Þarna norðaustan á eynni er eitt skrítið örnefni: Eldriði. Hefir það gefið tilefni til ýmsra sagna, t. d. á þar stundum að sjást loga upp af fólgnum fjársjóðum. Er þó sennilegt, að örnefni þetta sje ein- ungis afbökun úr Elliða, sem víða er til þar sem klettar eru bratt- ir, svo sem Elliðahamar, Elliðaey. Nálægt Mávabygðunum komum við að einu tundurduflinu enn. Það hefir legið þar síðan í vetur, þegar flest tundurduflin voru á reki við Suð-Austurlandið. Þá rak mörg þeirra inn á Berufjörð, t. d var einu þeirra sökt með skoti á höfninni á Djúpavogi. Fjölda rak á Starmýrarfjöru fyrir mvnni Hamars- og Álftafjarðar, og á Lónsrifi. En að ekki rak fleiri í Papey mun vera ai því, að mikið frákast er við eyna, því þar er aðdýpi mikið. En þarna liggur nú dufl þetta í Papeyjarfjöru og he{- ir ekki verið gert óvirkt enn af manna völdum. En líklega er það orðið það annara orsaka vegna, því annars myndi það víst fyrir löngu sprungið eftir ótal veltur á klöppunum. En aðlaðandi nábúi er þettg þó ekki, meðan ekki er gengið hreinlega frá honum, meir en meter að þvermáli, rauður af ryði, með göddum út úr sjer í allar áttir. í vetur sprakk eitt. dufl þarna í fjörunni og járnbút- arnir úr hylkinu köstuðust lang- ar leiðir og heim undir tiín. Sýndi Gísli bóndi okkur eitt af brotun- um, stórt og ægilegt, og ekki þyrfti um sár þeirra að binda, sem fvrir slíku vrðu. Hinar fáránlegustu sögur hefi jeg heyrt á Suð-Austurlandinu í þessari ferð um meðferð rekinna tundurdufla, einkum við Berufjörð inn. Jeg hjelt þó, að hámark fá kænskunnar í meðferð þessara hættulegu dufla væri að finna á Suðurlandi, þar sem nokkrir Landeyingar „björguðu“ einu slíku undan sjó í fyrri heims- styrjöldinni. Drógii þeir það á hornunum upp á Hallgeirseyjar- fjöru og notuðu það fyrir hesta- stein um vorið og fram á sumar. Að endingu bar J>ar mann að, seni rendi grun í, hvers kyns hesta- steinninn myndi vera og maður af herskipi var sendur austur til að gera hann óvirkan. Þegar hann sprakk, glömruðu rúður í glugg- um í Vestmannaeyjum, og loft- þrýstingurinn var afskaplegur. En við Berufjörðinn eru fákunn andi og agalausir unglingar að leika sjer að því að skrúfa tund- urduflin í sundur, til þess að sjá, hvernig þau eru að innan. Af Jiessu hefir ekki enn.orðið slys, þó merkilegt megi það heita. Einn unglingur á Berufjarðarströnd- inni hafði skriifað lokið af reknu dufli og var svo að fikta eitt- hvað við það að innan, en gekk illa og misti skrúflykilinn inn í duflið. Átti hann eitthvað erfitt með að ná honum á venjulegan hátt með hendinni, og stakk svo annari löppinni inn í duflið til að ýta við honum. En inni í duflinu er segulmagnað járn, en skósólar stráksins voru járnaðir og nú gat hann með eugu móti losað löpp- ina úr duflinu. En þar kom að skóreimin ljet undan og þá losn- aði hann úr stígvjelinu og hjelt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.