Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 7
1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 hvað hún átti til bragðs að taka. Skyndilega datt henni það snjallræði í hug, að sækja lækni. Meðan hún var að bíða eftir því, að þenni væri svar- að á símstöðinni, sá hún af til- viljun miða á símborðinu, sem á var letrað: Dr. Ronald Reid, Highland 220—R. — Um leið heyrðist rödd símastúlkunnai': „Hvaða númer vilduð þjer fá?“ og þá svaraði frú Flanagan: : Highland, 220—R.“ Þegar dr. Reid kom, fimm mínútum síðar, heyrði hann óp Normu alla leið út á götu. — Nokkrum augnablikum síðar stóð hann við rúmstokk hennar og hristi höfuðið. „Taugaáfall“ — sagði hann við hina dauð- skelkuðu frú Flanagan. „Gerið þjer svo vel að hita ofurlítið vatn handa mjer“. Frú Flanagan kinkaði kolli og snaraðist fram í eldhúsið. Dr. Reid settist niður á rúm- stokkinn, og tók annari hend- inni utan um úlflið Normu. en með hinni strauk hann enni hennar. Það smádró úr ópum Normu. Eftir dálitla stund heyrðist aðeins til hennar lágt kjökur, og orð og orð á stangli. — Dr. Reid hlustaði með athygli og undarlegur svipur færðist yfir andlit hans. Einu sinni roðnaði hann. Hann þakkaði guði fyrir það, að Norma var þögnuð, þegar frú Flanagan kom inn með vatnið. „Hún er með óráði“. sagði hann. „Jeg ætla að gefa henni einhver róandi svefnlyf, og mjer þætti vænt um ef þjer vild uð sitja hjá henni það sem eftir er dagsins". Daginn eftir kom dr. Reid aftur til þess að vitja um líðan sjúklingsins. Norma hafði fulla rænu, en var lasburða. Lækn irinn stóð við hjá henni öllu lengur en hann var vanur, þeg- ar venjulegir sjúklingar áttu í hlut. Hann ráðlagði henni langa hvíld, og vissar fæðuteg- undir. Tveim dögum síðar kom hann aftur og sagðist vera bú- inn að finna rólegan stað handa henni meðan hún væri að jafna sig — lítið gistihús uppi undir fjalllendinu. Hún þyrfti ekkert að gera þar nema bara hvíla sig. Hann myndi ef til vill — bætti hann kæruleysislega við — líta til hennar einu sinni á dag til þess að vita hvernig batanum miðaði áfram. Norma var send á þennan umrædda stað, og dr. Reid kom til hennar daglega — oft kom hann seinni hluta dagsins og fór ekki fyr en seint um kvöld- ið. Hann sagði, að honum geðj- aðist vel að staðnum, og auk þess hefði hann gaman af því að Norma sýndi honum alla fallegustu staðina í landareign- inni. Einn þessara daga— þegar hann hafði komið snemma — en var ekki farinn að sýna á sjer fararsnið kl. 11 um kvöld- ið. Þá stóðst hann ekki mátið lengur. „Norma“, sagði hann. „Jeg get ekki beðið lengur með það, sem jeg ætla að segja þjer. Jeg vildi gjarnan hafa beðið þangað til þú værir alveg búin að ná þjer eftir veikindin, en jeg get það ekki“. ,,ó“, sagði Norma óstyrk, „mjer er alveg batnað. Hvað er það? “ br. Reid ræskti sig og aðdá- unarglampa brá fyrir í augum hans. „Sannleikurinn er sá, Norma, að jeg elska þig. Satt að segja hef jeg verið ástfang- inn af þjer í meira en ár. Þú ert svo ólík hinum stúlkunum — svo rólynd og fáskiftin. Jeg — það er að segja—“. Hann þagn- aði, ruglaður, og Norma sagði skjálfrödduð „já?“ „Jæja, þú skilur — æ, hvað á jeg að segja, Norma — jeg hjelt að þjer þætti ekkert vænt um mig — og þessvegna sagði jeg þjer það ekki. En þegar þú varst veik, með óráði — þá sagðirðu — viðurkendirðu, að þú elskaðir mig líka.“ Norma roðnaði og leit und- an. Dr. Reid horfði á hana um stund — síðan tók hann utan um hana og kysti hana. Það lá við, að það liði yfir Normu af fögnuði. Eftir dálitla stund sleppti hann henni aftur. „Ástin mín“, sagði hann. „Geturðu ekki fyr- irgefið mjer það, að jeg skyldi ekki geta haldið tilfinningum minum í skefjum lengur?“ Norma kinkaði kolli. „Jeg held að jeg gæti fyrirgefið þjer hvað sem væri. Enda skil jeg þetta ofur vel, því að það kem- ur einnig stundum fyrir mig, að get ekki ráðið við tilfinning- ar mínar.“ Hún brosti og hugs- aði um ráð, sem hún hafði gef- ið Beverley Stark — en notað sjálf, orsökin til þess að papp- írsmiði með nafni Dr. Ronald Reid lá — af tilviljun!, — fyr- ir framan frú Flanagan, og að hún talaði af sjer, þegar Ron- ald áleit hana með óráði! Smælki Eftir kvöldverðinn. Nokkrir karlmenn sátu eftir kvöldverð í heimboði og röbbuðu um alla heima og geima. Loks bar ástina á góma. — Jeg viðurkenni, sagði hús- bóndinn, að jeg hefi kyst margar stúlkur á æfinni, stúlkur í Ind- landi, fegurðardrotningar á Spáni og Ítalíu og franskar ungmeyj- ar, — en jeg fullyrði það, að best fellur mjer að kyssa konuna mína! Ungur gestur hallaði sjer fram á borðið og sagði með ákefð: — Það veit sá sem alt veit, að jeg er yður sammála! ★ Drykkjumaðurinn við vin sinn: — Jeg talaði lengi yfir hausa- mótunum á gestgjafanum á Rauða ljóninu í gær. Jeg hugsa, að við höfum talað saman í hálftíma. — Og hvað hafðir þú til að segja við hann? spurði vinurinn. — Meira en nóg. Satt að segja var það aðallega jeg, sem hafði orðið. En hann hlustaði með at- hygli. Jeg skelti á hann hverri röksemdinni á fætur annari. — Jæja, hvað sagði hann, þegar þú laukst máli þínu — Hann sagði „Nei“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.