Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 309 færir um að bera þær byrðar, sem þýska þjóðin bar í fyrra stríði, en jeg ballast að því, að sú skoð- un sje röng, því að jeg hefi illan bifur á henni, og vegna þess að jeg held, að mögulegt sje að þýski herinn hafi betra viðurværi í dag en hann hafði á fjórða ári síðustu styrjaldar. Niðurstaðan, sem ligg- ur í augum uppi, er sú, að vjer getum ekki búist við að sigra Þýskaland á annan hátt en að ráða niðurlögum þýska hersins í orustum. Stríðið getur því orðið mjög langt, vegna þess, að vjer erum ekki nálægt því stigi ennþá, að vjer getum framkvæmt slíkt. Hvað Rússlandi viðvíkur, græð- ir maður ekkert á því að bera þetta stríð saman við fyrri st.yrj- öld. Á þessum tíma í síðasta stríði, þ. e. a. s. eftir þrjú ár, var úti um Rússa og hernaðarmáttur þeirra þrotinn að fullu. Það var þó. sjerstaklega að kenna vandræða- fálmi stjórnarinnar, sem hafði runnið sitt skeið á enda, og var hætt að vekja gneista af hrifn- ingu og baráttukjarki meðal þjóð- arinnar. Þeir, sem hafa kynt sjer málin, sjá aftur á móti, að nú- verandi stjórnskipulag hefir ekki orðið fyrir hnekki vegna ófara hersins, og að rússneska þjóðin á eitthvað innra með sjer, sem er þess vert að berjast fyrir, og að hermdarverk Þjóðverja hafa glætt baráttuvilja Rússa. Samt sem áður er ekki hægt að segja þetta með eins mikilli vissu um hinar suðlægari þjóðir Rússlands, til þess er þekking vor á þeim af of skornum skamti. Einnig verðum vjer að viður- kenna, að þoka ófriðarins hylur bandamenn vora sjónum vorum að ýmsu leýti. Allan ófriðinn höf- um vjer orðið að draga skoðanir vorar af viðburðunum, viðburð- um, sem vjer þó oft ekki höfum fengið nægilega nákvæmar fregn- ir af, fregnir, sem auk þess stund- um hafa ekki borist fyr en eftir dúk og disk. Samt hefir yfirlitið verið upp- Örfandi, og vjer megum reikna mjög skakt, ef enn eru ekki fyrir hendi í Rússlandi nægar sveitir varaliðs og baráttukjarks. Á fjármálasviðinu held jeg að við getum varla verið ánægðir, hvorki hvað snertir styrkleika Rússlands, nje veikleika Þýska- lands og eyðslu Þjóðverja á birgð- um sínum. Efnislegt tjón Rússa hefir verið óhemju mikið, verst af öllu þó líklega á matvælasvið- inu, og búast má við geigvænleg- um brauðskorti þar, áður en næsti vetur er liðinn. Olíuspursmálið hefir verið rætt endalaust, með þeirri niðurstöðu yfirleitt, að Rúss ar geti að minsta kosti haldið á- fram hernaði. En svo getur farið, að Rússa muni skorta tilfinnan- legar kol, járn og skotfæraverk- smiðjur, heldur en olíu. Þegar talað er um ástandið í Þýska- landi í þessum efnum, halda marg ir því fram, að Þjóðverjar hafi ætt blindandi út í stríðið og eytt efnum, sem þeir geta hvorki fram- leitt nje flutt inn. Þetta má vera rjett að einhverju leyti, en ekki má heldur gleyma hinni miklu snilli Þjóðverja í því að fram- leiða öll möguleg gerfiefni, nje heldur því, að þeir hafa náð mikl- um hráefnalindum á sitt vald með landvinningum sínum, og að bú- ast má við því, að þar sem vörur frá Þýskalandi komast til Suður- Ameríku, þá komist líka vörur þaðan til Þýskalands. Frá hlutlausum löndum hafa borist fregnir, sem benda mjög til þess, að Þjóðverjar hafi búist við að geta greitt Rússum rothöggið á þessu ári, og það jafnvel svo mjög, að þeir hafi veikt fram- leiðslumátt sinn fyrir árið 1943 til þess að leggja alt fram á þessu ári. Samt sem áður standa þeir svo vel að vígi, hvað snertir viss- ar tegundir þungahergagna, að þeir hafa raunverulega hætt fram- leiðslu ýmissa tegunda þeirra, og tekið veksmiðjurnar til anriars. Jafnframt liafa þeir flutt fleiri og fleiri verksmiðjur sínar aust- ur á bóginn, og hefir mjer verið tjáð, eftir góðum heimildum, að um 60 af hundraði af hergagna- verksmiðjum Þýskalands starfi nú í Austur-Prússlandi, Bæheimi, Saxlandi, Austurríki og Póllandi, svo að vonin um að eyðileggja framleiðslu Þjóðverja með loft- árásum einum saman verður veik- ari með hverjum degi. Grúfir ekki þoka ófriðarins einnig að sumu leyti yfir ástæð- um vor sjálfra Höfum vjer, eftir þriggja ára stríð, komið fram- leiðslunni í besta horf? Höfum vjer nokkurt svar við ádeilum þeim, sem fram hafa komið við- víkjandi slóðaskap á ýmsum svið- um hernaðarframlqijSslunnar Hef- ir skattaálagningin í raun og veru bundið enda á stríðsgróðabrallið ? Er það ímyndun ein, að alt landið virðist úa og grúa af óheiðarleika í smáum stíl. Höfum vjer komið á æskilegu samstarfi milli land- hers, flughers og flota? Þessar og margar aðrar spurningar viðvíkj- andi hernaðarátökum vorum snúa allar að atriðum, sem efast er um, að engri þeirra er í einlægni hægt að svara játandi. Þess gengur enginn dulinn, að vjer erum nú staddir á tímamótum, sem eru ó- heilbrigð og hættuleg siðferðilega sjeð. Stríðið og alvara þess hefir að sumu leyti færst fjær sjónum vorum. Það sem er ljóst er það, að vjer höfum loks náð því, sem nálgast að vera fullur styrkleiki, svo að með hjálp bandamanna vorra frá Ameríku ættum vjer að geta hafið árangursríka sóku á næsta ári. Þess myndi engin von vera, ef Þýskaland væri í raun og veru eins hernaðarlega sterkt, eins og Þjóðverjar revna að telja heiminum trú um. En jeg held, að vjer getum grilt í skrumið, jafnvel gegnum þoku ó- friðarins. Þýskaland er enn ákaf- lega voldugt, en viss merki eru sjáanleg um það, að máttur þess sje að minka. Líkurnar fyrir loka- sigri Þjóðverja eru langt frá eins miklar og menn geta haldið við fyrstu sýn. Og hver grein, sem Göbbels ritar, ber merki þess, að hann sjálfur sje þessa meðvitandi. Mapús á Blikastöðnm I—• r Magnús Þorláksson bóndi *—* á Blikastöðum var nýlátinn, fór Hjálmar á Hofi þar um þjóð- veginn. Varð honum þá að orði: Brustu fætur, föl er kinn, fjörs á rætur gengur. Jörðin grætur soninn sinn, Sá var mætur drengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.