Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Page 4
332
lisbOk morgunblaðsins
ÞEGAR KÓLUMBUS
FANN AMERÍKU
Eftir Þórhall Þorgilsson magister
Niðurl.
rásagnir hinna fyrstu Spán-
verja, sem litu þessar furðu
strandir, eru yfirleitt látlausar og
gagnorðar, lausar við hjátrú og
öfgar og að því leyti í ósamræmi
við þær kynjasögur, sem bráðlega
bárust út um öll lönd gegnum
hroðvirknislegar þýðingar og end-
ursagnir ímyndunarfullra grúsk-
ara. í handritasafni Landshóka-
safnsins er „Þáttur af Columbo
um hans landa uppleitan og ó-
kunnar siglingar“ (JS. 43 4to),
skrifaður á árunum 1660—80, ef-
laust eftir einhverri enskri eða
þýskri fyrirmynd. Þar segir svo:
„ . . . Enn komu þeir til ann-
ara eyja, kölluðu aðra Guanahani,
en hina Hispaniam . . . Þeir fóru
þar í land, en fólkið umflúði þá
og forðaðist, skýldi sjer í skógin-
um og vildi ei finna þá nje við
þá tala. Þó gátu þeir höndlað einn
kvenmann. Hana höfðu þeir með
sjer til skipsins og veittu henni
vín að drekka og gáfu henni eitt
og annað glæsilegt. skran. Þeir
færðu hana í öll kvenföt og fluttu
hana svo í land aftur . . . Eu
sem landsfólkið hitt sá, að þessi
kona hafði eignast föt og aðra
velvild af þessum komumönnum,
og hún sjálf sagði þeim frá þeirra
þægri viðhöndlan við sig, hlupu
þessar villimanneskjur í hópatali
miklu ofan til skipsins og seldu
skipverjum gull sitt og aðrar
gersemar . . . Það urðu þessir
spænsku skipsmenn varir þeirra
háttalags, að þeir höfðu einn
kong yfir sjer þar á eyjunum.
Hann heimsótti þá, og voru af
honum vel mótteknir og veitti
hann þeim vel. Innbyggjar þess-
arar eyjar baka sitt brauð af
einlags rót, sem þar vex. Gull er
í litlu áliti hjá þessu fólki. Þeir
fara aldrei til annara landa til að
brúka kaupmenskuskap eður
höndlun við aðrar þjóðir. Þeir
taka gull upp sem annan sand,
þann sem hrynur ofan af fjöllum
af vatnsfalla rás, óg bræða það,
slá úr því flatar plötur, þar ofra
á . . . (Þar eru) hræðilega stór-
ir demar, dúfur á vöxt við endur
og gæsir, snjóhvítar með rauðum
höfðum og aðskiljanlega litum
fjöðrum og vængjum.. Columbus
þóttist merkja á einu og öðru
sig ekki vera langt frá Indíen..
Þeir fuijdu þar og svo mastyx,*)
álún, rauðan pipar og engifer.
Sem Columbus var nú á þeirri
ey með sitt fólk, þá báru lands-
menn sig upp fyrir honum, að
þeir liðu stóran skaða og yfirgang
af því fólki, sem kallast Canibal-
ister, kváðu þær slæmu manneskj-
ur færi oft af sínu landi til þess-
ara og annara, tæki fólk til fanga
og deyddi, æti þá síðan og höndl-
uðu við þá miskunnarlaust sem
óargadýr; þær ungu manneskjur
færði þeir sjer og eldi þær, þar
til þær væru orðnar feitar, og
slátruðu þeim svo, sjer til sæl-
gætis að eta. Gömlu fólki slátr-
uðu þeir strax, snöruðu burt inn-
ýflum . . . æti þeir svo vel hend-
nr og fætur, en það þeir leyfðu,
söltuðu þeir niður og geymdu.
Unga kvenmenn hjeldu þeir til
þess að eiga börn, hver börn þeir
einnig aflífuðu að eta. Enga kven
menn vilja þeir eta, en hafa þá
til þess, sem sagt er. 'Gamlar kon-
ur brúka þeir til þrældóms og erf-
iðis. Og nær þessir Canabalistar
kæmi þar á eyjuna, flýði hver
maður í skóga og fylgsni, því
þeir væri grimmir og harðúðugt
fólk, og þar með sterkir, svo 20
af þeim gæti fangað og yfirunnið
100 eyjamanna eður þessa lands
innbyggjara.
Eftir þetta bjó Columbus sig og
sigldi til eyjar þessara Cannibal-
ista, og með því það var á sunnu-
*) Eimsk. ilmkvoða.
degi, hann þangað kom, kallaði
hann eyna Insulam Dominicam
eður sunnudagsey. En sem þeir
fóru í land, þá merktu þeir, að
margt fólk var þar á eyjunni, en
hún er öll skógi vaxin með græn-
um trjám. Iljer fyrir fóru þeir
lengra áfram og hittu enn aðra
ey. Hún var sem hin fyrri yfir-
vaxin öll grænum skógarviði og
trjám, frá hverjum lagði lysti-
legur ilmur, svo skipsfólkið fær
stóra löngun að fara þar á land
og kanna ey þessa. Ei fundu þeir
þar heldur neina lifandi skepnu,
utan stórar eiturpöddur, er fer-
fætlingar kallast. Columbus gaf
þessari ey nafn og kallaði hana
Insulam Crucis (Krossey). En
sem þeir sigldu með landi og
framhjá þessari ey, urðu þeir var-
ir við nokkur smáhús eður hittur,
sem 20 eður 30 til samans. Þau
voru smíðuð kringlótt sem hring-
ur við neðan, en mjó upp. Af trje
voru þau bygð og þakin með páhn-
viðarblöðum. En þegar sltipsfólkið
fór í land og vildi gaumgæfa þess
lands háttalag, hlupu þeir inn-
lendu úr sínum húsum og hýbýl-
um og flýðu, skiljandi hvað er
komið var eftir, því að bæði menn
og konur flúðu í skóginn. En þeir
spænsku skipsmenn gengu inn í
húsin og fundu þar nokkra yngis-
pilta, sem aumlega fangnir voru
og inn settir til þess að fita þá
til slátrunartímans. Þessa leystu
þeir og höfðu með sjer burtu.
Þar voru og svo margar gamlar
konur, sem haldnar voru til æfi-
langs þrældóms. Þeir fundu þar og
líka stóra leirpotta og leirker,
full með saltað mannakjöt, gæsa,
papagoja og andakjöt, öliu saman
blandað; þar fyrir utan höfuð af
ungmenni eður piltbarni upphengt
á einn snaga og draup þá enn af
því volgt blóð, því það hafði verið
nýafskorið. Þá fundu þeir og