Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Síða 7
LK8BÓK MOROUNBLAÐSINS
335
Hvernig Japanar bjuggu sig undir stríðið
Eftir JOSEPil McOABE
Vandamál sagnaritara framtíð-
arinnar verður ekki það að
komast í skilning um, hvernig
nokkur hundruð stjórnmálamannu
og hernaðarsinna tók að dreyma
um sigurvinninga, heldur hvers
vegna heimurinn ljet þá koma á
fót herstyrk til þess að leggja út
á þá braut. Þetta verðum vjer að
viðurkenna, að vjer vitum ekki
mikið um, sjerstaklega ekki hvað
snertir ófriðinn milli Bandaríkj-
anna og Japans.
Árið 1937 gáfu Bandaríkjamenn
út hina nýju alfræðiorðabók sína,
Encyclopedia Americana, og var
þar auðvitað mjög langur kafli
um Japan. Af 25 greinum þar um
þetta efni, voru 20 ritaðar fyrir
ameríska lesendur af japönskum
áróðursmönnum,-3 af presti nokkr
um, sem ber mest fyrir brjósti
trúboð í Japan, og ein af prófess
or einum, sem dáinn var fyrir 16
árum. Á hverri síðu voru Banda-
ríkjamenn fullvissaðir um vin-
áttu og friðarvilja Japana, og
sagt, að Ameríka hefði ekkert að
óttast úr þeirri átt. Fyrir jólin,
þetta sama ár, komu Japanar mjög
grimdarlega fram við Kínverja.
Átján milljónir Kínverja voru
reknir frá heimilum sínum, um
300 þúsundir óbreyttra borgara
drepnir, og ferill japönsku her-
mannanna var þakinn glæpum,
ránum, nauðgunum og morðum.
Samt urðu Bandaríkjamenn steini
lostnir fjórum árum síðar, þegar
Japanar rjeðust á Pearl Harbour.
★
hvítra þjóða, varð að leysa upp
hina fornu herflokka, Samuraiana
svonefndu, en það voru einmitt
þeir, sem Japanir lýstu fegurst
fyrir öðrum þjóðum. í rauninm
voru þeir grimmir og ófyrirleitnir
eins og miðaldaherskarar Evrópu
Heilir skarar af þeim fóru auðvit-
að í hinn nýja her og flota, og
margir hófu þátttöku í blaða-
mennsku og stjórnmálum.
★
Annað atriðið spratt af vexti
iðnaðar og verslunar. Hvergi ann-
arsstaðar var djúpið eins mikið
milli auðs og örbirgðar, og sá
smáhópur af ríkum fjölskyldum,
sem rjeði yfir fjármálalífi jap-
önsku þjóðarinnar, sá möguleika
til meiri auðsöfnunar í arðráni
Asíulanda. Þessar fjölskyldur
gengu í bandalag við foringja hers
og flota í hinu orðlagða fjelagi
„Svarta Drekans“, sem var stofn-
að fyrir 40 árum og keyptu enn-
fremur fylgi stjórnmálamannanna.
Þriðja orsökin var hnignun
japanskra trúarbragða. Shinto,
hin upphaflega trúarbrögð í Jap-
an höfðu aldrei til að bera snefil
af siðfræði, en forfeðradýrkunin
og lotningin fyrir keisaranum, sem
í þessum trúarbrögðum fólst, kom
sjer vel fyrir drottnunarstefnu
hinna valdagráðugu. En verra var
með Búddatrúna. Hún var komin
í fullkomna niðurlægingu þegar á
síðustu öld. í hinu nýja Japan
var hún svo tekin upp aftur af
stjórnmálamönnum, hermönnum
og auðjöfrum, sem sáu prestum
hennar fyrir geysilegum fjárhæð-
um, til þess að þeir ynnu að því,
að gera áhangendur sína fulla af
þjóðrembingi, og unnu þeir mikið
á í þessu efni. Það hafði lengi
verið almenn skoðun í Japan, að
flestir af hinum 150 þúsuhdum
presta og munka tryðu lítt á það,
sem þeir prjedikuðu, og meira að
segja rithöfundur jafn vinveittur
Japönum og Armstrong prófessor
staðfesti þetta fyrir 20 árum síð-
an. Á trúarbragðaþinginu í Chi-
gagó, árið 1934, staðfestu margir
þetta sem sannleika um Búdda-
trúna í Japan. Að vísu er þar eins
og annarsstaðar fámennir hópar,
sem lifa grandvöru lífi og hafa
háar hugsjónir, en þeir eru ekki
margir, svo að nú hafa prestar
Búddatrúarmanna sama hlutverkið
með höndum í Japan, og Göbbels
og ráðuneyti hans í Þýskalandi.
Búddatrxiarmenn í Japan gefa út
tvö dagblöð, 20 vikublöð og 200
mánaðarrit, og söfnuðurnir eru
skipulagðir mjög nákvæmlega,
með skátafjelögum, ungmennafje-
lögum og miklum samkomum. Þar
eru fjelög ungra Búddatrúar-
manna, sem skipulögð eru að fyr-
irmynd K. F. U. M. O’Conroy
prófessor, sem þekti Japana máske
betur en nokkur annar hvítur
maður, en kona hans var úr einni
af aðalsættunum japönsku, og
hann kendi við japanska háskóla
í 15 ár, segir að minsta kosti 80 af
hundraði hverju af búddaprestum
og munkum sjeu samviskulausir
mútuþegar.
Betri hluti Búddatrúarmanna
var notaður af ríkisstjórninni til
þess að fá menn á sitt band um
alla Asíu, og koma inn hjá þeim
hugsuninni um eitt stórt Asíu-
veldi, undir forystu Japana. Eitt
af því, sem þeir kröfðust af Kín-
verjum, meðan þeir sjálfir höfðu
nóg að gera í heimsstyrjöldinni,
var það, að japanskir Búddatrú-
armunkar fengju óhindrað að
predika í Kína. Þeir fóru um alla
Asíu, jafnvel til Irak, og frá öll-
um löndum hafa þeir smalað fvlgj
endum sínum til Tokío, til leið-
beininga og fundarhalda. Aldrei
var farið leynt með takmarkið
heima í Japan. Árið 1934 safn-
aðist múgur og margmenni í nokkr
ar af stærstu verslunum Tokíó-
borgar, til þess að sjá þar myndir
af eyðileggingu Bandaríkjaflotans,
sem sagt var að búast mætti við
árið 1936 eða 1937. í Síam, Mala-
ya og Indland var fullt af erind-
rekum Japana, og einnig á Cey-
lon.
Ameríka hefir minni rjett til
þess en Evrópa, að tala um skyndi
lega og sviksamlega árás á menn-
inguna. Draumur Japana um að
sígra Asíu alla og bola þaðan
öllum áhrifum hvítra manna,
byrjaði þegar er hvítir menn fyrst
komu til Japan, árið 1853. — Það
var lítið tekið eftir þessum áform-
um á síðustu öld, því þá voru
Japanir hernaðarlega máttvana,
en hatur þeirra á yfirráðaþjóðum
vesturlanda óx. Að slíku stuðlaði
einkum þrennt: Þegar fara átti að
sníða herinn þar eftir skipan