Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 1
JiHorðainHaiðsíne 40. tölublað. Sunnudagur 22. nóvember 1942. XVII. árgangur. bregður við og við daufri birtu inn í skálann á Kársstöðum. Þar er allt hljótt, ekkert rýfur þögn- ina, nema andardráttur sofandi fólks. Bn glæta hins folva mána fær þó aldrei hrundið aldimmunni uppi á skálarjáfrinu, þar er ann- ar, myrkvari heimur, þar sem ekki sést skíma, þótt birti niðri- fyrir. Sumir sofendanna blunda rótt og vært, aðra sækja auðheyri- lega illir draumar, þeir bylta sjer á ýmsar hliðar, eins og þeir sjeu að reyna að losna undan einhverju fargi. í lokrekkju, innst í skálanum, hvílir bóndinn, Þorgarður ríki og kona hans. Hann liggur á bakinu og sefur vært; við og við hrýtur hann hraustlega, svo skegg hans, mikið og svart, gengur upp og niður. Stundum hnyklast þung- legar, dökkar brúnirnar í svefn- inum, en augun eru lukt. Ábreið- an hefir runnið ofan af afarmik- illi og sterklegri öxl og upphand- legg, og þegar glampa tunglsins slær inn um ljórann, mótar glöggt fyrir fílefldum vöðvunum undir húðinni. í rúmi, framarlega í skálanum liggur ungur maður, varla meira en átján vetra. Hann er eins ljós yfirlitum, og bóndinn er dökkur. Ilann sefur yært og rótt; bros leikur um fagran munninn í svefn inum. Hvað skyldi hann vera að dreyma hann Arnór unga, son einhvers voldugasta höfðingjans á öllu Norðurlandi, sem er hjer næt- urgestur ? Hann er á ferð í erindum föð- ur síns, sem treystir honum flest- um mönnum betur. Margmennur er hann ekki, eini fylgdarmaður hans sefur einnig þarna í skólan- um á Kárastöðum, nokkru framar honum sjálfum. Það er líka ungl- ingur, lítt þroskaður, rúmra seytján ára, Bjarni að nafni, hestasveinn Arnórs og besti fje- lagi. Ský sveipast frá tunglinu, og um stund er þvínær albjart í skálanum. Svo hylur máninn á- sjónu sína á ný, enn leggst myrkr ið eins og þjettur hjúpur yfir sofendurna á Kársstöðum. — Úti er allt hljótt. Við og við bregður hinn glettni máni bliki sínu yfir dalinn, þar sem jökul- áin niðar, þunglamaleg og mó- rauð. Hún er líka það eina, sem er á hreyfingu, fyrir utan hin rifnu, æðandi ský á hausthimn- inum. Allt lifandi sefur, hvílist eftir langan starfsdag. Bæjirnir liggja eins og dökkar þústur víðsvegar um dalinn. Það þýtur þunglega í fjöllunum beggja meg- in hans, og vindþyturinn blandast á óhugnanlegan hátt dunum elf- unnar. Yatnsniðurinn og vind- hljóðið renna saman í einn söng, að vísu ekki ýkjaháan, en þó þróttmikinn og geigvænlegan. En hver er það, sem slær bumb- ur undir þenna draugalega sam- sön^ um svartbrýna, skýskaraða nótt? Hann kemur langt framan úr dalnum, hinn dimmi undirleik- ur, eins og óvættir stigi þar dans. Það eru hófar þrjátíu hesta, sem samstiga troða grundirnar fremst í dalnum. Hann er þungbúinn og geig- vænlegur, hópurinn, sem ríður inn dalinn og fer geyst. Hví hvíl- ast ekki þessir menn um miðnæt- urskeiðið, þegar löngum er lokum skotið á öllum bæjum dalsins og fólk gengið til náða? Eða er þetta kannske ekki flokkur menskra manna, heldur vofur. Svipum líkj- ast þeir mest, þar sem þeir þeysa flaxandi föxum og blaktandi skykkjum. Eru nú hinir löngu dagar orðn- ir of stuttir til ferðalaganna, eða er þessi fylking þannig ger, að hún þarfnist aldrei hvíldar nje svefns, Það er einhver óraun- verulegur blær yfir henni, þar sem hún fer. Og skýin leyfa tunglinu að rýna á þessa menn, það dregur blæju myrkursins af harðleitum andlitum þeirra og blikandi vopnum, starir á þá kuldalega andartak og felur sig svo aftur, sveipar þá dimmunni á ný. Fremst, allangan spöl á undan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.