Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 MYNDAGÁTUR —— Lesbókar Sumarið 1915 skaut jeg hrefnu undan Óshlíð. Hrefnan drapst og sökk til botns. Við reyndum nú að draga hana upp, en sóttist seint. Þá var ekkert spil á bátn- um, svo að við urðum að draga alt á höndum. Þá komu þar að menn á báti úr Hnífsdal. Þeir voru að fara á sjó. Nú komu þeir og hjálpuðu okkur að draga, en þá vildi það óhapp til, að skutul- iínan slitnaði. — Var þá ekki öll von úti? — Ekki öll. Jeg ljet útbúa slæðu, dreka, með hvössum járnkrókum — og reyndi svo að slæða botninn, en það festist ekki í henni. Jeg vildi ekki gefast upp, fyrr en í fulla hnefana, aðallega vegna skut ulsins, sem var fastur í henni, því að jeg átti þá ekki til, nema tvo skutla. Svo lá jeg þarna og hring- sólaði á bátnum í 40 klukku- stundir. Þá flaut hún upp. Þarna hef jeg komist í hann krappastan með að ná hrefnu, það tókst eiu- imgis vegna þess, að veður versn- aði ekki þennan tíma. Þegar jeg hef mist hrefnu á þennan hátt, hefir það verið vegna vegna veð- urs. — Það var góð veiði. En er ekki veiðin oft ærið misjöfn frá ári td árs? — Jú, afar misjöfn. Sumarið 1983 fjekk jeg til dæmis 7 hrefnur á rúmum hálfum mánuði, hjerna iiti í Álftafjarðarmynninu, en sumarið 1935 fjekk jeg eina og 1936 og 1937 alls enga. Annai’s geturðu sjeð hjema skýrslu um veiðina frá byrjun, nema hvað það vantar á hana einn háhyrning, eina háhyrninginn, sem jeg hefi skotið. Jeg skal segja þjer frá því seinna. Og Þorlákur rjettir mjer skrif- aða skýrslu, sem nær frá 1914 og til síðustu viku ágústmánaðar 1942. — Jeg vildi bara óska, segi jeg við Þorlák, þegar jeg hef lokið við að afrita skýrsluna, — að þú hefð- ir haldið jafn nákvæma skýrslu yfir tófuveiðarnar. Kunnugir menn hjer í nágrenninu segja mjer, að þú munir vera búinn að skjóta ein 7—800 af tófum. — Það er ágiskan ein, ansar Þorlákur. Eins og lesendur muna hafa myndagátur birst í Jóla-Lesbókinni undanfarin ár, en ekki í öðrum tölu blöðum hennar. Hafa gátur þessar vakið mikla athygli og margir spreytt sig á að leysa þær. Myndagátur eru annars fremur sjaldsjeðar í íslenskum blöðum. því miður. því það er gott tómstunda- dund að setja þær saman og eins að leysa þær. En mjer hefir ekki tekist að koma frambærilegum gátum sam- an, nema með allmikilli fyrirhöfn, og væri því feginn, ef aðrir vildu senda Lesbók slíkar gátur til birt- ingar. Gátan, sem birtist í síðustu Jóla- Lesbók var þvi jafnframt orðsending til þeiiTa, sem gaman hafa af mynda gátum, að miðla Lesbók þeim gátum, sem þeir kynnu að semja, fyrir hæfi lega þóknun tii höfundanna. Jeg hefi gert mjer það að reglu, að forðast „mínusa" í gátunum, tel þær naumast fullgildar ef mynd- imar innifela í sjer tákn fleiri bók- stafa, en eiga heima í ráðningunni. En slíkur háttur er hafður í mynda gátum þeim, sem oft hafa birst í þeim Norðurlandablöðum, er hjer voru mikið lesin meðan póstgöngur voru þaðan, eins og t. d. i „Hjemm- — Jeg skal minnast þess, svara jeg, — og ekki hafa eftir þjer a<mað en þú hefir sjálfur sagt mjer. En svo að jeg víki aftur að hrefnunum. Hefir þú oft sjeð hrefnur með unga. — Aldrei. Jeg hefi oft skotið hrefnu á fyrsta ári, svo litla að kjöt og spik nam ekki meiru en 500 kg., en. þessar smáhrefnur hafa altaf verið einar sjer, aldrei í fylgd með stærri hrefnum. Jeg hef líka oft skotið hrefnu með fóstri, en aldrei með mjólk í júgr- um. Ekki skil jeg, hvernig stend- ur á þessu með hrefnurnar. Hnís- ur sjást til dæmis oft með unga fram á haust. — Úr því að þú skilur það ekki, Þorlákur, er engin von til þess að jeg skilji það, svara jeg. — En dr. Bjarni Sæmundsson áleit — að et“. þær myndagátur sem þar voru birtar voru oftast nær of auðráðnar til þess að hafa gaman af þeim. Oft er í frásögur færandi hvem- ig ráðningar þær eru, sem sendar eru blaðinu á myndagátunum. — Fyrstu árin, sem þær birtust hjer, voru sumar ráðningarnar þannig, að ekkert vit var í þeim, eftir menn, sem sýnilega höftiu alls ekki gert sjer grein fyrir hvaða reglum mynda gátur eru háðar. En slíkar „ráðn- ingar“ eru nú sjaldsjeðari. Gátan, sem ráðin er í þessari Les- bók er með þeim auðráðnari, er hjer hafa birst. —• Ýmsum, sem að öðru leyti leystu rjett úr henni, hug- kvæmdist ekki rjett lausn á 3. liðn- um, sem þýðir „á er s“, eða „á sem s“, þ. e. að áin er teiknuð i s-lagaðri bugðu. Og aðrir, sem annars leystu rjett úr gátunni, rjeðu síðasta lið- inn sem „vír“, enda má vera að rjett ráðning hafi þar verið nokkuð dulin. En þar eð sagt var í skýringagrein, enda ber efni ráðningarinnar það með sjer, að hún var einskonar aug- lýsing eða ávarp, þá þurfti einhver undirskrift þar að vera og mátti þá hugkvæmnin hjálpa til að hvísla að ráðendum að v í r gæti líka þýtt V alt í r. V. St. mig minnir — að hrefnan myndi fæða afkvæmi sitt í febrúar eða mars. Nú byrjar hrefnuveiðin hjá þjer aldrei fyrr en í maí á vorin, svo að ef unginn er mjög bráð- þroska getur hann verið skilinn við móður sína á þeim tíma. Ann- ars gæti jeg best trúað því, að hrefnunni þætti ísafjarðardjúpið of mikið hættusvæði, vegna þinna aðgerða til, þess að nota það sem fæðingarstofnun. Nú þurfa þeir, ólafur og Þor- lákur að fara út og skoða ali- tófurnar. Jeg fylgist með og hlusta á refatal þeirra af mikilli eftirtekt, en mjög litlum skilningi. Síðan kveð jeg þá með virktum, þakka Þorláki góða frásögn, og óska honum allrar heppni í veiði- ferðum komandi ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.