Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Síða 2
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Síðam jeg kom heim þann 13. frá fundinum syðra, hefi jeg verið lasinu, en orðið að sitja við skriftir fram yfir krafta mína, því að allur fjarski hafði safn- ast fyrir, meðan jeg var í burtu“. Annríki á skrifstofu amtmanns hefir og að líkindum stafað með fram af því, að hraða hefir orð- ið afgreiðslu mála og lúka brjefa- gerðum, áður en kaupskip ljetu. í haf. Þó að Bjarni Thorarensen væri mikill gleðimaður og maður með miklum öldugangi í geðs- munum og með ólgandi geðslagi (,,Temperamenti“), rækti hann hið háa embætti sitt af alvar- leik, skyldurækni og áhuga á að láta sem mest gott af sjer leiða. Það er og eigi ólíklegt, að sýslu- mannssonurinn frá Hlíðarenda hafi verið alinn upp við virðing á embættisstörfum og embættis- rekstri, og það þegar í bam- æsku. Bjarni Thorarensen brá sjer til Akureyrar sama daginn, sem hann reit Finni Magnússyni brjefið, sem áður var vitnað í, til að fylgja Vigfúsi syni sínurn á skipsfjöl. „Vigfús hafði verið ytra við nám á silfursmíði og ætlaði nú að sigla aftur til að lúka því“. Amtmaður kom heim aftur „undir kvöldið, kvartaði um suðu fyrir eyrum og hátt- aði“. Ljest hann síðan um nótt- ina, sem áður segir, 24. ágúst 1841. Er ekki óhugsandi, að hún hafi — auk mikillar ofþreytu — flýtt fyrir honum, sú geðshrær- ing, er það jafnan bakar tilfinn- inganæmum feðrum, að skilja við böm sín, er þau leggja á haf út til langvistar í fjarlægum lönd- um og stórborgum. Ættkvísl þeirra Thorarensena á sjer rammar fylgjur, sem eru henni sumar tryggar enn í dag. Skyndilegur dauðdagi er þar býsna tíður. Föðurfaðir skálds- ins, Þórarinn sýslumaður Jóns- son á Grund, dó úr höfuðsvima, að því er Bjarni Thorarensen. segir í brjefi einu. Þórarinn sýslumaður átti fimm sonu, og varð snögt um fjóra þeirra. Vig- fús sýslumaður, faðir Bjarna, hneig til jarðar niður sem skot- inn væri, að því er virðist. Hálf- bróðir hans, Jón Espólín, segir þannig frá láti hans: „Gekk hann til smiðju, ok segja þá sumir, at hann gengi út um skammt ok mælti við mann einn, at gott væri þá veður fyrir Vestmanna- eyinga, ok hnigi þá niður, en aðrir, at hann fjelli á steðjann, ok andaðist þann, ok hafði þá þrjá um sextugt". Bogi Bene- diktsson segir, að hann hafi tek- ið „höndum um smiðjubitann, en fjell þá, svo að steðjinn varð undir brjóstinu. Drengur, sem þar var hjá honum, hljóp þá í bæinn, að segja þetta. Menn hlupu strax til, en hann var þá látinn". (Sýslumannaævir IV., bls. 503). Albróðir Vigfúsar sýslumanns, Gísli prófastur Þór- arinsson, háskólakandidat í guð- fræði, „andaðist snögglega í bæjardyrum í Odda 13. júní 1807, er hann kom veikur heim úr kirknaskoðunarferð“. (Guð- fræðingatal Hannesar Þorsteins- sonar, bls. 95). „Hann hafði lengi verið heilsulítill ok þung- fær af ofhyldgun“, segir Espó- lín. Þriðji bróðirinn, sjera Frið- rik Þórarinsson á Breiðabóls- stað, dó, að sögn Espólíns, held- ur „fljótlega einn morgun af stríðu taki, er hann hafði 4 vet- ur hins 6ta tugar“. Andlát fjórða bróðurins, Stefáns amtmanns, bar og að með þeim hætti, að „komið var að honum, at hann lá í öngviti, ok vaknaði hann eigi í þenna heim“. Að sögn Espólíns hafði hann haft „brjóst- spennu eða drátt síðan á leið æfi hans ok fengit stundum óvit af“. Kvisað var sitthvað miður hugnanlegt um hið sviplega frá- fall Stefáns amtmanns. Er eigi trútt um, að megi sjá þetta kvis út um brekánið í frásögn Espó- líns af því, hversu dauða þessa hálfbróður hans bar að höndum, en með þeim bræðrum voru víst litlir kærleikar. Telja og sumir gætnir menn og glöggvir, er kynst hafa sögnum og gögnum í þessu efni, að enginn fótur sje fyrir þeim hviksögum, sem hafa verið á sveimi um dauðdaga Stefáns amtmanns. (Nýtt Kirkju blað 1910, bls. 45). Ýmsir aðrir niðjar Vigfúsar sýslumanns hafa og dáið snögg- lega, t. d. systursonur hans, hinn mikli þjóðsagnavölundur og mál- snillingur, sjera Skúli prófastur Gíslason á Breiðabólsstað, er andaðist snögglega, „nýkominn heim frá guðsþjónustugerð í Teigi, 2. desember 188&“, og nú síðast í súmar sonur sjera Skúla, sjera Gísli Skúlason, hinn skemtilegasti maður og einn hinn síðasti latinuklej^íur í land- inu. Að minsta kosti tvö böm Skúla læknis Thorarensens á Mó- heiðarhvoli, bróður Bjarna skálds, urðu og, að kalla má, bráðkvödd: Þorsteinn Thoraren- sen á Móheiðarhvoli og gæðakon- an, frú Steinunn Skúladóttir, kona sjera Magnúsar Helgasonar skólastjóra, er ljest að nætur- lagi sem hinn þjóðkunni föðui'- bróðir hennar á Möðruvöllum. Systursonur skáldsins, sjera Gísli Thorarensen, varð bráð- kvaddur á jóladaginn, rjett áð- ur en hann ætlaði að ganga í kirkju til að emæbtta. Sögu þessa mætti segja ræki- legar, telja fleiri dæmi skyr.di- legs dauðdaga meðal niðja Þór- arins á Gmnd og þau sum eigi fjarri. En ef til vill þykir kalda- bragð að þvílíkum fróðleik, og því mun hyggilegast að nema hjer staðar. En svo sagði mjer sjera Magnús Helgason, að tengdafaðir sinn, Skúli Thorar- ensen læknir, hefði talið slíkan dauðdaga góða kynfylgju. En hyggjur manna um slíkt fara eftir lífsskoðun þeirra og við- horfi við hinum gustkalda gesti, er að lokum knýr allra vor hurðir, fara eftir trú þeirra um þau ólönd, er hann flytur eða ferjar oss til. Jarðarför skáldsins fór fram á hinu forna klaustursetri 4. september 1841, „að viðstöddu fjölmenni“. Þá voru engin. frjettablöð prentuð í landinu. Vjer höfum því engar frjettir af útförinni, nema þær, er geymd ar kunna að vera í sendibrjefum í söfnum hjer heima eða erlend- is, eða í einstakra manna vörslu. En enn eru varðveittar líkræður þær, er fluttar vom við útför hans, ásamt minningarkvæðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.